Þjóðlíf - 01.12.1990, Page 94

Þjóðlíf - 01.12.1990, Page 94
ATVINNULÍF NÝ ATVINNUGREIN SÆKIR í SIG Sveinn M. Sveinsson hjá PIús Film mundar vopnið við Gullfoss. skáldin vondu, þannig að stofnun Nýja Bíós var í raun eðlilegt framhald af því samstarfi." Fyrsta sameiginlega verkefni þeirra Nýja Bíós manna var tónlistarmyndband- ið „Ég held ég gangi heim“ sem Valgeir Guðmundsson samdi og flutti. Og mynd- böndin urðu fleiri en hafa samt ekki skip- að stóran sess í starfi fyrirtækisins. Það hafa hins vegar ýmis konar heimilda-og fræðslumyndir sem þau hafa framleitt bæði fyrir sjónvarpstöðvarnar og fyrirtæki og félög. Nýverið gaf Nýja Bíó út á mynd- bandi fræðslumyndina Öruggara kvnlíf sem þau sáu alfarið um framleiðsluna á. Nýja Bíó býr yfir góðum tækjabúnaði og hefur fjárfest í Super-Betacam upptöku og klippitækjum og stendur til boða að leigja útbúnaðinn. En hvað um leiknar myndir? Guð- mundur: „Stærsti markaður fyrir íslenskt myndefni er sjónvarps-og myndbanda- markaðurinn. Því fannst okkur eðlilegt að miða fjárfestingar okkar við þarfir þess markaðar og keyptum fullkomnasta upp- tökubúnað sem nú er völ á í myndbanda- geiranum, Super Betacam. Við horfum hinsvegar með vonarglampa í augum til þeirra þróunar sem nú á sér stað, þeirri tækni sem gerir mönnum kleift að yfirfæra myndband yfir á filmu. Við höfum þegar uppi áætlanir um framleiðslu á leiknu efni, bæði fyrir sjónvarp og allt eins til sýninga á tjaldi.“ Um framtíðaráform Nýja Bíós sagði Þorgeir Gunnarsson: „Stærsta verkefnið VEDRIÐ „Þetta er dýr list“, en „atvinnuvegurinn býr yfir miklum möguleikum“ KRISTÓFER DIGNUS PÉTURSSON í landinu hefur verið að þróast ný atvinnugrein á síðustu árum, atvinnugrein sem er hvorttveggja í senn iðnaður og listgrein. Og nú er svo komið að um tugur fyrirtækja er starfandi í þessari nýju grein atvinnulífsins. Kvikmynda- og myndbandagerð á íslandi er að þróast í ýmsar áttir, þó metnaður margra fyrirtækjanna standi í áttina til gerðar stórra kvikmynda. Sum þessara fyrirtækja hafa náð mikl- um árangri í gerð heimildarmynda, fréttamynda, auglýsinga og kynningar- mynda. Og eins og kemur fram hér á eftir, þá hafa nokkur þeirra unnið að verkefnum erlendis, og ýmislegt bendir til þess að hér sé margrómuð þekking að verða að út- flutningsvöru. Helstu fyrirtækin sem eru á þessum vettvangi eru: Saga Film, SÝN, Plús Film, Frost Film, Nýja Bíó, Þumall, HRIF, Islenska hreyfimyndastofnunin, Klappfilm, Kvikmynd, Lifandi myndir og fleiri. Saga Film og SÝN eru risarnir á þessum markaði bæði við gerð auglýsinga- mynda og myndgerðar fyrir sjónvarps- stöðvarnar auk annars. Tíðindamaður Þjóðlífs sótti heim nokkur fyrirtækjanna í því skyni að fræðast ögn meira um þessa ungu atvinnugrein landsmanna: Nýja Bíó var stofnað í maí 1989 af Guð- mundi Kristjánssyni kvikmyndatöku- manni, Hilmari Oddssyni leikstjóra og dagskrárgerðarmanni, Sonju B. Jóns- dóttur blaða-og dagskrárgerðarmanni og Þorgeiri Gunnarssyni kvikmynda-og dagskrárgerðarmanni. Skrifstofur og myndver Nýja Bíós eru til húsa í Garðast- ræti 38. Fyrirtækið leggur mesta áherslu á þáttagerð fyrir sjónvarp, enda aðstand- endur allir með mikla reynslu á því sviði. Nýlegt dæmi um framleiðslu Nýja Bíós eru menningarþættirnir Maður lifandi sem sýndir voru á Stöð 2 síðastliðið haust. Hilmar: „Við Guðmundur höfðum þegar gert nokkrar portrait-myndir saman, eins og Allir þessir dagar, sem tileinkuð var Matthíasi Johannessen skáldi og Lista- Sigurður Grímsson og Karl Sigtryggsson að störfum. 94 ÞJÓÐLÍF
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.