Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2012, Page 129

Frjáls verslun - 01.10.2012, Page 129
FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 129 hVernig kemur Þú fram á Vörusýningum? vörur eða þjónustu. Þú mátt ekki undir nokkrum kringumstæð um láta viðmælandann draga þig niður á sitt stig. Að vera sýningaraðili felur oft í sér mikla fjárfestingu fyrir lítil fyrirtæki. Það krefst líka mikils og góðs undirbúnings. Til að auka líkur á að fjárfestingin borgi sig ber að nota tímann vel og læra að þekkja þá sund ­ ur sem líklegir eru til að verða viðskiptavinir þínir og þá sem eru staðráðnir í að eyða tíma þínum til einskis. Þetta er lær ­ dóm ur sölumannsins sem oft kemur með tímafrekri reynslu af mannlegum samskiptum. Líkamstjáning getur til dæmis sagt mikið án orða. Fylgstu með hverfulu augnaráði og fasi sem gefur áhugaleysi til kynna. Mundu að náunginn með poka fullan af bæklingum og kynn ingarefni er líklegast ekki fjár hagslegur hvalreki, heldur penna safnari. TEnGSLAnETIð­STyrkT Þetta er staðurinn til að byggja upp tengslanetið. Nafnspjöld eru mikilvægur hluti þess að mynda tengslin. Hafðu þín spjöld aðgengileg, til dæmis í nafn spjaldaöskju sem auðvelt er að opna. Ekki rétta það fram eins og þú sért að dreifa spilum á pókerborði og alls ekki með vinstri hendinni, því í mörgum löndum er það talinn argasti dónaskapur. Ef þú venur þig á að nota þá hægri ertu um leið að koma í veg fyrir að gera alvarleg samskiptamistök, sama hvar þú ert í heiminum. Passaðu samt að þau séu ókrumpuð og alfarið laus við hundseyru. Þegar þú tekur við spjaldi frá viðmælanda skaltu lesa á það og veita því athygli um leið og þú færð það í hendur. Það sýnir virðingu og kurteisi. Ókurteisi væri að setja það beint í rassvasann, heldur skaltu setja það á öruggan stað, jafnvel í veskið þitt eða fyrir aftan þín eigin nafnspjöld í öskjuna. Gott ráð er að skrifa aftan á nafnspjaldið frekari upplýsingar til að rifja upp seinna meir, til dæmis upplýsingar um hvað var rætt. Þegar heim er komið skaltu fylgja tengingunni eftir með því að senda viðkomandi tölvupóst, þakka fyrir ánægju­ leg kynni og vísa með nokkurri nákvæmni í samtalið sem fór ykk ur í millum. Gott er til þess að vita að flestir snjallsímar bjóða upp á innskönnun nafnspjalda. Passaðu bara upp á að upplý s­ ingarnar fari rétt inn í tölvuna. HIn­GÖMLU­kynnI­ GLEyMAST­EI Fagsýningar snúast ekki bara um það að ganga milli bása eða taka á móti gestum í þá. Oftast eru viðburðir haldnir utan sýningarsalarins, svo sem kvöld verðir, kokteilboð eða jafnvel stutt ferðalög. Stund um eru þeir haldnir áður en sýn­ ing in er formlega opnuð. Ef þú kemst hjá því skaltu forðast að nota sömu fötin á þess konar við burðum og á sýningunni sjálfri, sérstaklega ef þú ætlar að klæðast fötum með lógói vinnu veitandans. Þetta eru tveir aðskildir staðir – umhverfið annað og frjálslegra. Notaðu tæki færið til að nálgast fólk með öðr um hætti og skiptu niður úr sölu gírnum. Ef þú drekkur eitthvað áfengt, gættu þess þá að drekka ekki of mikið, ekki of hratt og alls ekki á tóman maga. Það á reynd ar ekki að þurfa að segja þetta við fullorðið fólk. Víða í Asíu er hefð fyrir því að láta gesti drekka vel og mikið undir borðhaldi. Það sést til dæmis vel á hugtakinu ganbei sem not­ að er yfir skál á kínversku, sem þýðir í raun tómt glas – skál í botn. Þetta reynist mörgum erfið prófraun, því gestgjafar geta móðgast illilega og jafnvel neit­ að viðskiptum ef ekki er drukkið almennilega. Gættu þín vel og notaðu klókindi til að komast hjá því að missa fótanna undir þannig kringumstæðum, til dæm is með því að drekka vatn í stað áfengis. FÖTIn­SkAPA­MAnnInn Hér kemur að stórum þætti í þeirri ímynd sem þú vilt varpa fram. Klassískur jakkafatastíll hentar yfirleitt best, en gott er að hafa rými til fjölbreytni og haga seglum eftir vindi. Sé þetta ferðaþjónustusýning og þú að selja bændagistingu á Íslandi væri tilvalið að skera sig úr fjöldanum og vera í fallegri lopapeysu eða með einhverjum hætti aðgreina þig frá öðrum. Of áberandi fatnaður getur dregið athyglina frá þér og þeim skila­ boðum sem þú hefur fram að færa. Konur ættu til dæmis að gæta að því að vera ekki í of flegnu vegna sömu ástæðna – skoran á ekki að vera athyglis­ segull. FræGðArFÖr­ Skynjun fólks á hver þú ert og hvað þú hefur að segja stjórnast að miklu leyti af því sjálfstrausti sem þú berð með þér. Til að styrkja það skaltu leita fyrir þér á netinu um við skiptasiði í því landi sem þú ert að fara til. Notaðu þó hyggju vitið til að greina góðar upp lýsingar frá vondum þar. Hafir þú haldgóðar upplýsingar um hvað tíðkast og er vel liðið á þeim stöðum sem þú heimsækir getur það gert þig betur til þess fallinn til að ná árangri, þó ekki væri nema vegna þess að sjálfstraustið hefur aukist. Fagmannleg framkoma er vísir að góðri kynningu og getur leitt til arðbærra tengsla. Þannig eykurðu verðgildi skilaboðanna sem þú hefur fram að færa, býrð til sölur og stofnar jafnvel til tryggðamála sem seint gleymast. Það tekur meðal­ manninn um fimmtán sekúndur að mynda sér álit á þér við upp haf kynna. Á fagsýningum er mikilvægt að þær sekúndur séu notaðar rétt og allt þitt fas endur spegli hlutverk þitt sem fulltrúi fyrirtækisins. „Það tekur meðal­ manninn um fimm­ tán sekúndur að mynda sér álit á þér við upphaf kynna. Á fagsýningum er mikilvægt að þær sekúndur séu not­ aðar rétt og allt þitt fas endurspegli hlut verk þitt sem fulltrúi fyrirtækis­ ins.“ „Fagsýningar snúast ekki bara um að ganga milli bása eða taka á móti gest um. Oftast eru viðburðir haldn ir utan sýningarsal­ arins, svo sem kvöldverðir, kokteil­ boð eða jafnvel stutt ferðalög. Stundum eru þeir haldnir áður en sýningin er formlega opnuð.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.