Þjóðlíf - 01.12.1990, Side 8

Þjóðlíf - 01.12.1990, Side 8
INNLENT Spilafíkn íslendinga: — en vinningshlutfall lækkar! s Islendingar eyða meira en fitnm milljörðum á ári í happdrœtti. Höfum aukið eyðsluna um rúman milljarð á þremur árum. Hvert heimili eyðir að meðaltali tœplega sex þúsundum króna á mánuði í happdrœtti. Um 3% einstaklinga haldnir ólœknandi spilafíkn. Unglingar veikir fyrir áhættuleikjunum. Gamalt fólk eyðir stundum ellilífeyrinum í bingóspil EVA MAGNÚSDÓTTIR, VILBORG DAVÍÐSDÓTTIR OG ÞÓRDÍS LILJA JENSDÓTTIR Aþessu ári eyða íslendingar að minnsta kosti fimm milljörðum króna í happdrætti af ýmsu tagi. Það þýðir að hvert heimili eyðir að jafnaði tæpum 70 þúsundum krónum á árinu eða rúmlega 5.800 krónum á mánuði. Ótrúlegt en satt. Og það sem meira er, sú spá manna að lottó íslenskrar getspár myndi taka mikla veltu frá öðrum happdrættum, virðist ekki hafa ræst. Markaðurinn hefur náð jafnvægi að nýju og landsmenn hafa aukið við sig happdrættiskaup um rúman millj- arð síðan árið 1986. Árin 1980-1987 jókst veltan um 67% en raunverulegt vinnings- hlutfall minnkaði á sama tíma um rúm 16%. Af veltutölum og samtölum við keppi- nauta lottósins má ætla að fyrstu tvö ár lottósins og skafmiðanna hafi fólk minnk- að nokkuð við sig kaup á hefðbundnu happdrættunum og þá sérstaklega get- raunaseðlum. Á síðustu misserum hefur velta Islenskra getrauna hins vegar farið upp á við á ný og nálgast nú þá tölu sem hún var fyrir tilkomu lottósins. Forstjórar flokkahappdrættanna segj- ast ekki hafa undan neinu að kvarta, salan sé hin sama og fyrr. Öðru máli gegnir um skafmiðana. Þeir nutu mikillar hylli í byrj- un en hún hefur minnkað mjög, að und- anskilinni Happaþrennu Háskóla íslands. Happaþrennan virðist hafa náð nokkru jafnvægi á markaðinum og selst fyrir um hálfan milljarð árlega. Velta flokkahapp- drættis Háskólans hefur minnkað nokkuð síðustu ár en Happaþrennan gerir meira en vinna þann missi upp. Þá er athyglisvert að árin 1980 til 1987 jókst velta um heil 67% en á sama tíma minnkaði hlutfall greiddra vinninga um 16,2%, eins og nánar verður skýrt. eftirfarandi töflu er tekin saman velta ársins 1989, það er að segja andvirði seldra miða. Allar tölur sem nefndar eru hér, bæði í töflu og annars staðar, eru framreiknaðar til meðalverðlags 1990. Hlutfall vinninga af prentuðum miðum er gefið upp í prósentutölum samkvæmt upplýsingum frá viðkomandi happdrætt- um. Taka verður með í reikninginn, þegar litið er á hlutfall vinninga úr spilakössum Rauða krossins(*), að flestir spila sem nemur vinningunum og fá því sömu krón- urnar til baka aftur og aftur. Veltutalan þar, er það sem eftir stendur þegar vinn- ingar hafa verið greiddir út, öfugt við önn- ur happdrætti í töflunni. Bingóin (**) eru einnig öðrum lögmálum háð þar sem ekki er gert ráð fyrir föstu vinningshlutfalli í tölvum þeirra. Vinningshlutfall bing- óanna er fundið með því að reikna út hlut- fall greiddra vinninga af veltu hvors árs og reikna af þeim meðaltal. Ekki lágu fyrir sundurliðaðar tölur um vinninga í bingói T emplarahallarinnar. Veltutala skyndihappdrætta og ýmissa skafmiða er fengin úr grein um happ- drættisfíkn íslendinga sem birtist í tíma- ritinu Frjáls verslun í ágúst árið 1989. Þar er hún áætluð 1573 milljónir, framreiknað frá árinu 1988. Framreiknuð til dagsins í dag verður hún 1792 miljónir. Samkvæmt þessu eyðir þjóðin tæplega 5,3 milljörðum í happdrætti á þessu ári. Gera verður ráð fyrir einhverjum skekkjumörkum þar sem sala skafmiða hefur dalað mjög síð- ustu misseri. í súluritinu má sjá betur skiptingu markaðarins á milli hinna ýmsu aðila. I máli forsvarsmanna hinna ýmsu happdrætta kom fram sú skoðun að happ- drættisfíkn þjóðarinnar væri hvorki meiri né minni en meðal nágrannaþjóðanna. Svo virðist þó vera að markaðurinn hafi auðveldlega tekið við þeirri viðbót sem lottóið var. Þegar skoðaðar eru veltutölur frá árinu 1986, fyrir tilkomu lottósins, kemur í ljós að eyðsla í happdrætti hefur aukist um rúman milljarð. jóðhagsstofnun hefur yfirlit yfir veltu flestra happdrættanna en tekur þó hvorki söfnunarkassa Rauða krossins né bingó templaranna með í útreikninga fyrir 8 ÞJÓÐLÍF
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.