Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2012, Page 115

Frjáls verslun - 01.10.2012, Page 115
FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 115 1. Hvernig metur þú horfurnar á árinu 2013? Það er erfitt að segja til um horfur á næsta ári. Hagvaxtar­ horfur í Evrópu eru ekki sérlega góðar og ljóst að nokkurn tíma mun taka að leysa úr þeim mikla skuldavanda sem hvílir á álfunni. Á móti vegur þó að horfur í Asíu og Bandaríkjunum virðast heldur fara batnandi. Ytri skilyrði munu vega þungt hvað hagvöxt varðar. Aðstæður hér heima fyrir eru einnig áhyggjuefni, en þróunin hefur heldur verið niður á við. Verulega hefur hægt á vexti einkaneyslu eftir því sem áhrif af ýmsum aðgerðum sem grip ið hefur verið til, svo sem út greiðslu séreignarsparnaðar, hækkun vaxtabóta o.fl., fjara út. Allt bendir því til að hagvöxtur í ár verði umtalsvert minni en ráð var fyrir gert í upphafi árs og að sama skapi virðist sem hagvaxtar spár fyrir næsta ár séu of bjartsýnar miðað við þróun undangenginna mánaða. Auk veikari einkaneyslu hefur atvinnuvegafjárfesting lítið aukist og er enn í sögulegu lágmarki sem hlutfall af lands­ framleiðslu. Hins vegar eru ákveðin teikn á lofti um að fast­ eignamarkaður hafi náð jafn­ vægi og horfur eru á aukningu í nýbyggingum á næsta ári. 2. Hvaða mistök voru gerð á árinu 2012? Það er margt sem miður hefur farið á árinu. Ég held að það sem upp úr standi sé hversu lítið hefur í raun miðað í lausn helstu vandamála okkar. Við erum litlu nær um lausn á þeim vanda sem gjaldeyrishöftin skapa okkur. Okkur hefur mis tekist að fjölga störfum á vinnumarkaði, fjárfesting er enn í sögulegu lágmarki og lítil sem engin aukning hefur orðið í útflutningi, utan ferðaþjónustu. Það sem verra er, við erum engu nær um sátt um leiðir út úr þessum vanda. Ég held að stærsti vandi okkar liggi í þeim hörðu átökum sem hafa einkennt árin eftir hrun. Við stöndum í hatrömmum hug­ myndafræðilegum ágreiningi um helstu atvinnugreinar okkar á sama tíma og við þurfum á kröftum þeirra að halda. Þar bera allir sem koma að sína ábyrgð, hvort sem um er að ræða stjórn eða stjórnarandstöðu. Við sem störfum á sviði hags munasamtaka megum þar einnig líta í eigin barm. Við eig um við mikinn skuldavanda að glíma, hvort heldur sem horft er til ríkissjóðs, atvinnulífs eða heimila. Við verðum að ná að sameinast um lausn á þessum vandamálum ef ekki á illa að fara. Það karp sem einkennt hefur umræðu undanfarinna miss era hefur engu skilað. 3. Hvað var það jákvæða á árinu 2012? Við höfum séð mikinn og góðan vöxt í ferðaþjónustu sem er vel. Þá hefur gengið vel hjá ýmsum fyrirtækjum í tækni­ og hugverka­ greinum. Það er ánægjulegt að sjá að vægi þessara atvinnu­ greina í útflutningstekjum hefur aukist umtalsvert á undanförn­ um árum. Þá hefur verið mikill áhugi fyrir frekari fjárfestingu í orkuiðnaði. Eitt stærsta fjárfestingaverk­ efni frá hruni er langt á veg komið í Straumsvík, unnið er að því að ljúka samningum um raforku til álvers í Helguvík og nokkur skriður virðist kominn á fjárfestingar í orkuiðnaði á Húsavík. Þessar fjárfestingar gætu skipt sköpum um hagvöxt hér á landi á næstu tveimur til þremur árum. 4. Hvaða fjögur skref er brýnast að taka á árinu 2013 1.­ Hér­verður­að­örva­ fjár festingu. Verð mæta - sköp­un­í­atvinnulífinu­er­ það sem mun á endanum standa­undir­hagvexti,­ auknum­kaupmætti­og­ bættri­afkomu­ríkissjóðs.­ Það­er­ómögulegt­að­ skatt­leggja­ríkissjóð­út­úr­ skuldavanda sínum. 2.­ Við þurfum á kröftug um hagvexti­að­halda­og­ eigum til þess ýmis tæki - færi,­þrátt­fyrir­óhagstæð­ ytri skilyrði nú. Það verð ur að fá niðurstöðu í­peninga­málastjórnina­ og afnám gjaldeyrishafta. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr mun- um við þurfa að leysa hagstjórn­og­afléttingu­ gjaldeyrishafta á kom- andi árum með íslenskri krónu,­hvað­sem­síðar­ kann að verða. 3. Við þurfum að ná niður- stöðu um með hvaða hætti það verði gert. 4.­ Síðast­en­ekki­síst­verður­ að ná betri tökum á fjár- hags­stöðu­ríkissjóðs.­ Skynsamlegast­væri­að­ selja eitthvað af eignum ríkissjóðs­til­að­lækka­ skuldabyrði hans. Helstu vandamál óleyst Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samáls: Þorsteinn Víglundsson. Gylfi Arnbjörnsson. Hvernig metur þú horfurnar á árinu 2013? Efnahagshorfur hafa heldur verið að batna, en batinn er hægur. Atvinnuleysi verður áfram mikið, gengið veikt og verð bólga mikil. Fjárfestingar eru litlar í hagkerfinu og ekki útlit fyrir að þær aukist nægilega á árinu. Blikur eru á lofti á okkar helstu fiskmörkuðum sem gætu slegið á veikan bata. 2. Hvaða mistök voru gerð á árinu 2012? Því miður hefur verið doði og aðgerðarleysi í efnahags­ og at vinnumálum sem kom í veg fyrir styrkingu gengis og lækkun verðbólgu. Ljóst er að mikið stefnuleysi ríkir í peningamálum, þar sem Seðlabankinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að grunnur peningastefnunnar og stjórntæki hennar virka ekki. Við þessar aðstæður ætti ríkisstjórn í samstarfi við stjórnarandstöðu og aðila vinnumarkaðarins að hafa það sem forgangsmál að sameinast um haldbærri stefnu sem miði að stöðugu gengi, lágri verðbólgu og lágum vöxt um. 3. Hvað var það jákvæða á árinu 2012? Í kjarasamningum tókst að verja kaupmátt lægstu launa þótt kaupmáttur almennt hafi minnk­ að. Alþýðusambandinu hefur tekist að umbylta allri hugsun í virkum vinnumarkaðsaðgerðum, en stórátak var gert í að koma atvinnulausum í nám og nota atvinnuleysisbótakerfið og virkar vinnumarkaðsaðgerðir til þess að koma í veg fyrir að stórir hópar langtímaatvinnulausra stæðu uppi án úrræða í árslok 2012. 4. Hvaða fjögur skref er brýnast að taka á árinu 2013? 1.­ Festa­gengi­krónunnar­til­ að­lækka­verðbólgu. 2.­ Lækka­vexti. 3. Auka fjárfestingar. 4.­ Draga­úr­atvinnuleysi,­ auka­kaupmátt­og­tryggja­ að­allir­séu­með. Doði og aðgerðarleysi Gylfi arnbjörnsson, forseti aSÍ:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.