Þjóðlíf - 01.12.1990, Blaðsíða 39

Þjóðlíf - 01.12.1990, Blaðsíða 39
„Þegar vonin, trúin ogkjarkurinn virtust áþrotum, reis einn maðurupp..., staðráðinníað bjóða örlögunum byrginn“. Foringjadýrkunin átti sér líka rætur ínorrænum menningararíi. Kennurum er ráðlagt að æfa sig í upp- lestri, svo að þeir geti lesið fyrir nemendur sína úr Eddukvæðum og öðrum íslensk- um fornritum af nægilegri innlifun. Kennslan á að miða að því að þýsk ung- menni taki sér Gunnar, Héðin og Njál til fyrirmyndar og læri að hugsa og finna til á líkan hátt og ódauðlegar hetjur íslenskrar sögualdar. Hinir fornu kappar voru fljótir að snúast til varnar, ef æra þeirra var í húfi. Þennan þankagang eiga nemendur í þýskum skólum að læra. Þar með verða þeir hæfari til að bregðast við þeirri smán sem Þýskaland mátti þola í kjölfar ósigurs síns í fyrra stríði. íslenskir fornkappar eiga m.ö.o. að vekja æskuna til dáða og glæða með henni trú á vopnaskaki og víga- ferlum. Þessi boðskapur var í fyllsta samræmi við þá söguspeki sem haldið var að nem- endum í lestrarbókum. Þar var sá vísdóm- ur borinn á borð, að sigurþjóðirnar hefðu reynt að þurrka Þýskaland út af kortinu eftir að fyrri heimsstyrjöld lauk. „Markmiðið var að gera út af við þjóð sem hafði varið sig af heiðarleika og sanngirni! Það átti að gera Þjóðverja að þrælum og annars flokks þjóð! Þessi örlög voru ætluð ófæddum börnum þýskra mæðra! Þýska- land átti ekki lengur að fá að vera til, Þýskaland átti að líða undir lok . . . “ „Þá, þegar örvæntingin hafði náð undir- tökum, þegar vonin, trúin og kjarkurinn virtust á þrotum, reis einn maður upp..., staðráðinn í að bjóða örlögunum byrg- inn...“ framhaldi af þeim orðum eru nemend- ur hvattir til að festa sér í minni, að nasisminn hafi verið „þýsk örlög“ og þeir skuli vera Foringja sínum og föðurlandi trúir fram í dauðann. Þvínæst eru þeir fræddir á því, að gyðingar hafi eitrað bæði sálir og líkama Þjóðverja og ekki megi láta neins ófreistað til að gera þá illu veiru óskaðlega. I öðrum lesköflum er ágæti ýmissa stofnana, svo sem SS, rómað, auk þess sem nemendum er veitt undirstaða í táknfræði og „helgisiðum“ nasismans. Þar fær hakakrossinn að sjálfsögðu veglegan sess, enda talinn arfur frá þeim tíma, þegar „norrænt blóð var að breiðast út um heiminn“ . Baráttan um barnssálina snerist um fleira en það eitt að innræta þýskum ung- mennum hollustu við flokkinn og For- ingjann. Hlutverkaskipan kynjanna, mik- ilvægi fjölskyldunnar og staða konunnar skipuðu jafnframt veglegt rúm í þessum fræðum. Þó að hlutverk konunnar sé fyrst og fremst að hokra yfir pottunum, getur hún eigi að síður orðið að grípa til vopna og hlaupa í skarðið fyrir mann sinn á erfið- um tímum „líkt og kvinnur germanskra forfara þjóðarinnar urðu að gera.“ Það er einnig mikilvægt, að þýskar konur temji sér skírlífi og tryggð. í þeim efnum geta þær ýmislegt lært af frænkum sínum, sem ólu manninn á Islandi til forna. „Islend- ingasögur sýna okkur stúlkur sem áttu æruna undir hreinleika sínum.“ Nemend- ur verða líka að skilja, að Þjóðverjar eiga hetjulund, herskátt eðli og aðra kosti norr- ænum uppruna sínum og norrænu blóði að þakka. Þess vegna verður þjóðin að vera á varðbergi gagnvart hvers kyns blóð- ÞJÓÐLÍF 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.