Þjóðlíf - 01.12.1990, Side 34

Þjóðlíf - 01.12.1990, Side 34
ERLENT Fegrunaraðgerðir á börnum Á síðustu fimm árum hafa fegrunaraðgerðir á bandarískum börnum og unglingum tvöfaidast að sögn sérfræðinga. Fjórtán ára gömul börn láta fjarlægja fitulag af mjöðmum, draga úr útstæðum eyrum, minnka nef og hækka kinnbein, jafnvel stækka brjóst með silikoni. Millistéttarforeldrar virðast reiðu- búnir til að greiða háar upphæðir fyrir þessar fegrunaraðgerðir. Að mati skurðlæknisins Peralmans Hicks standa óskir foreldra um hið fullkomna barn að baki þessum aðgerðum. Hann hefur það eftir unglingunum að foreldrar hafi gagnrýnt útlit þeirra. Unglingar af asískum uppruna og svertingjar láta líka gera breytingar á sér til að uppræta séreinkenni og falla inn í meintar fegurðarhugmyndir hinna hvítu. En sérfræðingarnir segja að oft byrji vandamálin fyrst eftir aðgerðirnar, þegar unglingarnir uppgötva að erfiðleikarnir í lífinu hverfi ekki með hinu marghat- aða nefi eða útstæðum eyrum... Barbara og George Bush forsetahjón í Bandaríkjunum hafa helgað vísindunum líkama sína þegar þar að kemur. Frú Barbara gekk skrefí lengra og undirritaði „hinsta vilja“sinn um að það xtti að aðstoða hana við að deyja ef svo bæri undir. „Ég hef látið svæfa uppáhalds hundinn minn afþví ég vildi ekki að dýrið þyrfti að þjást lengur. Ég vona að mér verði sýnd hliðstxð miskunn“... Hinn 52 ára gamli falsari Konrad Kujau, sem er m.a. þekktur fyrir falsanir sfnar á dagbókum Hitlers, er stöðugt á höttunum eftir góðum bísniss. Hann hefur nú þróað rússneska hermannabúninga fyrir vestur- landastúlkur. 1 sjónvarpsútsendingu þar sem hann kynnti þetta nýja sköpunarverk sitt, kvað hann Gorbatsjof þurfa peninga. ..Gorbatsjof ætti að selja rússneska einkennisbúninga og fá vestrænan gjaldeyri í staðinn". Óvæntur árangur öfgamanns Einn af fyrrverandi forystu- mönnum Ku-Klux-Klan hreyf- ingarinnar í Bandaríkjunum olli miklum ótta í öldungar- deildarkosningunum með því að fá 44% atkvæðanna í Lou- isiana, þar sem hann bauð sig fram sem óháður. Hann fékk tvöfalt fleiri atkvæði en skoðanakannanastofnanir höfðu spáð honum. Fram- bjóðandinn, sem hefur út- breitt nasistabókmenntir og heldur því fram að þátttaka Bandaríkjanna í stríðinu gegn Hitler hafi verið mistök, fékk meira að segja um 60% stuðning meðal hvítra kjós- enda. Bennett Johnson mót- frambjóðandi hans og þing- maður demókrata náði naumum sigri einungis vegna þess að hörundsdökkir kjós- endur, sem eru fjórðungur kjósenda í Louisiana, greiddu einróma atkvæði gegn Ku- Klux-Klan manninum fyrrver- andi. Duke er talinn hafa náð svo góðum árangri meðal millistéttarkana, sem óttast efnahagssamdráttinn. Nú hyggst Duke safna saman þeim 20% erkiíhaldssamra kjósenda sem sérfræðingar telja að séu í Bandaríkjunum. Ef hann færi í forsetaframboð 1992 gæti hann náð atkvæð- um fyrst og fremst frá George Bush á hægri væng Repúblikanaflokksins... Duke. 34 ÞJÓÐLÍF
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.