Þjóðlíf - 01.12.1990, Page 80

Þjóðlíf - 01.12.1990, Page 80
Frá athöfn í Borgarleikhúsinu á útgáfudegi bókarinnar. I heiðursskyni festi Örlygur Hálfdanarson heiðursmerki, hraundranga úr silfri, í barm þeirra sem komu helst við sögu vinnslunnar. FYRSTA ÍSLENSKA ALFRÆÐIORÐABÓKIN Út er komin bók sem næsta víst er að margir hafa beðið eftir með óþreyju um áratugi. A Islandi hefur ekki fyrr en nú verið gefin út alfræðibók sem spannar öll þekkingarsvið. ð Islensku alfræðiorðabókinni hefur verið unnið í rúm þrjú ár og talsvert á annað hundrað manna lögðu þar hönd á plóg. Þar af voru fimmtán manns sem störfuðu í ritstjórn í hartnær þrjú ár og auk þess lögðu yflr hundrað sérfræðingar til sérþekkingu sína, hver á sínu sviði. Rit- stjórar verksins eru Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir. íslenska alfræðiorðabókin er í þremur bindum, alls tæpar 1900 blaðsíður og ríku- lega myndskreytt. Alls eru í bókinni um 37000 uppflettiorð og erlend lykilorð, en þeim er ætlað að vísa veg að íslensku upp- flettiorði. Bókin er prýdd um 4500 ljós- myndum, skýringarmyndum og töflum, og voru sumar þeirra gerðar sérstaklega fyrir þetta verk. Heildarverkið kostar tæplega 40 þúsundir kr. í bókaverslunum. í íslensku alfræðiorðabókinni er að finna gamlan og nýjan fróðleik á flestum sviðum þekkingar. Þar má nefna vísindi, tækni, listir, landafræði og þjóðfélagsmál. Um þriðjungur hennar fjallar um íslenska menn og málefni og þar koma meðal ann- ars fram upplýsingar sem hvergi annars staðar eru aðgengilegar á prenti. Oll bókin er prentuð í lit og er talið að þetta ritverk sé eitt hið dýrasta sem hér hefur verið unnið. Heildarkostnaður við útgáfuna nálgast 200 milljónir. 0 GRÆÐUM ÍSLAND Landgræðsla ríkisins hefur sent frá sér þriðju árbók sína er ber heitið Græðum Island, — og er þessi bók eins og hinar fyrri fagurlega myndskreytt og mjög fjölbreytt. Markmiðið með útgáfunni er að miðla fræðslu um gróðurvernd og rétta land- nýtingu. í bókinni er aðgengilegt efni í alls 21 grein. Greinarnar eru prýddar ljósmyndum og eru margar þeirra í lit. í bókinni er meðal annars fjallað um gróð- urvernd í öðrum löndum, ferðamál og gróðurvernd, sögu Hekluhrauna, leið- beiningar um landgræðslu og rannsókn- ir sem fram fara fyrir tilstilli land- græðslu- og landverndaráætlunar 1987- 91. Ritstjóri bókarinnar er Andrés Arn- alds. 0 80 ÞJÓÐLÍF
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.