Þjóðlíf - 01.12.1990, Side 63
Siegfried Thiele tónskáld og rektor. Fram undan eru mörg óleyst vandamál, en um leið mildir
möguleikar.
nokkra umhugsun að slá til. Nú hef ég að
vísu ekki tíma til að semja og sakna ég þess
mjög en mér fannst ég ekki geta skorast
undan. Ég er fyrsti rektorinn í marga ára-
tugi sem flokkurinn skipar ekki. Astæðan
fyrir því að ég var valinn er líklega sú að ég
hef alltaf verið óflokksbundinn en ég var
líka búinn að kenna við skólann í tæpa þrjá
áratugi."
Hvernig stóð á því að þú varðst kenn-
ari, síðar dósent og loks prófessor við
skólann fyrst þú varst ekki í flokknum?
Var það ekki skilyrði?
„Það var vissulega möguleiki að fá stöð-
ur þótt maður væri ekki í flokknum, — en
það varð að vera óumdeilt að maður stæði
öðrum framar. Þetta hvatti mig til að
standa mig betur svo að flokknum væri
ekki stætt á því að ganga fram hjá mér.“
Thiele segir að tónskáld hafi notið
meira frelsis en flestir aðrir listamenn,
flokkurinn hætti fyrir mörgum árum að
skipta sér af því hvernig tónlist þau
sömdu. Thiele er greinilega tamara að
ræða um þjóðfélagsmál en sjálfan sig, enda
brenna þau heitt á honum í nýju starfi. Og
áður en varir erum við komnir út í aðra
sálma; flokkinn, Stasi.
„Öryggislögreglan var
út um allt og líklega
verður aldrei upplýst að
fullu hverjir störfuðu
fyrir hana. Það getur
líka verið hættulegt.
Menn voru misjafnlega
mikilvægir í neti Stasi
sem var ótrúlega
þéttriðið. Enginn vissi
hvort þeirra nánasti
vinur eða ættingi var á
mála hjá henni. Það
væri óðs manns æði að
afhjúpa hvern og einn
sem starfaði fyrir
öryggislögregluna en
hins vegar verður að
fletta ofan af öllum sem
voru í lykilstöðum."
„Öryggislögreglan var út um allt og lík-
lega verður aldrei upplýst að fullu hverjir
störfuðu fyrir hana. Það getur líka verið
hættulegt. Menn voru misjafnlega mikil-
vægir í neti Stasi sem var ótrúlega þéttrið-
ið. Enginn vissi hvort þeirra nánasti vinur
eða ættingi var á mála hjá henni. Það væri
óðs manns æði að afhjúpa hvern og einn
sem starfaði fyrir öryggislögregluna en
hins vegar verður að fletta ofan af öllum
sem voru í lykilstöðum.
Fram undan eru mörg óleyst vandamál
en um leið bíða okkar ýmsir möguleikar.
Allir erflðleikar vestursins lenda á okkur
með auknum þunga. Glæpum hefur fjölg-
að mikið, t.d. bankaránum sem áður voru
óþekkt. Nú fara fótboltabullur um borgir
og leggja heilu göturnar í rúst. Aður var
ekkert atvinnuleysi, hverjum og einum
var útveguð vinna en nú hefur þetta
breyst. Það tekur líka langan tíma að
hreinsa mengun andrúmsloftsins. En
verri er þó hin andlega mengun. Fólki
fannst það vera háð flokknum, hinu mið-
stýrða valdi. Nú verða menn að taka sjálfir
á sínum málum, hver og einn verður að
skapa sitt eigið líf. Og það er öllum hollt
held ég. Okkar bíður líka að gera Þjóð-
verja aftur að einni þjóð og það er ekki
minna verk.“
0
ÞJÓÐLÍF 63