Þjóðlíf - 01.12.1990, Page 73
1982. Pönkkynslóðin hrækti framan í diskólið,
stuðpoppara og glansrokkara 8. áratugarins og end-
urreisti kröfur frumrokksins um lýðræði, kraft og
áreitni, stundum í bland við félagslega bölsýni.
Aðeins minnihluti æskunnar hneigðist til pönksins,
en tókstþóað hrista rækilega upp írokkinu og endur-
nýja æskumenninguna. Þeir Rúnar Erlingsson, Mick
Pollock, Magnús Stefánsson og Danny Pollock ráku
Bubba Morthens úr Utangarðsmönnum og starf-
ræktu síðan Bodies 1981-82.
1986. Á níunda áratuginum varpláss fyrir marga ólíka strauma meðalæskunnar. Það
komst aftur í tísku að vera ofursmart í klæðaburði og hárgreiðslu, og tölvuvædda
glæsirokkið hjá Rikshawféll vel aðþessum trend. Richard Scobie, Ingólfur Guðjóns-
son, Sigurður Gröndal og Dagur Hilmarsson hafa seinna snúið sér að kraftmeira
rokki.
1989. Nútíma æska reynir að sameina einstaklingshyggju og félagslcgt
framtak. I heimshljómsveitinni Sykurmolum klæðir hver sig eftir eigin
höfði. Einar Örn Benediktsson, Þór Eldon, Björk Guðmundsdóttir, Sig-
tryggur Baldursson, Bragi Ólafsson og Margrét Örnólfsdóttir.
Töffari í kamabæjarfötum
upp úr 1970.
Töffari við upphaf rokkskeiðs. Ragnar Lár myndl-
istarmaður í ársbyrjun 1957.
Pönkari á Hlemmi 1982.
ÞJÓÐLÍF 73