Þjóðlíf - 01.12.1990, Side 14

Þjóðlíf - 01.12.1990, Side 14
INNLENT hefur tröllatrú á að afmælisdagar fjöl- skyldunnar færi þeim „stóra vinninginn“ í talnahappdrættum. Fjárhættuspilarar eru líka hjátrúafullir og fylgja gjarnan föstum reglum við spilaborðið. Sú hugmynda- fræði virðist vera vinsæl að örlög einstak- linga ráðist af því hvort „happadísirnar“ eru vinveittar þeim eða ekki. Vegna þess hve líkamleg einkenni þeirra sem háðir eru spilafíkn eru lítil getur liðið langur tími áður en nánustu ættingjar komast að hinu sanna. Mikil spenna og tilfinningakuldi eru helstu greinanlegu einkennin sem ættingjar verða varir við hjá spilasjúklingum. Fjár- hagur fjölskyldunnar og tengsl hennar innbyrðis bíða oft skaða ef til dæmis fjöl- skyldufaðirinn hefur stundað óhóflega spilamennsku í nokkurn tíma. „Meðferð við spilafíkn er erfið. Al- mennt er ekki litið á spilafíkn sem sjúk- dóm vegna þess hve erfitt er að skilgreina mörkin þar sem hegðunin er orðin sjúk- leg“ segir Jakob Smári. Algengt er að þeir sem þurfa á hjálp að halda leita ekki eftir henni sjálfir. Oft eru það nákomnir ætt- ingjar sem koma spilasjúklingnum í með- ferð. Bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi eru til meðferðarstofnanir fyrir spilasjúkl- inga sem byggja á sömu aðferðum og áfengisstofnanir. Spilafíkn er þess eðlis að hún leiðir oft til útskúfunar fjölskyldu og vina. Hjóna- skilnaðir, ótti og þunglyndi fylgja síðan í kjölfarið. Því er mikilvægt að sýna þeim sem fer í meðferð skilning og fordæma þá ekki. Árangursrík meðferð byggist á að viðkomandi sé tilbúinn til þess að fara í meðferð og að hann njóti félagslegs stuðn- ings fjölskyldu og vina. Með því eru meiri líkur til þess að takist að byggja einstak- Oftast er þátttakan saklaus, en gamanið tekur að kárna hjá spilafíklum. Það er sagt að það sé auðveldara fyrir áfengissjúkling að forðast áfengi heldur en það er fyrir spilasjúkling að forðast spilakassa, happdrætti og veðmál. Þrjú stig spilaf íknar Vinningsstig, tapstig og örvœnting Talið er algengast að spilamennskan hefjist á unglingsárum og að eftir u.þ.b. 5 ára stundun komi fyrstu sjúk- legu einkennin fram. Ferlinu hefur verið skipt upp í stig; vinningsstig ýtir undir áframhaldandi hegðun og allt miðast við að fá „stóra vinninginn“ sem oft jafngildir árslaun- um viðkomandi. Eftir að vinningurinn er í höfn er hætta á óraunsærri bjartsýni sem leiðir af sér annað stig sem nefnt hefur verið tapstigið. í kjölfar fleiri ós- igra og peningataps fer að bera á þriðja stiginu sem einkennist af örvæntingu. Þegar svo er komið miðast öll hegðun við að vinna upp tapið og viðkomandi leitar í örvæntingu eftir útgönguleið. Leiðir til úrlausnar á þessu stigi eru ólíkar. Með- ferð, afbrot og fangelsisvist í kjölfarið, brotthlaup og sjálfsmorð eru allt þekktar undankomuleiðir hjá spilasjúklingum. 0 linginn upp bæði félags- og fjárhagslega. Það sem gerir spilasjúklingum erfitt fyrir er hve áreitin sem halda fíkninni við er víða að finna. Auðveldara er fyrir áfengis- sjúkling að forðast áfengi heldur en það er fyrir spilasjúkling að forðast spilakassa, happdrætti og veðmál. Happdrætti, getraunir og þess háttar lukkuspil sem við þekkjum virðast ef fljótt er á litið vera skyld veðmálum og fjárhættuspilum. íslendingar hafa tekið mikinn þátt í flestum lukkuspilum sem hér hefur verið boðið upp á. Mörg góð- gerða-, líknar- og íþróttafélög byggja starfsemi sína að miklu leyti á þeim tekj- um sem þau fá í ágóða af happdrættum og lukkuspilum. Hið opinbera hefur ekkert við slíka starfsemi að athuga svo framar- lega sem tilskilin leyfi eru fyrir hendi. 14 ÞJÓÐLÍF
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.