Þjóðlíf - 01.12.1990, Page 19

Þjóðlíf - 01.12.1990, Page 19
önnur skógartré lifað hér og dafnað. En mála sannast mun það að birkið lifði frá fyrri tíð og barrviðirnir komust ekki hing- að af sjálfsdáðum, en reynsla nútímans sýnir að ýmsar tegundir þeirra, t.d. lerki og stafafura dafna hér vel og þroska fræ. Gefur það vonir um að hér megi rækta nytjaskóg eins og nú eru miklar áætlanir um, en mikils er um vert að skóggræðslu- átakið á Fljótsdalshéraði heppnist vel og sneitt verði hjá mistökum. — Þá er ekki síður mikilvægt átakið um ræktun landgræðsluskóga, bæði til að græða blásið land og varna meiri landeyð- ingu. Uppblásturinn, gróðureyðingin, er ægilegt fyrirbæri. Enginn gróður varnar uppblæstri eins og skógurinn, þótt lágvax- inn sé. Upphaf gróðureyðingarinnar má að miklu leyti rekja til þess að menn eyddu —Enginn minnist á ískyggilegan hrossafjölda í landinu. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. skógunum allt frá landnámi til vorra daga, sumpart af illri nauðsyn í baráttunni fyrir lífinu, en einnig kom þar til þekkingar- skortur og kæruleysi. Hún er að mörgu leyti táknræn sögnin um byggðarlag eitt á Suðurlandi, þar sem sandfok ofan af öræf- um var tekið að herja á skógarkjarr efst í byggðinni, en bændurnir tóku sig þá til og hjuggu kjarrið svo að það færi ekki á kaf í sandinn. Afleiðingin varð sú að drjúgur hluti byggðarinnar varð uppblæstrinum að bráð og eyddist gjörsamlega. Svipað gerð- ist um land allt. Ekkert hamlaði lengur gegn eyðingu af völdum vatns og vinda og búfénaðurinn lagðist á eitt með náttúru- öflunum að eyða hinum viðkvæma gróðri. — Færa má rök að því eftir örnefnum, ferðalýsingum og sögnum, að nær samfellt gróið land hefir verið milli byggða um Kjöl sunnan frá Biskupstungum og norð- ur í Húnaþing. Nú er góðu heilli tekið að spyrna við fótum og græða sárin. En þar dugir ekki eingöngu að sá í hin eyddu svæði jafnvel þótt áburður fylgi. Mestu varðar að friða landið algerlega meðan gróðurinn er að ná sér á strik. Hornstrand- ir eru skýrasta dæmið um hverju friðunin ein fær valdið. Þar líkja sumir gróðrinum við skrúðgarð og víst er að sá útkjálki er orðinn býsna fjölsótt ferðamannaland og allir lofa gróðursældina. — Eg er svo gamaldags að telja fásinnu að leggja niður sauðfjárbúskap. En lausa- göngu búfjár verður skilyrðislaust að leggja niður. Unnt er með allmikilli ná- kvæmni að meta beitarþol lands og eftir því verður að haga fjárfjöldanum í hverju beitarhólfi. En annars þykir mér menn einblína um of á sauðféð. Hrossafjöldinn í landinu er ískyggilegur og ef til vil mestur í þéttbýlinu, þar sem jafnvel ein fjölskylda á tug hrossa sér til skemmtunar. Á það minnist enginn. Gagnsemi friðunar sást best á mæðiveikiárunum þegar afréttir voru sauðlausar nokkur ár vegna niður- skurðar fjárins. Það sá ég greinilega á rannsóknarferðum mínum. Þú hefur ferðast mikið. Hvað sýnist þér um Island sem ferðamannaland og ferðalög fyrr og nú? — Þegar ég hóf ferðalög um 1930 var hesturinn enn aðalfarartækið og allt fram á sjötta tug aldarinnar varð ekki farið nema á hestum um hálendið. Þá var ekkert gert til að greiða fyrir ferðamönnum inn í óbyggðir nema leitarmannakofar, oft lé- legir og engir vegir nema troðningar. Fáir lögðu leið sína þangað að nauðsynjalausu og naumast aðrir útlendingar en örfáir vís- indamenn, enda var það býsna mikið fyrirtæki að fara í öræfaleiðangur á hest- um. — Nú ferðast tugþúsundir manna inn á öræfi á hverju sumri. Bílaslóðir eru um allt og mörg góð sæluhús. Ferðamanna- þjónusta er mikilvæg atvinnugrein og fer vaxandi, enda er íslensk náttúra einstæð og laðar menn til sín því meir sem menn kynnast henni betur. — En aukinni umferð fylgir hætta ekki síður en ofbeitinni. Það er lítil prýði ef auðnir og sandar eru útkrossuð af bílaslóð- um og gróðurvinjarnar sem margar eru mestu djásn öræfanna eru viðkvæmar og þola mjög takmarkaða umferð. Ég minn- ist þá Landmannalauga. Þær vildi ég helst girða mannheldri girðingu enda nóg að una við þar í litadýrð og formum fjallanna allt í kring. Það þarf að innræta ferða- mönnum og öðrum að umgangast náttúru landsins, jafnt auðnir sem gróið land með umhyggju og virðingu. Sóðaleg umgengni um náttúruna er jafnmikill skrælingja- háttur og að vaða forugur inn í skrauthýsi og fágaða mannabústaði. — Þú spurðir mig áðan hvað ætti að gera til úrbóta, því verður seint fullsvarað. En í fljótu bragði kemur mér þetta fyrst í hug: Gera þarf sæmilega vel færar ökuleið- ir að eftirsóttum stöðum og banna strang- lega akstur utan þeirra. Merkja þarf vand- lega gönguslóðir, bæði til að forðast of mikinn ágang á viðkvæmar gróðurvinjar og svo að menn ani ekki út á hættusvæði. Merkja þarf vöð á ám og benda þar á hætt- ur. Sæluhús og tjaldstæði séu svo fjarri gróðurvinjum sem fært þykir og þar sé aðstaða til að fjarlægja eða koma fyrir sorpi og úrgangi. Leiðsögumönnum og farar- stjórum hópa sé skylt að sjá um að farið verði eftir settum reglum um alla um- gengni. Einnig sé þeim skylt að þekkja það mikið til náttúru landsins að þeir geti leiðbeint um gróður, fuglalíf og helstu jarðmyndanir. Þeir geti einnig gert þess fulla grein hvað varast beri í umgengni við náttúruna. I öllum grunnskólum verði náttúrufræði kennd rækilega og þá ekki gleymt að kenna börnum og unglingum að þekkja allar algengustu plöntur, fugla og önnur dýr. En það virðist mér allmjög skorta á, jafnvel hef ég hitt stúdenta sem lært höfðu líffræði í háskóla — sem vitan- lega voru vel lærðir í hinni flóknari líffræði - en litu smáum augum á þessi frumatriði. En umfram allt þaf að innræta börnum ást til náttúru landsins. Því sem maðurinn ann, það virðir hann, og það ungur nem- ur, gamall temur. 0 —Mestu varðar að friða landið algerlega með- an gróðurinn eraðná sérá strik. Steindór með fyrsta bindi bókaflokksins Landið þitt — ís- land, sem hann skrifaði ásamt öðrum. ÞJÓÐLÍF 19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.