Þjóðlíf - 01.12.1990, Side 18

Þjóðlíf - 01.12.1990, Side 18
INNLENT „ÞVÍ SEM MAÐURINN ANN - ÞAÐ VIRÐIR HANN/# Pað þarf að innrœta börnum ást til náttúru landsins. — Lausagöngu búfjár verður skilyrðislaust að leggja niður. Hrossafjöldinn í landinu orðinn ískyggilegur. — Eg myndi girða Landmannalaugar mannheldri girðingu, segir Steindór Steindórsson frá Hlöðum GUNNSTEINN ÓLAFSSON Fáir hafa unnið jafn mikið að gróður- rannsóknum á Islandi og Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Hann hefur verið óhemju afkastamikill fræðimaður, skrifað bækur og greinar og í haust kom út ritgerð eftir hann hjá Landvernd þar sem hann getur sér til um gróðurmörk á íslandi eins og þau gætu hafa verið um landnám. Tíðindamaður Þjóðlífs spjall- aði við hann góða stund um gróðurrann- sóknir hans og ferðir á hálendi landsins. — Ég hóf gróðurrannsóknir sumarið 1930 á því að kanna þær gróðurbreytingar sem yrðu við áhrif Flóaáveitunnar og varð það til þess að ég ef til vill veitti votlendi meiri athygli en öðrum gróðurlendum. Rannsóknir mínar snérust einkum um vistfræði plantnanna, hvernig þær skipa sér niður í meira eða minna fastmótað samfélag eftir umhverfi og staðháttum. Vann ég að því á nær hverju sumri fram til 1966. Áður hafði sá þáttur verið lítt kann- aður nema í megindráttum, þ.e. hin aðal- gróðurlendin svo sem mýri, mói, valllendi o.s.frv. Ég tók að kanna hin smærri sam- félög og notaði við það talningu tegunda og hlutfall einstakra tegunda í gróðurþekj- unni, sem þá var orðið títt, en ekki hafði verið gert hérlendis nema af dönskum grasafræðingi sem vann hér sumurin 1925 og 1931, — hann fór að vísu ekki víða en vann vel. — Einn meginþáttur í rannsóknum mínum var hálendisgróðurinn. Hann hafði lítt verið kannaður og flestir sem þar höfðu verið að verki sinnt öðrum viðfangs- efnum. Mér auðnaðist að fara um mikinn hluta miðhálendis Islands og gera grein fyrir gróðri þess. — Upphaf hálendisrannsókna minna var að ég slóst í för með Pálma Hannes- syni rektor 1931 er hann fór að kanna Landmannaleið og gera nýjan uppdrátt af umhverfi hennar og Torfajökulssvæðis- ins. Mjög fáir þekktu þá þetta landsvæði aðrir en heimamenn nærsveitanna sem fóru þar um í fjárleitum. Fáa hefði grunað þá að þetta yrði eitt fjölsóttasta ferða- mannasvæði landsins. Síðan fórum við Pálmi rektor þrjá stórleiðangra saman um hálendið. Nokkrar öræfaferðir fór ég einn með fylgdarmanni. Allar þessar ferðir voru farnar á hestum. — Árið 1955 hóf dr. Björn Jóhannes- son máls á því við mig, hvort ég vildi ekki taka þátt í skoðunarferð upp í hálendið, til að kanna hvort ekki mætti gera gróður- kort eftir loftmyndum. Varð Gnúpverja- afréttur fyrir valinu. En tilgangurinn með slíkri kortagerð var að fá grundvöll til að meta beitarþol á afréttum. Þessi tilrauna- könnun tókst svo vel, að Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins afréð að láta gera gróðurkort af öllu landinu. — Hefir Ingvi Þorsteinsson magister stjórnað þessari kortagerð. Vann ég með kortagerðarflokknum á hverju sumri til —Hóf gróðurrannsóknir árið 1930. Steindór i vinnustofu sinni norður á Akureyri. 1966, er ég tók við skólameistaraembætt- inu við Menntaskólann á Akureyri. Síðar vann ég með Ingva og flokki hans í Eystri- byggð á Grænlandi 1977—81. Voru skil- greiningar mínar og lýsingar á gróðursam- félögum lagðar til grundvallar í gróður- kortagerðinni. — Háplöntuflóra Islands er fáskrúðug eða um 450 tegundir. Kannaði ég út- breiðslu þeirra hvar sem ég fór. Við athug- un komst ég að þeirri niðurstöðu að um 100 tegundir hefðu flust inn með mönnum síðan land var numið, fyrst með farangri og fénaði landnámsmanna og síðan er ræktun hófst fyrir alvöru á þessari öld. Tegundafæð flórunnar má aðallega rekja til einangrunar landsins og hve hinar nátt- úrulegu dreifingarleiðir plantna eru lang- ar. — Fram um síðustu aldamót var sú skoðun drottnandi að fullkomin ördeyða hefði verið á jökultímanum og landið allt hulið jökli. En á fyrstu tugum þessarar aldar leiddu norrænir grasafræðingar rök að því að auð svæði hefðu verið innan ísaldarjökulsins í hálendi Skandinavíu. Þar hefðu harðgerar plöntur getað lifað. Útbreiðsla tegunda á þessum svæðum benti ótvírætt í þessa átt. Mætti kalla þau gróðureyjar. — Ég veitti því athygli að allmargar tegundir líkt og þjöppuðust saman á til- teknum svæðum hér á landi, t.d. á Trölla- skaga, þar sem landslag benti til það gætu hafa verið jökullaus svæði. Meðal þeirra reyndust vera ýmsar sömu tegundirnar og á gróðureyjunum í Skandinavíu. En margar aðrar harðgerar tegundir hefðu einnig getað lifað af jökultímann og breiðst þaðan er jöklana leysti, en „eyja“ tegundirnar ekki náð að dreifast einhverra hluta vegna. Meðal hinna hugsanlegu er t.d. birkið, eina skógartréð á íslandi. — Það var lengi trú manna að þar sem birkið væri eina skógartréð hér, gætu ekki 18 ÞJÓÐLÍF
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.