Þjóðlíf - 01.12.1990, Qupperneq 11

Þjóðlíf - 01.12.1990, Qupperneq 11
✓ Spilafíkn Islendinga Bingó! Bingó! Bingó: „MARGIR ERU HREINIR FÍKLAR" Stór hluti þátttakenda spilar sex kvöld vikunnar fyrir tugþúsundir króna. Veltubœr Stórstúkunnar keypti Tónabíó fyrir 26 milljónir og setti Vinabœ á laggirnar. Lýsing á bingókvöldi í Vinabœ: Ávísanir geymdar til tíunda, þvíþá kemur ellilífeyririnn. „Erum skrefi á undan Seðlabankanum“ með útgáfu 10 þús. kr. bingóseðla VILBORG DAVÍÐSDÓTTIR „Það eru hátt í hundrað manns sem eru hreinir fíklar. Þetta fólk kemur hingað þrjú kvöld vikunnar og margir spila hin þrjú kvöldin í bingóinu í Templarahöll- inni. Venjuleg eyðsla í bingóblöð hjá þessu fólki er um 5000 krónur á kvöldi.“ Þetta segir ein af sjö starfstúlkum Veltu- bæjar, sjálfseignarstofnunar á vegum Stórstúku Islands, sem rekið hefur bingó í átta ár. ingóið hefur verið starfrækt í leigu- húsnæði á ýmsum stöðum, lengst af í Tónabæ. í sumar keypti Veltubær Tóna- bíó fyrir 26 miljónir og flutti þar inn eftir að gerðar höfðu verið endurbætur fyrir tugi miljóna króna til viðbótar. Og Tóna- bíó fékk nýtt nafn; Vinabær. Það er miðvikudagskvöld, rigningarúði og ekkert sérstakt um að vera í bænum. Og þó, á einum stað er eitthvað að gerast. Upp að gamla Tónabíói í Skipholtinu renna bílar í tugatali og út stígur fólk á ýmsum aldri. Leiðin liggur í Vinabæ; það er bingó í kvöld. Potturinn er 420.000 krónur og til mikils er að vinna. Inni eru þrír salir sem samtals rúma með góðu móti um 300 manns. Sá stærsti var áður sýningarsalur bíósins en tveir þeir minni miðasala og anddyri. Salirnir eru nær fullir af fólki, þó er ekki eins þétt setið í minni sölunum enda eru reykingar bannaðar þar. Uti í horni er sjoppa og þaðan berst ilmur af kaffi og nýbökuðum vöfflum. Búið er að gjörbreyta innréttingum og setja upp smekkleg borð og sæti í sýning- arsalinn; gólfið fær þó að halda gamla tröppuganginum. En í stað kvikmynda birtast nú á tjaldinu tölur og af svipbrigð- um þeirra sem sitja við borðin má ráða að þær séu engu minna spennandi en hinar æsilegustu hasarmyndir. í minni sölunum birtast tölurnar á stórum sjónvarpsskerm- um. æknin hefur haldið innreið sína og hvergi sjást lengur bingókúlur í hjóli. Á sviði gamla bíóhússins situr nú ung kona framan við tölvuskjá og les upp tölurnar með vélrænni flugfreyjuröddu: „Gunnar tveir. Gunnar tveir. Nikulás þrjátíuogsjö. Nikulás þrjátíuogsjö.“ Og svona áfram. Á milli borðanna þeytast starfstúlkur með bingóblöð, penna og límstifti. Límið er nauðsynlegt þeim sem kaupa mörg blöð til að hindra að þau fari á ferð og flug þegar penninn þeytist á milli þeirra í hita leiksins. Margir hafa raðað átta til tíu blöðum yfir borðin og í stuttu hléi á milli umferða eru blöðin límd saman með hraði og af mikilli leikni. Stöku sinn- um klappar fólkið saman höndum; því finnst of löng bið milli umferða. „Af þeim tvö hundruð sem eru hér inni í kvöld eru hátt í hundrað manns hreinlega fíklar. Þetta fólk kemur hingað þrjú kvöld vikunnar og margir spila hin þrjú kvöldin í bingóinu í Templarahöllinni. Venjulega eyðsla í bingóblöð hjá þessu fólki er um 5000 krónur á kvöldi,“ segir ein starfs- stúlknanna. „Fastagestirnir eiga „sín“ borð. Margir þeirra eru ótrúlega hjá- trúarfullir og verða hoppandi vondir ef einhver sest við þeirra borð. Við erum oft skammaðar, sérstaklega ef fólkið þarf að bíða eftir nýjum blöðum. Spennan er svo mikil.“ Stallsystir hennar tekur undir og bætir við: „Sumir eru gjaldþrota og koma til að reyna að bjarga sér út úr peninga- vandræðum.“ Af og til kallar einhver „Bingó!“ og stúlkurnar hlaupa eftir vinningunum og fleiri blöðum upp á aðra hæð. Þar sitja þeir Kristinn Vilhjálmsson framkvæmda- stjóri Veltubæjar og Guðlaugur Sig- mundsson aðstoðarmaður hans, í her- bergi sem áður var sýningarklefi Tóna- bíós. Stór gluggi snýr að salnum þannig að þeir sjá yfir hann en ekki sést inn; glugg- inn er spegill salarmegin. Þeir félagar, Kristinn og Gulli, hafa æ meira að gera eftir því sem líður á kvöldið. Sala bingóblaðanna er samviskusamlega færð í bók, peningarnir taldir og ávísanir flokkaðar. Sumar ávísananna eru stílaðar fram í tímann. Kristinn segir það stefnu Veltubæjar að veita enga aðra lánafyrir- greiðslu en þá að geyma ávísanir í nokkra daga. Flestir gúmmítékkarnir eru stílaðir á 10. dag mánaðarins enda þótt skammt sé liðið frá mánaðamótum. „Margir hér inni eru ellilífeyrisþegar og þann tíunda koma bæturnar,“ segir Kristinn til útskýringar. Ekki eru þó allir komnir á eftirlaun og annar stór hópur bingóspilara er fólk á aldrinum 20-35 ára. Þetta fólk virðist kaupa mun fleiri bingóblöð en eldra fólkið og Kristinn segist hafa orðið var við að þessi hópur hafí stækkað. „Eldra fólkið kemur hingað í leit að félagsskap. Það er farið að þekkjast og vill frekar eyða kvöld- inu svona en sitja heima með sjónvarpið eitt að félagsskap,“ segir hann. „Yngra fólkið er hér ef til vill frekar í þeim tilgangi að ná í auðtekna peninga.“ Spilaðar eru ellefu umferðir frá klukkan sjö að kvöldi til miðnættis. Vinningar eru misháir í hverri umferð. Fyrir bingó í einni láréttri röð af þeim fimm sem eru í reitnum fást alltaf 700 krónur en fyrir fimm raða bingó fást 5.000 kr. í fyrstu, þriðju og fjórðu umferð. Fyrir bingó á tveimur reitum í annarri umferð fást 25.000 krónur. Jafnhár vinn- ÞJÓÐLÍF 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.