Þjóðlíf - 01.12.1990, Qupperneq 10

Þjóðlíf - 01.12.1990, Qupperneq 10
INNLENT innkomu fyrir selda miða út aftur í vinn- inga, flest 7-20%. Dómsmálaráðuneytið setur það skilyrði fyrir veitingu leyfa að vinningshlutfall af útgefnum miðum sé 16,67%. En hvers vegna kaupir fólk happdrætt- ismiða, stingur 50 köllum í spila- kassa eða spilar bingó? Um það er fjallað nánar í viðtali við Jakob Smára sálfræðing, þ.e. spilafíknina, sem hrjáir fleiri en marga grunar. Það þurfa þó ekki allir að vera fíklar sem spila með, það er augljóst. Skýringarnar eru fleiri. í könnun sem Hagstofa Finn- lands gerði í september og október á síð- asta ári má finna ýmsar skýringar sem ef- laust má heimfæra upp á íslendinga. Könnun þessi tekur til allra tegunda happdrætta en sérstakri athygli var beint að spilakössum svipaðrar gerðar og söfn- unarkassar Rauða krossins. Úrtakið var um 2600 manns á aldrinum 13 til 74 ára. í könnuninni kemur fram að yngra fólk notar kassana í æ ríkari mæli sem tóm- stundagaman. Um 83% Finna hafa prófað spilakassa að minnsta kosti einu sinni. Þau 17% sem aldrei höfðu notað spilakassa voru aðallega konur og elsti aldurshópur- inn í úrtakinu. í ljós kom að langflestir spila fremur lítið og tilviljanakennt. Mikil eyðsla í spilakassa og reglubundin notkun þeirra fer saman samkvæmt könnuninni. 3% að- spurðra kváðust hafa eytt því sem svarar a.m.k. 1400 ísl. kr. í spilakassa síðasta mánuðinn. Af þessum hópi fastra gesta við spilakassana voru 80 af hundraði karl- menn, meirihluti þeirra verkamenn. Fjöldi notenda spilakassa hefur ekki aukist mikið síðustu ár í Finnlandi; töl- urnar eru svipaðar og árið 1986. Þeir sem Sama hvöt á hvarvetna hlut að máli; rekurmenn áfram hvar sem er íheiminum, —á spilavítum, bingókvöldum, við lottóið. Spenna, áhætta, löngun í vinning. 3% ráða ekki við sig og eru fíklar. spila prófa hins vegar fleiri tegundir kassa en áður, meira er lagt undir og oftar. Full- trúar yngstu kynslóðarinnar voru tíðustu gestirnir við spilakassana. í ljós kom að það er dæmigert fyrir skólabörn að þau spila oft en eyða ekki miklu í hvert skipti. Aðal ástæðan, sem aðspurðir báru við, fyrir notkun spilakassana var spennan; það að taka áhættuna. Þetta svar gáfu yfir 35%, flestir á aldrinum 18-24 ára en það er sá aldurshópur sem spilar einna mest. Tæpur þriðjungur kvaðst sækjast eftir fé- lagsskapnum og/eða tækifæri til að drepa tímann. Þeir sem gáfu þessi svör voru að- allega miðaldra fólk. Næstum jafnmargir sögðust spila til að græða peninga. í þeim hópi voru langflestir unglingar á skóla- aldri. Þegar á heildina er litið sýnist fram- kvæmdaaðila þessarar finnsku könn- unar að ekki sé mikið um vandamál tengd Rauði krossinn færir út kvíarnar Mikil fjölgun spilakassa ci sl. fjórum árum. Pókerkassar cí vínveitingastöðum. Rauði krossinn hefur fært út kvíarnar síðustu ár og hefur drjúgar tekjur af söfnunarkössum sínum. Kössum hefur verið fjölgað mjög. Þeir eru nú 225 talsins en voru 160 fyrir fjórum árum. Um helmingur kassanna eru á höfuðborgarsvæð- inu. Af þessum 225 kössum voru um 20 settir upp á vínveitingastöðum á þessu ári, svokallaðir pókerkassar. Af ágóða sem úr þeim kössum kemur fá Samtök áhuga- manna um áfengisvandamálið 35%. R.K.Í. gerði samning við S.Á.Á. um samstarf fyrr áþessu ári. Að sögn Magnúsar Snæbjörnssonar framkvæmdastjóra hjá R.K.Í. hafa pókerkassarnir nú greitt upp stofnkostnaðinn, þannig að á næsta ári ættu þeir að fara að skila eigendum sínum einhverjum hagnaði. Á næsta ári kemur síðan til framkvæmda svipaður samningur við Hjálparsveitir skáta, sem hafa farið illa út úr markaðsslagnum um skafmiðasöl- una. löglegu fjárhættuspilunum. Algengasta vandamálið var áráttan til að halda áfram að spila og leggja meira undir. Tæp 8% aðspurðra höfðu stundum fundið til þess- arar löngunar. 4% röktu peningaleysi til of mikillar spilamennsku, 2,5% fundu til sektarkenndar og skammar yfir því að spila og jafnmargir áttu við tilfmninga- togstreitu að stríða af þessum sökum. Enda þótt þessar síðastnefndu tölur séu byggðar á huglægu mati standa þær í bein- um tengslum við hversu mikið er spilað. Greinilegt var að því meira sem viðkom- andi spilaði því meira fann hann til ofan- greindra vandamála. I lokaorðum könnunarinnar kemur fram að fólk skiptist mjög í tvo hópa í afstöðu gagnvart löglegu fjárhættuspilun- um. Naumur meirihluti hefur ekkert á móti þeim en um þriðjungur er þeim and- snúinn og finnst spilamennska hluti af „slæmum lifnaðarháttum" eins og það er orðað. Að mati Magnúsar Snæbjörnssonar framkvæmdastjóra hjá R.K.Í. er hægt að heimfæra þessa finnsku könnun upp á ís- lendinga. Ef til vill er hér komið verðugt verkefni fyrir þá sem sjá um skoðanakann- anir á íslandi. Það er margs að spyrja: Hvað veldur því að þjóðin eyðir fimm milljörðum á ári í happdrætti og hvers vegna hefur eyðslan aukist jafnhratt og raun ber vitni á fáum árum? Er það von um skjóttekna peninga á tímum minnk- andi kaupmáttar, aukinn áhugi á að styðja verðug málefni eða landlæg spilafíkn sem hefur tekið kipp við tilkomu skafmiða og lottós? Svörin liggja ekki í augum uppi, en spurningarnar eru þess virði að leitað sé svara við þeim. 0 10 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.