Þjóðlíf - 01.12.1990, Síða 103

Þjóðlíf - 01.12.1990, Síða 103
Fullkomnunarárátta á vinnustað á oft drjúgan þátt að máli. Menn leyfa sér ekki að vera „mannlegir“ á vinnustaðnum. auknu mæli. Hjúkrunarfræðingar minnk- uðu til dæmis samneyti sitt við starfsfélaga sína og fannst sjúklingarnir vera óþægileg- ir og raska eðlilegum starfsdegi. Félags- ráðgjafar urðu napuryrtir og kaldir við skjólstæðinga sína. ý kynslóð sálfræðinga hefur notað hugtakið starfsdoða í víðara sam- hengi. Það er ekki einungis heilsugæslu- fólk sem verður fyrir barðinu á þessu fyrirbæri. Allir sem sýna árvekni, sköpun- argáfu og eljusemi í starfi eru í hættu og margt bendir til þess að sífellt fleiri þjáist af starfsdoða. í Danmörku eru nú um 250.000 manns sem hafa farið á ellilaun fyrr en efni stóðu til. Fyrir þremur árum var þessi fjöldi fimm sinnum minni. Þessi breyting er vísbending um að æ fleiri gef- ast upp í starfi sínu. Nú eru til margir hillumetrar af skýrsl- um sálfræðinga um starfsdoða og þeir hafa náð samkomulagi um hvernig skilgreina beri fyrirbærið. Starfsdoði er tilfinninga- legt þrot, kennd sem lýsir sér með því að viðkomandi finnst hann vera utanveltu í því sem fengist er við og í alla staði mis- lukkaður. Sú fullvissa ríkir að hann sé til einskis hlutar nýtur. Sálfræðingar hafa gert sér grein fyrir nokkrum þeim þáttum sem leiða tO starfs- doða. Margir þeirra sem þjást af kvillan- um hafa mátt búa við langvarandi og sam- fellda streitu í starfi. Við slíkar aðstæður bregst líkaminn við með því að undirbúa sig til mikilla líkamlegra átaka. Það eru eðlileg viðbrögð sem komust á hjá forfeðr- um okkar þegar þeir bjuggu við raunveru- lega ógnun, t.d. óargadýr. Nútímamaðurinn býr hins vegar við óhlutbundnari og óljósari ógnun, en lífeð- lisfræðin er enn hin sama. Enn bregst maðurinn við hvers kyns ógnun, ljósri eða leyndri, með því að spenna vöðva og örva hjartslátt. Við erum reiðubúin til að berja frá okkur en hvað skal berja? Líkaminn fær ekki lengur útrás fyrir viðbrögðin. Þegar streitan er orðin viðvarandi breytist ástandið og verður illrjúfanlegur víta- hringur. Hvert einasta viðfangsefni verð- ur persónuleg ógnun, óviðráðanlegt og óleysanlegt. Mönnum sést yfir lausnir á verkefnum, þeir staðna og hverfa inn í sjálfa sig. Hvert viðfangsefni skilur eftir sig neikvæða reynslu sem setur mark sitt á ímynd viðkomandi manns. Hann ræður ekki við neitt lengur. Hvert nýtt verkefni verður enn óyfirstíganlegra en hin fyrri. Ef fólk nær að átta sig á því að unnt er að nálgast viðfangsefnin með öðrum hætti má sporna gegn starfsdoðanum. Það verð- ur helst gert með þeim hætti að gera sér grein fyrir þeirri streitu sem fylgir daglegu starfi og líta á hana sem ögrun og gera sér grein fyrir því að hún er yfirstíganleg. Þegar þeim áfanga er náð má ráðast hik- laust og óttalaust að hverju verkefni. Lausn þess vekur kennd um jákvæða reynslu og sjálfsímyndin styrkist. Til að forðast yfirþyrmandi leiða í starfi er væn- legast að ráðast gegn orsök hans. Það er unnt að temja sér að ganga skipulega að verkefnum dagsins og líta á þau sem örv- andi viðfangsefni í stað þess að fyllast hryllingi þegar hugsað er til þeirra. I þessu tilliti er mikilvægt að þekkja takmörk sín og taka á sig eðlilegar skuldbindingar en ekki þar umfram. Það getur ennfremur verið til hjálpar að veita skapsmunum sínum útrás öðru hverju, sleppa sér með öðrum orðum. Það er mun affarasælla en að ganga um og byrgja allt inni sem mótdrægt er og ergir mann. Hver og einn verður að leyfa sér að vera mannlegur og vera af og til niður- dreginn, argur og jafnvel bálillur. ÞJÓÐLÍF 103
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.