Þjóðlíf - 01.12.1990, Síða 86

Þjóðlíf - 01.12.1990, Síða 86
MENNTUN FYRIR ALLA Framkvœmdaáœtlunin í skólamálum nœr til aldamóta. Gerður G. Óskarsdóttir: Menntun nær ekki til allra. Viljum leggja áherslu á menntun allt lífið Um eins árs skeið hefur verið unnið að framkvæmdaáætlun menntamálaráðu- neytisins í skólamálum til ársins 2000. Við undirbúning hennar var haft sam- band við fjölmarga aðila, bæði með fundahöldum og spurningalistum og nú liggur niðurstaðan fyrir. Gerður G. Ósk- arsdóttir, ráðunautur menntamálaráð- herra um skólamál, hefur haft umsjón með gerð skýrslunnar: Hvers konar plagg er þetta, hver er tilgangurinn með áætluninni? „Með framkvæmdaáætluninni er leitast við að horfa fram í tímann,“ segir Gerður, „draga fram hverju þurfi að vinna að á næstu tíu árum. Stefnan er mörkuð út frá núverandi ramma, þ.e. þeim lögum og reglum sem nú eru í gildi. Þetta er leiðar- vísir fyrir starfsmenn ráðuneytisins. Fyrir hvert skólastig, ef svo má segja, eru sett ákveðin markmið, frá leikskóla upp í full- orðinsfræðslu. Skýrslan hefst á kafla um meginmark- mið í skólamálum. I kjölfarið fylgir um- fjöllun um hvert skólastig, markmið sett „Valddreifing er annar þáttur. Rætt er um að færa vald frá ráðuneytinu út í fræðsluumdæmin; stuðla á að meira faglegu sjálfstæði skólanna á öllum skólastigum. Sumir kennarareru reyndar ekki fylgjandi því að mannaráðningar fari til skólanna sjálfra og menn greinir á um hve miðstýrð t.d. námsskrá framhaldsskólanna eigi að vera." PÉTUR MÁR ÓLAFSSON fram, þau skilgreind og rökstudd og loks sagt hvaða skref þurfi að stíga til þess að ná þeim. Jafnframt er greint frá stöðunni nú. Þarna er því mikið af upplýsingum um skólamál fyrr og nú auk framtíðarsýnar. Tilgangurinn með þessu er að bæta vinnu- brögð ráðuneytisins, gera mönnum kleift að horfa á málin í samhengi. Ef erindi berst ráðuneytinu er hægt að taka ákvörð- un í samræmi við gildandi stefnu. Þetta mun flýta fyrir afgreiðslu mála og stuðla að bættri nýtingu þess fjár sem lagt er í menntamál. Hagræðing er mikilvæg og aukin gæði.“ Hver eru mikilvægustu atriði skýrsl- unnar? „I allri skýrslunni er lögð áhersla á menntun allt lífið. Það er í samræmi við áherslur í nágrannalöndum okkar. Hér á landi hefur aldrei fyrr verið horft á skóla- kerfið í heild á þennan hátt, að líta á menntunina sem menntun alla ævi er hefst í leikskóla og endar í fullorðinsfræðslu á efri árum. Við byrjum á leikskólanum sem einnig er sérstakt, venjulega hefur verið litið svo á að skólastarf hefjist með grunn- skóla. Menntun á að vera fyrir alla. Hún er það ekki nú. Leikskóli er ekki fyrir alla, grunnskólinn er lokaður sumum þótt við höldum annað, — fatlaðir eiga ekki alltaf greiðan aðgang. Ekki fara allir í fram- haldsskóla heldur, það eru ekki nema 60- 70% af hverjum árgangi sem finna þar nám við hæfi og ljúka prófi. í Þýskalandi ljúka um 90% af árgangi einhverri sér- menntun. Þetta verður erfitt verk þar sem margir skólanna eru ekki enn reiðubúnir að sinna þessum afskipta hópi. Fjöl- brautaskólar út um land hafa staðið sig betur og boðið meiri möguleika og t.d. á Selfossi og í Keflavík hafa verið gerðar tilraunir með starfsnámsbrautir. Aftur á móti hefur gengið verr að koma á nýjum námsbrautartilboðum í Reykjavík. Nú er það þannig að mesta fullorðins- fræðslan hér á landi er fyrir þá sem hafa bestu menntunina fyrir. Menntamála- ráðuneytið stefnir ekki að því að auka slíka fræðslu neitt að ráði á sínum vegum en aftur á móti ieggur það áherslu á öflun og miðlun upplýsinga um fullorðinsfræðslu í landinu, ráðgjöf, námskeið fyrir kennara og styrkveitingar á sviði fullorðinsfræðslu og fjarkennslu. Valddreifing er annar þáttur. Rætt er um að færa vald frá ráðuneytinu út í fræðsluumdæmin; stuðla á að meira fag- legu sjálfstæði skólanna á öllum skólastig- um. Sumir kennarar eru reyndar ekki fylgjandi því að mannaráðningar fari til skólanna sjálfra og menn greinir á um hve miðstýrð t.d. námsskrá framhaldsskól- anna eigi að vera.“ Eru menn þá hræddir við valddreif- ingu og frelsi? „Já, það er rétt. Margir eru hræddir við það. — Eftirlit og mat á skólastarfi eru ný- lunda í skýrslunni. Með auknu sjálfstæði verður að auka hvort tveggja. Þarna er t.d. um að ræða heildarmat á starfi í einstökum skólum, mat á kennslu og aðstöðu í ein- stökum greinum, námsgögnum eða á sam- skiptum innan skóla. Matið getur verið á vegum skólanna sjálfra, fræðsluskrifstofa, stofnana sem mennta kennara eða Rann- sóknarstofnunar uppeldismála, eða þá að ráðuneytið skoðar stöðu nemenda í náms- grein og þar fram eftir götum. Áhersla á verkmenntun og listir gengur eins og rauður þráður gegnum alla skýrsl- una. Það hefur verið talsvert gagnrýnt, sumum finnst algjör óþarfi að eyða tíma í listir. Einnig á að auka námsráðgjöf. Þetta eru helstu áhersluþættir skýrslunnar.“ Fyrir utan það sem Gerður nefnir eru nokkur atriði til viðbótar á hverju skóla- stigi sem rétt er að geta. Það á að styrkja og efla leikskólann sem uppeldis- og mennta- stofnun fyrir öll börn undir grunnskóla- aldri og draga úr viðbrigðum barna og foreldra við það að barn fer úr leikskóla í grunnskóla. I málefnum yngri bekkja grunnskóla er meginmarkmiðið að lengja skóladaginn og gera hann samfelldan. Þegar því er náð er lagt til að varið sé um þriðjungi af tíma nemenda í íslensku og stærðfræði, þriðj- ungi í listir og verkmenntir og þriðjungi í 86 ÞJÓÐLÍF
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.