Frjáls verslun - 01.10.2012, Qupperneq 146
146 FRJÁLS VERSLUN 11. 2012
Nova fagnaði fimm ára afmæli 1. desember sl. Nova á og rekur eigið 3G farsíma og
netkerfi og hefur auk þess
fengið 4Gtilraunaleyfi. Höfuð
stöðvar Nova eru í Lágmúla 9
en verslanir eru sex talsins; ein
í Lágmúla, tvær í Kringlunni, ein
í Smáralind, Akureyri og á Sel
fossi, auk þess sem vefverslun
er á nova.is. Guðrún Einarsdótt
ir er markaðsstjóri Nova.
„Nova hefur hlotið fjölda
viðurkenninga sem við erum
gríðarlega stolt af, en Nova var
valið markaðsfyrirtæki ársins
2009 af ÍMARK og aftur tilnefnt
til sömu verðlauna árið 2011.
Nova hefur tvö ár í röð hlotið
hæstu einkunn allra fyrirtækja
í Íslensku ánægjuvoginni og
jafnframt með ánægðustu
viðskiptavinina í farsímaþjón
ustu á Íslandi þrjú ár í röð
20092011. Einnig fékk Nova
íslensku vefverðlaunin 2010 fyrir
besta sölu og kynningarvefinn
en við höfum lagt mikla áherslu
á markaðssetningu og þjónustu
við viðskiptavini í gegnum netið.
Nýjasta viðurkenningin er svo
þegar Liv Bergþórsdóttir, fram
kvæmdastjóri Nova, var valin
markaðsmaður ársins 2012.
Ég hóf störf hjá Nova fyrir
tæpum sex árum en þá voru
starfs mennirnir tíu talsins. Nova
hefur stækkað mikið á þessum
tíma og markaðshlutdeildin er
orðin um 27% og starfsmenn
rúmlega hundrað. Starf mitt felst
í að stýra markaðsmálum Nova,
starfið er mjög skemmtilegt
og fjölbreytt og það er gaman
í vinnunni enda vinn ég með
frábæru fólki og mikið um hlátur
og gleði á stærsta skemmtistað
í heimi. Það er aldrei dauður
tími og alltaf mikið að gerast
enda er fjarskiptamarkaðurinn
líflegur og spennandi tímar
fram undan með 4G.“
Guðrún býr í Mosfellsbæ
ásamt krökkunum sínum þrem
ur, Andreu Ósk, 18 ára, Róbert
Orra, 10 ára, og Daníel Darra,
6 ára. Áður en Guðrún hóf
störf hjá Nova starfaði hún hjá
Icelandair og LSH (Barnaspítala
Hringsins). Hún útskrifaðist úr
viðskiptafræði með áherslu á
markaðsfræði og stjórnun frá
HÍ 2003.
„Hjá Nova er mjög öflugt fé
lagslíf sem gerir góða liðsheild
enn betri og góðan vinnustað
enn skemmtilegri. Við fórum
t.d. síðasta vor í óvissuferð til
London, starfsfólkið mætti út
á flugvöll á laugardagsmorgni
og vissi ekki hvert ferðinni var
heitið. Ferðin var í alla staði
frábær og við erum strax
byrjuð að huga að næstu ferð.
Einnig höfum við farið saman í
skíðaferðir til Akureyrar og eftir
fyrstu ferðina vaknaði áhugi
minn á því að stunda skíði.
Áhuginn er reyndar mun meiri
en hæfileikarnir og strákarnir
mínir strax orðnir miklu betri á
skíðum en ég, enda ekki mjög
erfitt að ná því.
Í frítímanum finnst mér einnig
gaman að ferðast og fara í
göngu ferðir. Ég fór í tvær frá
bærar göngur í sumar, annars
vegar fór ég Laugaveginn og
svo gekk ég yfir Esjuna og upp
í Kjós, ásamt því að fara í fleiri
styttri ferðir. Einnig fer mikið
af frítímanum í að fylgjast með
krökkunum mínum í íþróttum,
en dóttir mín spilar handbolta
með Fylki og strákarnir mínir
spila handbolta og fótbolta með
Aftur eldingu og því ófáar helgar
á sumrin sem fara í fótboltamót.“
Guðrún er ekki búin að
skipu leggja næstu ferðalög
erlendis en dreymir um að fara
til Brasilíu, en það er spurning
hvenær sú ferð verður farin.
Segist líklega munu fara næst
eitthvað í sól með krökkunum
sínum. „Hvað framtíðin ber í
skauti sér er enn óráðið þar
sem ég er ekki enn búin að
ákveða hvað ég ætla að verða
þegar ég verð stór.“
Guðrún Einarsdóttir
– markaðsstjóri Nova
Nafn: Guðrún Einarsdóttir
Fæðingarstaður: Hafnarfjörður,
9. febrúar 1975
Foreldrar: Einar Gylfason og Sigríður
Magnúsdóttir
Börn: Andrea Ósk, 18 ára, Róbert Orri,
10 ára, og Daníel Darri, 6 ára
Menntun: Viðskiptafræðingur
„Mikið af frítímanum fer í að fylgjast með krökkunum mínum í íþróttum, en dóttir mín
spilar handbolta með Fylki og strákarnir mínir spila handbolta og fótbolta með Aftur
eldingu og því ófáar helgar á sumrin sem fara í fótboltamót.“
fóLk