Frjáls verslun - 01.10.2012, Side 88
88 FRJÁLS VERSLUN 11. 2012
„Við þjónum jafnt einstaklingum sem fyrirtækjum í sjávarútvegi, flugfélögum, verktökum, bændum
og þannig mætti lengi telja,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1.
Þjónustunetið
er meginstyrkurinn
Eggert Benedikt Guðmundsson segir að á þeim fjór um mánuðum sem hann hefur
verið við störf hjá fyrirtækinu
hafi margt drifið á dagana. „Við
höfum endurreist Bílanaust
í breyttri mynd og það félag
verður komið í fullan rekstur í
byrjun næsta árs. Þessari breyt-
ingu hefur verið afar vel tekið
af starfsfólki, viðskiptavinum,
birgjum og öðrum. Við teljum
mikið sóknarfæri falið í þessu
félagi, ekki síst vegna þeirrar
góðu ímyndar sem félagið nýt-
ur. Að auki breyttum við skipu-
lagi N1 í átt að meiri fókus á
viðskiptavini okkar með því
að stilla upp einstaklingssviði
og fyrirtækjasviði sem ásamt
fjármálasviði og starfsmanna-
sviði verða meginsvið félagsins.
Loks færðum við markaðsdeild-
ina ofar í skipuritinu og er hún
nú stoðdeild sem heyrir beint
undir forstjóra. Þetta er afar
mikilvægt í félagi eins og N1
sem á allt sitt undir viðtökum
viðskiptavinanna og markaðar-
ins í heild.“
Varðandi næsta ár segir Egg-
ert að N1 sé eins og fleiri þjón-
ustufyrirtæki prýðileg loftvog
á efnahagslífið í landinu. „Við
þjónum jafnt einstaklingum
sem fyrirtækjum í sjávarút-
vegi, flugfélögum, verktökum,
bændum og þannig mætti lengi
telja. Afkoma okkar veltur því
að stærstum hluta á heilbrigði
efnahagslífsins. Ég trúi því að
næsta ár verði okkur hagfelld-
ara á þessu sviði og gefi okkur
þannig tilefni til bjartsýni.
Vissulega eru blikur á lofti, s.s.
í baráttu sjávarútvegsins við
stjórnvöld og erfiða markaði,
en tækifærin eru líka mýmörg.
Allt veltur sem fyrri daginn á
því að við berum gæfu til að
vinna saman að því að höndla
þau tækifæri.“
Þjónustunet um land allt
Eggert segir að starfsmenn N1
séu í miðju stefnumótunar-
ferli og sé meginsýnin að láta
viðskiptavinina og mark hópana
ráða ferðinni. „Við stofnuðum
Bílanaust í þessu skyni sem
sinnir fyrst og fremst bílaverk-
stæðum, bílaáhugamönnum og
ýmsum tengdum fyrirtækjum
og ein staklingum. Einstakl-
ingssvið N1 mun veita fólki á
ferð þjónustu sem kaupir sér
eldsneyti, veitingar, matvörur
og aðrar nauðsynjar á þjónustu-
stöðvum um land allt en
læt ur líka smyrja bílinn sinn,
skipta um dekk og sinna fleiri
viðgerðum á verkstæðum okk-
ar. Loks þjónar fyrirtækjasvið
stórum og smáum fyrirtækjum
landið um kring með beinni
sölu og í verslunum sem eru
sérhæfðar í fyrirtækjaþjónustu.
Einn meginstyrkur N1 liggur
í þjónustunetinu um land allt.
Þá erum við með eitt stærsta
tryggðarkortakerfi landsins
sem gefur viðskiptavinum
okkar aðgang að fyrirmyndar-
þjónustu á afbragðsgóðum
kjörum hvar sem þeir búa
eða ferðast um landið. Ávinn-
ingurinn af þessu tryggðar kerfi
og þessari nálægu þjón ustu á
landsvísu eru okkar megin-
skilaboð.“
Þrír karlar og tvær konur í
stjórn
Hvað varðar stefnu fyrirtæki-
sins í starfsmannamálum segir
Eggert að þjónustunet N1 telji á
annað hundrað afgreiðslustaði
um allt land og eru starfsmenn
Upplýsingar Um fyrirtækið:
Velta: 55 milljarðar fjöldi starfsmanna: Um 700 forstjóri: Eggert Benedikt Guðmundsson stjórnarformaður: Margrét
Guðmundsdóttir stefnan: „N1 er leiðandi verslunar- og þjónustufyrirtæki sem veitir fólki á ferð og fyrirtækjum afburðaþjónustu, gæðavörur og
heildarlausnir á sanngjörnu verði.“
TexTi: sVAVA JónsdóTTir / Mynd: Geir ólAfsson
uM áraMót
N1