Þjóðlíf - 01.12.1990, Side 55

Þjóðlíf - 01.12.1990, Side 55
„VIÐ LIFUM OFTAR EN EINU SINNI" Spjallað við Svanhildi Konráðsdóttur höfund bókarinnar Neistar frá sömu sól ÓSKAR GUÐMUNDSSON Neistar frá sömu sól er viðtalsbók Svanhildar við fimm einstaklinga sem gæddir eru dulrænum hæfileikum. Þeireru Þórhallur Guðmundsson, Brynjólfur Snorrason, Erla Stefánsdóttir, Gísli H. Wium og Jón Sigurgeirsson. Forlagið gefur bókina út. Svan- hildur, sem nú er horfin til náms í fjölmiðlafræðum á þessu tilverustigi í Bretlandi, sat fyrir svörum: Myndir þú telja þessa bók „fræðilega“? — Nei, hún er það ekki. Ég tek fram í formála að hún beri enga sönnunarbyrði. Henni er ekki ætlað að sannfæra einn eða neinn, og þess vegna tók ég þá ákvörðun að birta ekki einhverja vitnisburði til að sýna fram á að viðmælendur mínir væru að fara með rétt mál og væru trúverðugir, heldur tel ég þá gera það mest með sínum eigin orðum. Hvað eiga þeir fimm einstaklingar sem þú talar við í bókinni sameiginlegt? — Þeir eiga það sameiginlegt að vera allir gæddir dulrænum hæfileikum, en þó ólíkum hæfileikum. Og þeir eru starfandi á ólíkum sviðum. Ég vildi ekki taka ein- hvern sérstakan þátt út úr t.d. með viðtöl- um við fimm miðla eða eitthvað slíkt, það hefði heldur ekki gefið rétta mynd af því sem er í gangi um þessar mundir. Og bók- in er e.t.v. einnig að sumu leyti tilraun til að kortleggja það. Er „dulræna“ vaxandi menningarfyrir- bæri á Islandi og eru margir að stússa í þessum geira? — Að hluta til er þetta að verða „bísn- iss“ og við sjáum að á þessu sviði eru starf- andi verslanir sem virðast ganga bærilega. Þær selja bækur, steina, reykelsi, slökun- arspólur og hvaðeina -kannski má kalla þetta kúltúr eða menningu. Það er geysi- legur fjöldi fólks sem hefur áhuga á þessu, er að stúdera og sækir aðskiljanlegustu námskeið bæði hér í Reykjavík og víða um landið. Það eru starfandi sálarrannsóknar- félög, áhugahópar fólks, leshringir, hópar sem fá miðla til að halda fundi og fyrir- lestra í flestum kaupstöðum landsins. Það er mikið um að vera. Er einhver ein lína ofan á í dulræna geir- anum eða ægir öllu saman? — Þaðægiröllusaman,ekkibarahérá Islandi, heldur sér maður þetta sama í Evrópu og Bandaríkjunum. Þetta sam- heiti „nýaldarhyggja“ eða „heildræn hugsun“, jafnvel „vatnsberaaldarhugs- un“, þetta eru allt saman loðin hugtök og innan þeirra rúmast óskaplega margt. Meðal þess sem höfðar til nútímamanns- ins úr þessum hugsanagangi eru náttúru- verndarsjónarmið, óhefðbundnar lækn- ingar, jógaheimspeki og fleira. Ég lít alla- vega þannig á málið að þetta séu heildarheiti yfir leit fólks sem er mjög áberandi núna að einhverjum nýjum leið- um, að einhverjum nýjum svörum við klassískum spurningum. Þær úrlausnir sem mönnum hefur staðið til boða virðast ekki hafa dugað til og þá er ég að tala um t.d. í tengslum við trúarbrögð, vestræna kirkju, pólitík, umgengni og viðhorf gagnvart náttúrunni, heilbrigðiskerfið og almennt viðhorf til lífsins. Það er þá engin ein lína ofan á t.d. í sambandi við endurholdgunarkenning- una eða þess háttar? — Nei, en ég held að margir séu farnir að aðhyllast þá skoðun að við lifum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Aðrir, sem þó myndu teljast til greinar sem heyr- ir undir heildræna hugsun eða nýaldar- hyggju, myndu algerlega afskrifa það. Þannig að það eru engar fastmótaðar kennisetningar í gangi sem segja t.d. að ef þú aðhyllist þetta þá ertu nýaldarsinni annars ekki. En þú sjálf, ert þú t.d. að lifa endur- holdguð? — Já, ég er á því að við lifum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Eftir lýsingum í bókinni að dæma, virðist það ekki bara vera gifta að vera gæddur dulrænum hæfileikum, heldur virðist þetta vera mikil áraun hjá þessu fólki? — Já, allt þeirra líf mótast af þessum hæfileikum. Það sem þetta fólk á sameig- Svanhildur Konráðsdóttir. AhugiIslendinga á dulrænum efnum stórlega ofmetinn. í Bret- iandi hafa t.d. huglæknar verið teknir inn í opinbera heilbrigðiskerfið... inlegt er að það tók flest þessa ákvörðun meðvitað, að fara inn á þessa braut. í öll- um tilfellum eftir nokkurra ára tímabil þar sem þessir einstaklingar gengu í gegnum sjúkdóma, erfiðleika og þar sem þeir stóðu frammi fyrir spurningunni. Þetta fólk er sammála um að í rauninni hafi það ekki átt neitt val, þetta hafi verið gjörsamlega óumflýjanlegt. Hvernig metur þú framlag þessa fólks til samfélagsins? — Ég held að það sé geysilega mikil- vægt. Mörg þúsund manns leita til þessa fólks eftir hjálp, eins konar lækningu, stuðningi, von og huggun. Þetta hlutverk þeirra er mjög mikilvægt. Stundum er talað um það að Islendingar séu almennt veikari fyrir yfirnáttúruleg- um hlutum, öllu dulrænu en aðrar þjóð- ir. Ert þú sammála þeirri kenningu? — Ég held að þessi áhugi íslendinga á dulrænum efnum í samanburði við aðrar þjóðir sé stórlega ofmetinn. Ég held að t.d. í Bretlandi sé viðurkenningin meiri. Þar hafa t.d. huglæknar verið teknir inn í opinbera heilbrigðiskerfið, þeir vinna þar með venjulegum læknum á spítölum, svipað er í Sviss og Hollandi og er að koma upp í Skandinavíu. Þannig að opinbera viðurkenningin er meiri en hér. Það er ákveðinn tvískinnungur í gangi hér á landi, opinberlega má ekki viðurkenna óhefðbundnar lækningar og enginn lækn- ir myndi láta spyrjast að hann vísaði sjúkl- ingi til óhefðbundins ráðgjafa. En al- menningur hefur alla tíð leitað til grasa- lækna og huglækna. Þetta eru fyrst og fremst vísindi alþýðunnar hér á landi. Ert þú sjálf orðin dálítið dularfull? — Ég er náttúrulega stórdularfull, en ég er ekki gædd skyggnihæfileikum eða svoleiðis. 0 ÞJÓÐLÍF 55
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.