Frjáls verslun - 01.10.2012, Page 105
FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 105
fyrirtækið njóti sannmælis.
Jafn framt er lögð aukin áhersla
á vörumerki Valitors í kynn-
ingarstarfi.
Styður valin málefni
Viðar segir að fyrirtækið vilji
laða að sér starfsfólk sem nýtur
þess að ná framúrskarandi
árangri. Valitor sé eftirsóttur og
árangursdrifinn vinnustaður
þar sem starfsfólk nýti hæfi-
leika sína vel og efli færni sína
markvisst í krefjandi og hvetj-
andi umhverfi.
„Valitor leggur matnað sinn
í að jafnræði ríki almennt
meðal starfsmanna um laun,
starfsþróun og tækifæri til
menntunar. Í stjórn Valitors
sitja fimm manns – þrjár konur
og tveir karlar – og er Björk
Þórar insdóttir stjórnarformaður
félagsins.“
Viðar segir að Valitor hafi frá
upphafi verið í forystu á íslensk-
um greiðslumiðlunarmarkaði
þegar kemur að þjónustu,
vöruþróun og hagkvæmni.
„Hag kvæmni kortakerfisins á
Íslandi er óumdeild enda fara
um 80% af öllum greiðslum
fram með kortum á Íslandi en
til samanburðar er hlutfallið
20-25% í Evrópu. Séð í því sam-
hengi felst samfélagsleg ábyrgð
Valitors fyrst og fremst í því að
rækja hlutverk sitt af kostgæfni
og tryggja þannig athafnalífi og
einstaklingum virka og örugga
greiðslumiðlun.“
Valitor styður vandlega valin
málefni sem bæta mannlíf og
efla. Sérstaklega er vert að nefna
Samfélagssjóð Valitor sem hefur
um langt árabil útdeilt styrkj-
um til menningar, líknar- og
velferðarmála. Samfélagssjóð-
urinn er tuttugu ára um þessar
mundir og á þeim tíma hafa
um 130 aðilar hlotið styrki úr
sjóðnum að upphæð samtals
nærri 180 milljónum.
„Grunngildi fyrirtækisins eru
traust, forysta, frumkvæði og
siðferðisgildi á borð við ábyrgð,
trúnað og gagnkvæmni eru
vegvísar okkar í viðskiptum og
viðhorfi til samfélagsins.“
Hvað varðar umhverfisstefnu
Valitors segir Viðar að hún felist
í að fyrirtækið sé góður þegn í
samfélaginu og umgangist um-
hverfi sitt af ábyrgð og virðingu.
„Valitor hefur m.a. sett sér
samgöngustefnu sem felst í því
að starfsfólki fyrirtækisins er
boðið að gera samgöngusamn-
ing sem stuðlar að vistvænum,
hagkvæmum og heilsusamleg-
um ferðamáta.“
Þegar Viðar er spurður hvers
vegna viðskiptavinir ættu
að velja Valitor segir hann:
„Hlutverk Valitors er að skapa
viðskiptavinum sínum ný
tækifæri í krafti framúrskarandi
tæknilausna. Samkeppnisstaða
fyrirtækisins einkennist af
öflugri nýsköpun, vöruþróun
og mikilli hagkvæmni ásamt
forystu á markaðnum.“
„Hlutverk Valitors er
að skapa viðskipta
vinum sínum ný
tækifæri í krafti
fram úrskarandi
tækni lausna.“