Þjóðlíf - 01.12.1990, Side 16

Þjóðlíf - 01.12.1990, Side 16
INNLENT „EG GET EKKI HÆTT AÐ SPILA" „Það vita allir aðrir hvenær þeir eiga að hætta að spilasegir Siggi um sína spilamennsku. (Mynd: Gunnar) Spjallað við unglingagengi í spilasal: EVA MAGNÚSDÓTTIR „Það eina sem maður vinnur í þessum spilakössum er þjálfun fyrir heilann og skerpuna. Maður eyðir ekkert miklum peningum í kassana. Það kostar bara þrjátíu kall í suma og fimmtíu kall í aðra,“ segir Y drýgindalega. ið erum stödd í spilasal, þar sem unglingagengi er m.a. að leika billj- ard. Krakkarnir eru ómyrkir í máli. Strákarnir segjast ekki eyða öllum vasa- peningunum í spilakassana því þeir væru notaðir í annað, þ.e. áfengi og sígarettur. Sumir fá peninga hjá foreldrum sínum en aðrir hafa hætt í skóla og stunda vinnu. „Það er gaman að hanga á billjardstof- unni, allavega betra en að hanga heima hjá pabba og mömmu og glápa á video. Það er ýmislegt sem maður leggur á sig til að komast hingað eða frá fjölskyldunni. Þetta er ekki neitt svona spilavíti sko“, segir Jónas og hlær. „Við erum engir spilasjúklingar, ja nema Siggi“, segja allir í einu og benda á Sigga. „Siggi er allur í Rauða krossinum, hann er alveg spilasjúkur.“ Siggi er greini- lega mjög meðvitaður um þetta almenna álit félaganna og kippir sér ekkert upp við að viðurkenna að hann sé forfallinn spila- sjúklingur. „Þetta er alveg rosalega gam- an, þetta er svo spennandi“, segir Siggi og brosir út að eyrum og heldur áfram: „Það er svo spennandi að vita hvort maður geti grætt. Ég kaupi stundum skafmiða líka, allt til að græða peninga.“ „Ég kaupi stundum skafmiða eða gerði það einu sinni“, segir Jónas og fær sér stóran sopa. „Hann er svo nískur greyið, hann tímir ekki að kaupa sér skafmiða,“ segir enn einn í hópnum og slær á öxlina á Jónasi. „Ég keypti mér einu sinni þrjá skafmiða í einu og vann þúsund kall, þá fór ég bara og keypti fleiri. Ég vonaðist til að geta unnið meira, þetta var svo spenn- andi sko“, segir Jónas. „Ef þig vantar að finna spilasjúklinga þá ættirðu að fara niður á X- sal. Þar hittirðu sko spilasjúklinga. Ef þú færir þar inn með þúsund kall, kæmirðu með tóma vasa út aftur. Þeir sníkja svo mikið af fólki til að geta spilað. Þeir eru orðnir eins og spila- kassar í framan og farnir að tala eins og spilakassar", segir Jónas og er mikið niðri fyrir að koma þessum upplýsingum á framfæri. Hvar afla unglingarnir fjár til að spila? „Sumir eru löngu hættir í skóla og farnir að vinna. Aðrir stela veskjum frá gömlum konum á götunni. Það eru margir sem brjótast inn eða stela úr stöðumælum. Það er ekkert mál að redda sér peningum ef maður vill“, segir Jónas og og er drjúgur með sig. „Siggi er sko spilasjúkur, ef hann vantar pening þá ræðst hann á Rauða krossinn. Hann getur ekki hætt að spila þó hann vildi.“ „Ef þú horfir í augun á Sigga, þá sérðu svona spilakassa. Ef hann labbar niður Laugaveginn og á pening þá þarf hann að stoppa í hverri einustu sjoppu á leiðinni. Hann er algerlega spilasjúkur", segir Yngvar og bendir á Sigga. „Þetta er alveg dagsatt“, segir Siggi og er ákafur í að fullvissa okkur um spilasýki sína. Hann hefur greinilega hækkað í áliti hjá félögum sínum við að vera haldinn þessari áráttu. „Ég fór með fimm þúsund kall í Rauða krossinn um daginn. Ég tap- aði því öllu. Ég byrjaði að spila klukkan tíu um kvöldið og var búinn með pening- inn klukkan tólf‘, segir Siggi. „Já, ef hann græðir ekki þá verður hann svo vondur að hann verður alltaf að reyna aftur“, segir Kjartan og hlær að félaga sínum. Siggi viðurkennir að þetta sé rétt. Siggi heldur áfram og gortar nú af því að hann fái peninga hjá foreldrum sínum. „Þetta er ekkert mál, ég fæ peninga hjá pabba og mömmu. Stundum safna ég í viku og spila svo fyrir alla peningana á einu kvöldi.“ Við áttum nú svolítið erfitt með að trúa þessu síðasta að foreldrar hans viti hvernig hann eyðir peningunum. Okkur fannst einnig erfitt að leggja trúnað á að foreldrarnir létu af hendi allt að fimm þúsund krónur á kvöldi. Siggi kvað for- eldra sína vita að hann eyddi öllu í spila- kassana. „Það skiptir engu máli“, segir hann. „Ég gæti alveg hætt að spila ef ég vildi. Ef ég væri að safna mér fyrir hjóli eða einhverju öðru. Ég spila ekki núna því ég er farinn að heiman og á engan pening.“ Siggi heldur áfram lýsingu sinni: „Ég spilaði ekki svo mikið þar sem ég var að vinna, því þar voru ekki spilakassar held- ur leiktæki. Það er ekkert spennandi við það. Það er svo gaman að taka áhættu í peningaspili. Annaðhvort vinnur maður helling eða tapar öllu. Það er hægt að græða svo mikið.“ Siggi var inntur eftir því hvað hann gerði þegar hann græddi? „Ég held auðvit- að áfram að spila þar til ég tapa öllu. Það vita allir aðrir hvenær þeir eiga að hætta. Ég get ekki hætt fyrr en peningurinn er búinn. Ég gæti kannski unnið eitthvað meira. Þetta er það skemmtilegasta sem hægt er að gera.“ 0 16 ÞJÓÐLÍF
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.