Frjáls verslun - 01.10.2012, Page 106
106 FRJÁLS VERSLUN 11. 2012
Hlutverk SVÞ er að sinna almennri hagsmunagæslu fyrir aðildarfélög sín. Í því felst að hafa áhrif á setningu laga og reglna
sem varða verslun og þjónustu og vinna að málefnum tengdum hag þessara atvinnugreina.
Nýr taktur á nýju ári
Upplýsingar Um fyrirtækið:
Velta: 85 milljónir fjöldi starfsmanna: Fjórir framkvæmdastjóri: Andrés Magnússon stjórnarformaður: Margrét Kristmannsdóttir
stefnan: „Standa vörð um frelsi til ábyrgs einkarekstrar“
Margrét Kristmannsdóttir er
stjórnarformaður Samtaka
verslunar og þjónustu:
Hvaða árangur samtakanna ert
þú ánægðust með á árinu?
„Með dóm sem kveðinn var
upp í Héraðsdómi Reykja-
vík ur í september en þá
vannst fulln aðarsigur í stóru
hagsmuna máli verslunarinnar
í landinu, sem snýr að því að
auka frelsi í viðskiptum með
landbúnaðarvörur hér á landi.
Í þessu tiltekna máli komst
dómurinn að þeirri niðurstöðu
að úthlutun tollkvóta til inn-
flutn ings á kjúklingum, eins
og hún var framkvæmd árin
2009 til 2011, hafi verið andstæð
stjórnarskránni. Um þessa toll -
kvóta er fjallað í samningum
okkar við Alþjóðaviðskipta-
málastofnunina (WTO).
Þótt það sé út af fyrir sig
öm urleg staða að þurfa að fara
í dómsmál við ríkið í þeim
tilgangi að knýja það til að efna
alþjóðasamninga, sem það hefur
gert, sýnir þetta mál hins vegar
að samtökin hvika hvergi þegar
um grundvallarhagsmuni versl-
unarinnar í landinu er að ræða.
En þessi tvískinnungur hefur
viðgengist árum saman með
fulltingi stjórnmálamanna –
þ.e. að við Íslendingar teljum
alveg sjálfsagt að flytja út t.d.
mjólkur- og kjötvörur en síðan
er allt gert til að koma í veg
fyrir innflutning sömu vara.
Í örstuttu máli hafa forsvars-
menn SVÞ undanfarin misseri
barist af krafti fyrir því að
ofurálögur á greinina í formi
tolla og vörugjalda verði lækk-
aðar, svo íslenskir neytendur
geti notið svipaðs verðlags á
nauðsynjavörum og neytend-
ur í nágrannalöndunum búa
við. Hér hafa unnist smásigr-
ar en við eigum langt í land
með að tryggja versluninni og
íslenskum neytendum sigur
í þessu „stríði“ sem staðið
hef ur áratugum saman. Fyrir
utan stöðugan gjaldmiðil er
sennilega fátt sem myndi stuðla
að meiri kaupmáttaraukningu
til landsmanna en að tryggja
versluninni samkeppnishæft
rekstrarumhverfi.“
Áhersla á sanngjarna við
skiptahætti og jafnrétti kynj
anna
Uppfylla samtökin lög um
kynja hlutfall í stjórn þess?
„Já, og gott betur. Í stjórn SVÞ
TexTi: Hrund HAuKsdóTTir / Mynd: Úr einKAsAfni
uM áraMót
Samtök verslunar og þjónustu