Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2012, Síða 140

Frjáls verslun - 01.10.2012, Síða 140
140 FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 Aðeins þrjár kvik mynd­ir voru frum sýndar, Svartur á leik, Frost og Djúpið, en árið 2011 höfðu þær verið níu talsins og er þá teiknimyndin Hetjur Valhallar – Þór talin með og 2010 voru þær einnig níu. Þarf að fara aftur til 1996 til að finna sambærilegt ár, en þá voru aðeins tvær íslenskar kvik­ mynd ir frumsýndar, Djöflaeyjan og Draumadísir. Ástæðan er að sjálfsögðu hið margum tal­ aða hrun sem varð til þess að þrengt var að fjárveitingum til íslenskra kvikmynda og er sá niður skurður nú að koma í ljós. Hvað varðar heimildarmyndir í fullri lengd þá var meira líf á þeim vettvangi og engin fækk un frá árinu áður. Heimildar myndir í fullri lengd voru nokkrar en flestar voru í um klukkutíma lengd og styttri. Fyrirferðarmest ir í flokki heimildarmynda voru 3., 4. og 5. hluti stórvirkis Erlend ar Sveinssonar, Draumurinn um veginn, þar sem hann fylgir Thor Vilhjálmssyni eftir á pílagríms­ göngu hans til heilags Jakobs á Norður­Spáni. Stefnumörkun fyrir íslenska kvikmynda­ gerð Vonandi er botninum náð, alla­ vega gefur samkomulagið um stefnumörkun fyrir íslenska kvik­ myndagerð og kvikmyndamenn­ ingu árin 2012­2015, sem gert var rétt fyrir áramót í fyrra, fyrir heit um betri tíð. Í samkomu­ laginu koma fram áherslur á sviði kvikmyndagerðar og kvik­ myndamenningar á Íslandi er varða þróun styrkjakerfis á sviði kvikmyndamála, kvikmynda­ læsi, kvikmyndahátíðir, framboð á kvikmynduðu íslensku efni og markaðssetningu á íslenskri kvikmyndagerð. Samkomulag­ ið felur í sér að stuðningur við kvikmyndagerð á Íslandi í gegnum Kvikmyndasjóð eykst úr 452 milljónum króna, sem var upphæðin árið 2011, í 700 milljónir árið 2015. Ekki snýst samt allt um ís­ lenskar kvikmyndir hjá þeim sem starfa við kvikmyndir hér á landi. Mikil gróska hefur verið í gerð erlendra kvikmynda hér en nokkrar stórar Hollywoodmyndir hafa verið teknar að hluta til hér á landi og sú starfsemi aldrei verið öflugri en í fyrra. Hvað varðar framtíðina og ásókn erl endra kvikmyndafyrirtækja í að kvikmynda hér á landi þá er framtíðin björt. Þegar er áframhald kvikmyndunar á hinni vinsælu sjónvarpsseríu Game of Thrones og einhverjar kvikmyndir eru væntanlegar hingað og svo er alltaf nokkuð um erlendar auglýsingar og tónlistarmyndbönd sem skapa vinnu fyrir Íslendinga í kvik­ myndabransanum. Best er samt fyrir þjóðina, þegar á heildina er litið, að gróskan verði sem mest í íslenskri kvikmyndagerð og gæðin séu fyrir hendi, slíkt ber hróður íslenskrar kvikmynda­ gerð ar út fyrir landsteinana. Þrjár leiknar kvikmynd ir Eins og áður segir voru þrjár leiknar kvikmyndir í fullri lengd frumsýndar á árinu og voru þær nokkuð misjafnar að gæðum. Besta kvikmynd ársins er Djúpið í leikstjórn Baltasars Kormáks og er sú kvikmynd nú að hefja ferð sína um heiminn. Svartur á leik náði ekki alveg að uppfylla fyrirfram vonir og Frost olli miklum vonbrigðum. Djúpið fjallar um afrek Guð­ laugs Friðþjófssonar þegar hann bjargaði lífi sínu, einn áhafnar meðlima, eftir að Vest­ manna eyjabátnum Hellisey hvolfdi að kvöldi sunnudagsins 11. mars árið 1984. Í ísköldum sjónum synti hann sex kíló­ Eins og spáð var á sömu síðum fyrir ári varð mikil niðursveifla í leikn um íslenskum kvikmyndum í fullri lengd árið 2012. TexTi: HilMAr KArlsson „Hvað varðar heim ildarmyndir í fullri lengd þá var meira líf á þeim vettvangi og engin fækk un frá árinu áður. “ kvikMyndir NIðUrSVEIFLA Djúpið er besta íslenska kvikmynd ársins 2011 og gæði hennar eru ekki síst að þakka frábærum leik Ólafs Darra Ólafssonar. íslensKar KViKmynDir 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.