Þjóðlíf - 01.12.1990, Side 15

Þjóðlíf - 01.12.1990, Side 15
(Mynd: Pétur) Aðspurður um skoðun sína á þessu seg- ir Jakob Smári: „Góðgerðasamtök sem standa á bak við happdrætti eru óbeint að vinna að hamingju eins hóps á kostnað annars.“ I þessu sambandi hefur verið bent á að allt það fé sem góðgerðastofnanir afla með þeim hætti að efna til happdrættis hefði mátt afla eftir öðrum leiðum. Fjárhætt- uspO og veðmál eru litin hornauga af sam- félaginu og eru ólögleg. En skyld fyrirbæri þar sem peningar eru lagðir undir njóta vinsælda meðal þjóðfélagsþegnanna og veltan er mikil. Á móti kemur að aðeins lítill hluti fólks hefur tilhneigingu til að missa stjórn á sér í veðmálum og spila- mennsku. Ætla má engu að síður að með auknum möguleikum til þess að „leggja undir“ og veðja á „réttan hest“ í þjóðfélag- inu aukist líkur á að fleiri en ella verði spilafíkn að bráð. 0 „Pá sparka þeir í spilakassana.." —Spilaástríðan herjar á fólk á öllum aldri en þó mest á unglingana, segir sextug kona sem sjálf sækir í spila- kassa. Unglingarnir sem hanga mest í spilakössunum eru margir á aldrinum 12-15 ára. Þeir sem eru á aldrinum 50- 60 ára og jafnvel eldri stunda einnig spilakassana. Stundum er spilað um stórar upphæðir, allt að 5000 krónum á einum og sama deginum. Konan sem kölluð er Sigrún segir að á BSÍ sé fastur kjarni sem spili á hverjum degi til að svala spilaástríðu sinni. Oftast tapi fólk í þessum kössum. „Lítill gróði vekur þó upp í fólki spenninginn um að stóri vinningurinn sé á næsta leiti. Aftur á móti er öllu sem vinnst gjarna skilað aftur í kassana þar sem fíknin kemur upp í fólki við það að eygja einhverjar vinningslíkur. Það virðist kveikja veru- lega í fólki að fá vinning hversu lítill sem hann er. Þetta fólk verður svo háð spila- mennskunni að það getur ekki hætt“, segir hún. Sigrún heldur áfram og segir að ungl- ingarnir spili mest út af spennunni sem sé samfara gróðravoninni. Það séu ekki miklar líkur á að þeir sem stunda spUa- kassana labbi út þaðan með mikinn gróða í vasanum. „Unglingarnir eru oft sárir og reiðir við kassana. Þeir skamm- ast og rífast og sparka jafnvel í kassana þegar illa gengur og spenna hefur færst í leikinn.“ „Konan min er svo leiðinleg" Að sögn starfsmanns í spilaklúbbi á höfuðborgarsvæðinu var mun meiri aðsókn þangað áður en pöbbamenn- ingin kom til sögunnar í Reykjavík. Menn sóttu spilaklúbbinn oft á tíðum til þess að kaupa sér þar áfengi. Þannig gátu þeir þjónað tveimur herrum, Bakk- usi og Mammoni. Margir kváðust sækja klúbbinn sinn í leit að félagsskap. Þarna gátu þeir falið sig fyrir heiminum í lok- uðum félagsskap. Spilafíknin tengist því mjög alkóhólisma. Margir spilafíklar eru að sama skapi alkóhólistar. Eftir að pöbbar spruttu upp eins og gorkúlur í bænum hefur aðsókn í lokaða spila- klúbba minnkað. Nú geta menn flúið á krána frá konu og heimili, samanber „konan mín er svo leiðinleg“. -em Konan var látin hætta Það er athyglisvert í okkar jafnréttis- þjóðfélagi að konur hafa ekki jafnt og karlar leiðst út í sjúklega spilamennsku. Að sögn starfsmanns eins spilaklúbbs í bænum fékk kona eitt sinn aðgang að klúbbnum en áður höfðu aðeins karl- menn fengið aðgang. Þetta olli miklu fjaðrafoki innan klúbbsins. Um síðir var hún var ekki talin falla inn í hópinn. „Kynin blandast illa saman á svona stað, sérstaklega ef vín er í spilinu“, sagði starfsmaðurinn. „Karlarnir vilja vera í friði fyrir konum á þessum stöðum. Þetta er einhvers konar flótti frá kon- um. —em konan látin hætta í klúbbnum þar sem Á vissum vinnustöðum er svo mikil spiladella í gangi að vinnan er látin víkja fyrir spilastokknum. Á leigubíl- astöð nokkurri reyndist oft á tíðum vera erfitt að ná sambandi þar sem starfsmenn voru önnum kafnir við spilin. Fyrir nokkrum árum varð togaraá- höfn á Vestfjörðum heltekin af þessari ástríðu. Lagðar voru undir stórar upp- hæðir. Sjómennirnir spiluðu upp á hlut- inn. Þeir sem töpuðu, spiluðu rassinn úr buxunum og voru blankir áður en þeir náðu landi. Sá sem græddi mest á tapi hinna félaganna gat glerjað heilt einbýl- ishús fyrir gróðann. -em ÞJÓÐLÍF 15
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.