Þjóðlíf - 01.12.1990, Qupperneq 98
HHI
VIÐSKIPTI
Hörfa undan Japönum
Erlend stórfyrirtæki sem hafa
á síðustu árum keypt meiri-
hluta í ýmsum þýskum fyrir-
tækjum í rafmagnsvöruiðnaði
eru ekki ánægð með árang-
urinn. Markaðshlutdeild
þessara fyrirtækja í Þýska-
landi dregst stöðugt saman.
Franska ríkisfyrirtækið
Thomson yfirtók á sínum tíma
Telefunken, Normende og
Saba og saman er markaðs-
hlutdeild þeirra um 12%. Fyrir
tíu árum var hlutdeild fyrir-
tækjanna um 20% á þessum
markaði. Svipaða sögu er að
segja um finnska hringinn
Nokia, sem yfirtók fyrirtæki
ITT og Graetz í Þýskalandi,
og er markaðshlutdeild þeirra
aðeins um 2%. Ástæðan er
sú að fyrirtækin hafa lagt allt-
of mikla áherslu á einhæfa
framleiðslu á litasjónvarps-
tækjum. Finnsku og frönsku
fyrirtækjunum hefur ekki tek-
ist eins og japönskum kepp-
inautum þeirra að gera sig
gildandi í framleiðslu og sölu
hljómflutningstækja og
myndbandstækja. í þeim
geira hafa japönsku risarnir
Sony og Matsushita numið ný
og ný lönd á markaðnum...
Framleiðsla á Telefunken —Normende sjónvarpstækjum.
Enn sækja Japanir
Japanska stórfyrirtækið Fu-
jitsu, sem er næst stærsti
tölvuframleiðandi í heimi,
sækir sífellt lengra inn á Evr-
ópumarkað. Japanirnir náðu í
júlí í sumar meirihluta í breska
rafmagnsvöruhringnum ICL
og sækja nú til Þýskalands
undir merkjum ICL. Þar hafa
þeir fengið augastað á dóttur-
fyrirtæki Mannesmann
hringsins, Kienzle, og hafa
fest kaup á því fyrirtæki. ICL
yfirtekur það í áföngum og
verður Kienzle þar með næst
mikilvægasta vígstöð Fujitsu í
Evrópu. Þeir ætla að nota
Kienzle til að framleiða reikni-
vélar og fleira fyrir banka,
tryggingafélög og verslunar-
fyrirtæki. Með sölunni lýkur
áratugagamalli misheppn-
aðri tilraun Mannesmann
hringsins við að endurskipu-
leggja Kienzle. Þá hafa allar
tilraunir Mannesmann til að
halda Kienzle í evrópskri eigu
einnig mistekist. Siemens
treysti sér ekki til þess eftir
Nuixdorf ævintýrið og franski
Bull hringurinn sem löngum
hefur haft augastað á Kienzle
er sjálfur kominn í fjárhags-
legar ógöngur. Japanirnir
höfðu því enn einu sinni vinn-
inginn...
(Spiegel óg)
Byggingastaðurinn í Buschehr.
íranir hóta Þjóðverjum
Á áttunda áratugnum hófu
Þjóðverjar byggingu kjarn-
orkuvers fyrir írani í eyði-
merkurborginni Buschehr.
Framkvæmdir lögðust niður í
ajatollabyltingunni á sínum
tíma, en nú hafa íranir hótað
Þjóðverjum refsiaðgerðum á
verslunarsviðinu ef þeir Ijúki
ekki byggingunni. Samning-
inn um þetta 1200 megawatta
kjarnorkuver gerði þýski
orkuhringurinn Kraftwerk Un-
ion og greiddu íranir að sögn
fjóra milljarða bandaríkjadala
á sínum tíma fyrir vinnu sem
þá var innt af hendi. Eftir bylt-
inguna 1979 var bygginga-
stað orkuversins lokað, af því
að Ajatolla Komeini útnefndi
verið sem „verk djöfulsins".
Nú hafa æðstu prestarnir í
Teheran skipt um skoðun, en
stjórnin í Bonn telur íran eftir
sem áður vera hættusvæði...
(Spiegel óg)
Annar leirmannaher
Alvarlegur peningaskortur
hindrar uppgröft á nýlega
fundnum leirmannaher norð-
ur frá Xian. Yfirfornleifafræð-
ingurinn Xueli Wang hefur
farið fram á 4 millj.kr sem
dygðu fram í desember, en
sérfræðingar telja lágmark að
um 25 milljónir þyrftu til að
Ijúka verkinu. En ríkissjóður-
inn í Peking er tómur. Vís-
indamenn lýsa yfir vonbrigð-
um með að þessum merka
fundi sé þar með haldið frá
umheiminum: Þeir telja að
þessi fundur frá tímabili Han
keisaraættarinnar (frá 206
—220 e.Kr.) sé enn merki-
legri en frægi leirmannaher-
inn frá Quin keisaratímabilinu
í Teracotta, sem nú er orðinn
einn helsti ferðamannastaöur
í Kína. Fornleifafræðingar
telja að í 90 þúsund fermetra
grafreit Han keisarahjóna sé
ekki einungis styttur af her-
mönnum og hestum, heldur
einnig styttur af venjulegum
borgurum. Fram að þessu
hafa fundist vopn, handverk-
færi, mynt og um 300 fígúrur
um 60 sentimetra stórar, sem
hafa verið grafnar upp og
fluttar til bráðabirgða í kofa á
svæðinu eða grafnar aftur oní
jörðina af ótta við þjófa...
(Spiegel óg)
Frá uppgreftinum við nýja leir-
mannaherinn.
98 ÞJÓÐLÍF