Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2012, Blaðsíða 145

Frjáls verslun - 01.10.2012, Blaðsíða 145
FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 145 Regína Ásvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja, en tekur við starfi bæjarstjóra Akraness um miðj­ an janúar. Regína hefur byggt upp starfsemi Festu en félagið er í eigu sex fyrirtækja. Festa opnar fyrir ný fyrirtæki nú um áramótin en áhugi á starfsem­ inni hefur farið vaxandi og segir hún ákveðna vitundarvakningu í gangi á Íslandi varðandi sam­ félagsábyrgð fyrirtækja. Regína leiðir einnig faghóp hjá Stjórn­ vísi um samfélagsábyrgð og hafa sjötíu aðilar skráð þátttöku sína í hópnum. „Erlendis er hugtakið mjög vel þekkt og það eru oft er ­ l endir stjórnarmenn íslenskra fyrirtækja sem kalla eftir stefnu um samfélagsábyrgð. Svo er töluvert af ungu fólki að snúa heim sem hefur lært í góðum viðskiptaháskólum og er með mikla þekkingu á viðfangsefninu.“ Það leggst mjög vel í Regínu að taka við starfi bæjarstjóra Akraness en hún er fyrsta kon an sem gegnir starfinu í sjötíu ára sögu kaupstaðarrétt­ inda bæjarins. Regína hefur langa starfsreynslu á vett­ vangi sveitarstjórnarmála. Hún starfaði lengi sem stjórnandi hjá Reykjavíkurborg, síðast sem skrifstofustjóri og staðgengill borgarstjóra. „Bæjarstjórastarfið heillar mig enda er Akranes flott sveitar­ félag með frábæra íþróttastarf­ semi og hefur einnig verið að gera mjög góða hluti í mannrétt­ indamálum með því að taka mjög vel á móti flóttafólki. Sjálf starfaði ég meðal annars sem framkvæmdastjóri Miðgarðs í Grafarvogi í fimm ár – það var eins konar hverfisstjórastarf sem var mjög skemmtilegt. Þessi nálægð við íbúa og það að vera með puttann á púlsin um í hverfinu átti mjög vel við mig.“ Eiginmaður Regínu er Birgir Pálsson, deildarstjóri hjá Advan ia. „Dætur okkar eru samtals þrjár. Ég á Ernu Maríu, sem er flugmaður og flugrekstrar fræðingur og starfar sem sérfræð ingur hjá Wow air, og Ýri, sem er fatahönnuður. Maðurinn minn á Auði Kolbrá, sem er laganemi. Birgir, eiginmaður minn, er mjög spenntur því Garðavöll­ urinn er í miklu uppáhaldi en við munum búa nálægt golfvellin­ um. Ég er aftur á móti byrjandi í golfíþróttinni og ekki ein af þessum forföllnu, það er nóg að einn í fjölskyldunni sé með bakteríuna. Ég hef meiri áhuga á fjallgöngum og hlakka til að takast á við Akrafjallið. Svo er Langisandur og svæðið þar í kring einstaklega fallegt og gott til útivistar.“ Þegar viðtalið var tekið fyrir jól var Regína að undirbúa að eyða jólunum á Kanaríeyjum ásamt eiginmanni sínum. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég held jól án dætranna og það er svolítið skrýtin tilfinning. En þetta er mjög góð leið til að hlaða batteríin fyrir nýju vinnuna. Við tökum jólapakkana með okkur – allavega þá hörðu en ég er með einar tíu bækur á óskalistanum þetta árið. Auður Ava, Auður Jónsdóttir og Kristín Eiríksdóttir skipa þar efstu sætin. Við kíkj­ um kannski í golf. Svo væri ekki verra að finna eins og eitt fjall til að klífa.“ Regína Ásvaldsdóttir – framkvæmdastjóri Festu og verðandi bæj arstjóri á Akranesi Nafn: Regína Ásvaldsdóttir Fæðingarstaður: Reykjavík, 30. júní 1960 Foreldrar: Ásvaldur Andrésson og Erna María Jóhannsdóttir Maki: Birgir Pálsson Börn: Erna María, Ýr og Auður Kolbrá Menntun: M.Sc. í breytingastjórnun og nýsköpun frá Háskólanum í Aberdeen. Cand.mag. í félagsráðgjöf og afbrota- fræði frá Háskólanum i Osló „Bæjarstjórastarfið heillar mig enda er Akranes flott sveitarfélag með frábæra íþrótta­ starfsemi og hefur einnig verið að gera mjög góða hluti í mannréttindamálum með því að taka mjög vel á móti flóttafólki.“ fóLk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.