Þjóðlíf - 01.12.1990, Page 47

Þjóðlíf - 01.12.1990, Page 47
HEFGAMAN AF VILLIKÖTTUM Guðrún Helgadóttir: Bók Einars krydduð með hálfri heimsmenningunni. — Eftir Guðrúnu kemur bœði út spennusaga fyrir fólk á öllum aldri og saga fyrir börn ÓSKAR GUÐMUNDSSON Guðrún Helgadóttir. Tværbækurfyrirjólin;spcnnusagan Und- an illgresinu og Núna heitir hann bara Pétur. —Mér flnnst alltaf skemmilegt að lesa það sem kornungt fólk skrifar, því að slíku fólki er svo mikið niðri fyrir, segir Guðrún Helgadóttir forseti Sameinaðs og rithöfundur. Þjóðlíf innti hana eftir því hvort hún hefði séð einhverjar bækur á jólavertíðinni, en eftir hana sjálfa komu út tvær bækur á dögunum. — Ég afkasta nú ekki miklu í lestri fagur- bókmennta þessa dagana. Til þess þarf ég meira næði en annir Alþingis leyfa. Og sama má segja um tónlistina, henni verður að sinna í ró og friði. Eftir langan vinnu- dag við lestur þingskjala eru dönsku blöð- in oft hámark lestrargetu minnar - nú eða Þjóðlíf! — Samt las ég nýlega nýja skáldsögu, Einar Heimisson höfundur Villikatta íBúdap- est. Villiketti í Búdapest, eftir Einar Heimis- son og hafði gaman af. Mér finnst alltaf skemmtilegt að lesa það sem kornungt fólk skrifar, því að slíku fólki er svo mikið niðri fyrir að öllu ægir saman, óbeisluðum tilfinningum, óljósum stjórnmálaskoðun- um, óskiljanlegum samböndum kynj- anna, og sé þetta kryddað með hálfri heimsmenningunni þykir mér voða gam- an. En ég er heldur ekki annarra bók- menntagagnrýnandi en minn eigin. — Það getur vel verið að einhverja galla megi finna á bók Einars varðandi bygg- ingu og stíl, en hún hrærir þó við því sem við verðum öll að slást við; einsemd, ást, leit að samastað í tilverunni, þrá eftir því fagra og góða í vondum heimi, ótta við upplausnina. Og Einar þorir að breiða þetta yfir okkur hin í stað þess að vefja sjálfan sig í því svo að hvergi megi sjást í hann. Það er kannski af því að mér leiðast svo mikið bækur sem ég skil ekki, bækur um villuráf höfunda í eigin hugarheimi sem er vanalega og af ásettu ráði lokaður öðru fólki, að mér fannst gaman að lesa bók Einars. Hann á mikið ólært, en hann er með orkubúið á staðnum. — Ha,égsjálf. Jú, ég sendi tvær bækur á markað nú um jólin. Önnur er ætluð fólki frá tíu ára aldri, hin fólki frá eins til tveggja ára aldri. Ég vona svo að lesarar þeirra hafi líka nokkurt gaman af. — Undan illgresinu er spennusaga og er byggð sem slík. Einkennilegir atburðir gerast, mál flækjast og síðan er leyst úr flækjunni. Ég hef haldið því fram að eng- inn munur sé á því að skrifa skáldverk fyrir börn og skáldverk fyrir fullorðna að því er tekur til byggingar, su'ls og per- sónugerðar, og að þessu sinni hef ég valið spennusöguformið. Svo vona ég að ýmis- legt sem hendi unga og aldna í sögunni komi einhverjum við. — Núna heitir hann bara Pétur, er tuttugu ára gömul flökkusaga úr fjöl- skyldunni, sem aldrei var til á blaði. Ég var hins vegar oft beðin um að segja sög- una um hann Pétur, því hún býður upp á töluvert leikræn tilþrif. Eins og glöggir foreldrar munu sjá, varð sagan til að gefnu tilefni og átti að þjóna ákveðnum tilgangi! — í sumar kom ég svo til sonar míns og fjölskyldu hans í Árósum og sonarsynir mínir báðu enn um söguna. Hörður sonur hafði orð á því að ég ætti nú bara að setjast niður og skrifa þessa vinsælu sögu niður meðan ég dveldist já þeim. Ég kastaði þá fram að ég gæti gert það, en þá yrði hann að myndskreyta! Hann er enginn fagmað- ur á því sviði, en ágætlega listrænn. Og úr þessu varð, og nú er Pétur loksins kominn á bók. — Af hveru ég skrifa fyrir börn? Af því að það er svo ótrúlega mikilvægt og svo gaman. Börn er yndislegt fólk með óskemmdan huga og það er ábyrgð okkar, hinna fullorðnu, að þroska þau svo að þau verði fær um að fást við eigin líf sem sterk- ir og heilir einstaklingar. — HugsjónPJá, sveimérþá. Égáenga betri, og ég reyni af öllum mætti að gera þetta sæmilega. 0 ÞJÓÐLÍF 47
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.