Frjáls verslun - 01.10.2012, Síða 140
140 FRJÁLS VERSLUN 11. 2012
Aðeins þrjár kvik myndir voru frum sýndar, Svartur á leik, Frost og Djúpið, en árið 2011
höfðu þær verið níu talsins
og er þá teiknimyndin Hetjur
Valhallar – Þór talin með og
2010 voru þær einnig níu. Þarf
að fara aftur til 1996 til að finna
sambærilegt ár, en þá voru
aðeins tvær íslenskar kvik
mynd ir frumsýndar, Djöflaeyjan
og Draumadísir. Ástæðan er
að sjálfsögðu hið margum tal
aða hrun sem varð til þess að
þrengt var að fjárveitingum til
íslenskra kvikmynda og er sá
niður skurður nú að koma í ljós.
Hvað varðar heimildarmyndir
í fullri lengd þá var meira líf á
þeim vettvangi og engin fækk un
frá árinu áður. Heimildar myndir
í fullri lengd voru nokkrar en
flestar voru í um klukkutíma
lengd og styttri. Fyrirferðarmest ir
í flokki heimildarmynda voru 3.,
4. og 5. hluti stórvirkis Erlend ar
Sveinssonar, Draumurinn um
veginn, þar sem hann fylgir Thor
Vilhjálmssyni eftir á pílagríms
göngu hans til heilags Jakobs á
NorðurSpáni.
Stefnumörkun fyrir
íslenska kvikmynda
gerð
Vonandi er botninum náð, alla
vega gefur samkomulagið um
stefnumörkun fyrir íslenska kvik
myndagerð og kvikmyndamenn
ingu árin 20122015, sem
gert var rétt fyrir áramót í fyrra,
fyrir heit um betri tíð. Í samkomu
laginu koma fram áherslur á
sviði kvikmyndagerðar og kvik
myndamenningar á Íslandi er
varða þróun styrkjakerfis á sviði
kvikmyndamála, kvikmynda
læsi, kvikmyndahátíðir, framboð
á kvikmynduðu íslensku efni
og markaðssetningu á íslenskri
kvikmyndagerð. Samkomulag
ið felur í sér að stuðningur
við kvikmyndagerð á Íslandi í
gegnum Kvikmyndasjóð eykst
úr 452 milljónum króna, sem
var upphæðin árið 2011, í 700
milljónir árið 2015.
Ekki snýst samt allt um ís
lenskar kvikmyndir hjá þeim
sem starfa við kvikmyndir hér á
landi. Mikil gróska hefur verið í
gerð erlendra kvikmynda hér en
nokkrar stórar Hollywoodmyndir
hafa verið teknar að hluta til hér
á landi og sú starfsemi aldrei
verið öflugri en í fyrra. Hvað
varðar framtíðina og ásókn
erl endra kvikmyndafyrirtækja
í að kvikmynda hér á landi
þá er framtíðin björt. Þegar
er áframhald kvikmyndunar á
hinni vinsælu sjónvarpsseríu
Game of Thrones og einhverjar
kvikmyndir eru væntanlegar
hingað og svo er alltaf nokkuð
um erlendar auglýsingar og
tónlistarmyndbönd sem skapa
vinnu fyrir Íslendinga í kvik
myndabransanum. Best er samt
fyrir þjóðina, þegar á heildina er
litið, að gróskan verði sem mest
í íslenskri kvikmyndagerð og
gæðin séu fyrir hendi, slíkt ber
hróður íslenskrar kvikmynda
gerð ar út fyrir landsteinana.
Þrjár leiknar kvikmynd ir
Eins og áður segir voru þrjár
leiknar kvikmyndir í fullri lengd
frumsýndar á árinu og voru þær
nokkuð misjafnar að gæðum.
Besta kvikmynd ársins er
Djúpið í leikstjórn Baltasars
Kormáks og er sú kvikmynd nú
að hefja ferð sína um heiminn.
Svartur á leik náði ekki alveg að
uppfylla fyrirfram vonir og Frost
olli miklum vonbrigðum.
Djúpið fjallar um afrek Guð
laugs Friðþjófssonar þegar
hann bjargaði lífi sínu, einn
áhafnar meðlima, eftir að Vest
manna eyjabátnum Hellisey
hvolfdi að kvöldi sunnudagsins
11. mars árið 1984. Í ísköldum
sjónum synti hann sex kíló
Eins og spáð var á sömu síðum fyrir ári varð mikil niðursveifla í
leikn um íslenskum kvikmyndum í fullri lengd árið 2012.
TexTi: HilMAr KArlsson
„Hvað varðar
heim ildarmyndir í
fullri lengd þá var
meira líf á þeim
vettvangi og engin
fækk un frá árinu
áður. “
kvikMyndir
NIðUrSVEIFLA
Djúpið er besta íslenska kvikmynd ársins
2011 og gæði hennar eru ekki síst að
þakka frábærum leik Ólafs
Darra Ólafssonar.
íslensKar
KViKmynDir
2012