Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2012, Síða 144

Frjáls verslun - 01.10.2012, Síða 144
144 FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 Landvernd eru rótgróin umhverfis­ og náttúru­verndarsamtök sem stofnuð voru árið 1969. Í upphafi snerist starf sam­ takanna mikið um gróður­ og jarðvegsvernd, ekki síst með landgræðslu. Í dag er megin­ hlutverk samtakanna skil­ greint mun víðar sem verndun íslenskrar náttúru og umhverfis. Samtökin eru virkur þátttak­ andi í stefnumótun, fræðslu og upp lýstri ákvarðanatöku í málum sem varða landnotkun, auðlindir og umhverfi. Guð­ mundur Ingi Guðbrandsson er framkvæmda stjóri Landverndar. „Stærsti hlutinn af starfsemi Landverndar eru umhverfis­ menntaverkefni og almenn náttúruvernd. Af umhverfis­ menntaverkefnum má nefna hið svokallaða Grænfánaverkefni í skólum landsins, þar sem skólasamfélagið leitast við að draga úr óæskilegum umhverf­ isáhrifum. Þá reka samtökin umhverfismenntaverkefnið Bláfánann, sem er alþjóðleg umhverfisviðurkenning fyrir baðstrandir og smábátahafnir. Í fyrra ýtti Landvernd svo úr vör nýju verkefni um sjálfbæra ferðamennsku og náttúru­ vernd á háhitasvæðum sem hefur vernd og skynsamlega umgengni þessara einstöku og viðkvæmu svæða að markmiði. Starf mitt sem framkvæmda­ stjóri Landverndar felur í sér allt í senn að sleikja frímerki, svara í síma, skipuleggja fyrirlestra um umhverfismál, afla samtökunum fjár, sinna þátttöku samtakanna í ákvarðanatöku í samfélaginu, m.a. með álitsgerðum á þing­ málum, skipulagsvinnu sveitar­ félaga, gæta hagsmuna náttúru og umhverfis gagnvart þingi, sveitarfélögum og fyrirtækjum, ekki síst með ströngu aðhaldi og eftirliti. Ég legg mikla áherslu á þetta mikilvæga hlutverk sam­ takanna, að vera málsvari og málpípa náttúrunnar, sem ekki getur talað en myndi án efa tjá sig ef hún gæti. Þessu reynum við að ná fram í gegnum um­ hverfismenntaverkefnin og með þátttöku í ákvarðanatöku og þjóðfélagsumræðunni. Og ég tel það forréttindi að fá að vinna við það sem ég hef áhuga á, þó svo að ég vildi að við hefðum fjárhagslega getu til að hafa mun fleira fólk í vinnu. Ég er einhleypur og barnlaus, en á fimm ára bróðurdótt ur, Dóru Karólínu, sem er auga ­ steinn fjölskyldunnar. Mamma og pabbi búa á Brúarlandi á Mýrum, rétt vestan við Borgar ­ nes. Pabbi byrjaði með svín árið 1966, og nú búa hann og eldri bróðir minn, Brynjúlfur Steinar, ásamt Theresu mágkonu, með svín og sauðfé. Mamma mín er vefnaðarkennari að mennt og rekur sitt eigið gallerí þar sem hún selur handunna muni úr íslensku hráefni.“ Guðmundur Ingi er með stú dentspróf frá MA og hús­ stjórnar fræðipróf frá Hús­ mæðra skólanum í Reykjavík. „Ég er með BS í líffræði frá Háskóla Íslands, þar sem ég lagði áherslu á svokallaða stíg ­ vélalíffræði (andstætt sloppa­ líffræði), það er að ég lagði áherslu á vistfræði plantna og ferskvatnsfiska og þróunarfræði þeirra. Er einnig með MS í um­ hverfisfræðum frá Yale­háskóla í Bandaríkjunum. Þá hef ég verið stundakennari við HÍ frá 2006 í umhverfisfræði og vistfræði og einnig kennt vistfræði í háskóla­ setrinu á Ísafirði. Áhugamál eru fyrst og fremst útivist og útivera, helst göngur úti í friðsælli náttúru Íslands. Þannig að áhugamál og vinna samtvinnast afar mikið, það er verndun íslenskrar náttúru. Ég er einnig mikill áhugamaður um leikhús og fólk almennt. Síðan eru fjölskyldan og vinahópurinn mér afar mikilvæg og ég reyni að verja sem mestum frítíma með því góða fólki. „Passionið“ mitt er að hálendi Íslands verði griðastaður þjóð­ arinnar, svæði sem við höldum utan frekari orkunýtingar og byggjum ferðaþjónustu upp án of mikilla áhrifa á náttúruna. Við eigum lítt snortin víðerni á hálendinu sem við verðum að bera gæfu til að standa vörð um. Þau eru einstök á evrópskan mælikvarða, ein af fáum sem eftir eru. Þá tel ég mikilvægt að vinna að endur­ heimt víðerna á hálendinu.“ Þegar viðtalið var tekið var Guðmundur Ingi á leiðinni í jólafrí. „Ég tek mér langt jólafrí og ætla í eina viku til hinnar afar fögru eyju Tenerife, þar sem hæsta fjall Spánar er. Stefni á að ganga á fjallið og dvelja svo í Lundúnum með vinum.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson – framkvæmdastjóri Landverndar Nafn: Guðmundur Ingi Guðbrandsson Fæðingarstaður: Akranes, 28. mars 1977 Foreldrar: Guðbrandur Brynjúlfsson bóndi og Snjólaug Guðmundsdóttir vefnaðarkennari Menntun: BS í líffræði frá Háskóla Íslands. MS-próf í umhverfisfræðum frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum „Við eigum lítt snortin víðerni á hálendinu sem við verðum að bera gæfu til að standa vörð um. Þau eru einstök á evrópskan mælikvarða, ein af fáum sem eftir eru.“ fóLk TexTi: HilMAr KArlsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.