Þjóðlíf - 01.12.1990, Page 107

Þjóðlíf - 01.12.1990, Page 107
Þess vegna bera mæður afkvæmi sift á vinstri armi Þegar barnið er borið á vinstri armi er móðirin betur í stakk búin til að túlka merkingar- bær svipbrigði afkvæmisins. Þegar kona vaggar barni sínu í örmum sér halda átta af hverjum tíu konum því á vinstri handlegg sínum og gildir þá einu hvort þær eru rétt- eða örvhentar. Nýlegar rannsóknir á dýr- um hafa leitt í ljós að mæður af simpansa- og górillukyni bera sig eins til er þær halda á af- kvæmi sínu. John Manning og Andrew Chamberlain starfa við háskólann í Liverpool á Englandi og þeir telja líklegt að þetta atferlismynstur megi rekja til sameiginlegra forfeðra þessara þriggja tegunda fremdardýra (prímata) og að það hafi komist á fyrir 6-8 milljónum ára. Orsök þess að bæði menn og apar kjósa að bera afkvæmi sín á vinstri handlegg er hins veg- ar umdeild og óljós. Oft hefur því verið haldið fram að þegar unginn er vinstra megin heyri hann betur hjartslátt móður- innar og það sé hljóð sem hann þekki frá fósturskeiði og veiti honum öryggiskennd í ótrygg- um og framandlegum heimi. Dýrafræðingarnir fyrrnefndu eru ekki mjög trúaðir á sann- leiksgildi þessarar kenningar og telja vafasamt að unginn heyri hjartsláttinn greinilegar vinstra megin en þótt hann hvíldi á hægri handlegg. Hjartahljóðin stafa af því er hjartalokurnar skella aftur við slag hjartans. Hjartalokurnar liggja fyrir miðjum brjóst- kassa, nær beint undir bringu- beininu og því eru hjartahljóð- Ráð við kattaofnæmi Apar og menn bera afkvæmi sín á vinstri armi, en hvers vcgna? in ekkert sterkari vinstra meg- in en til hægri. Manning og Chamberlain hafa sett fram þá kenningu að fyrirbærið stafi af því að helm- ingar heilans séu ólíkir. Vinstri helmingur heilans stýrir hægri hlið líkamans og fæst einkum við rökræn og sundurgreinandi atriði. Hægri hluti heilans, sem stýrir vinstri hlið líkamans, hefur sérhæfst til að vinna úr upplýsingum sem hafa tilfinningaheitara inntak. Flest boð sem berast frá vinstri hlið líkamans, m.a. boð frá skynfærum heyrnar, sjónar og snertingar, koma til úr- vinnslu og túlkunar í tilfinn- inganæmum hægri hluta heil- ans. Þegar barnið hvílir á vinstri armi og móðirin lítur á það berast þau sjónboð til hægra heilahvels og eru túlkuð þar af tilfinningaríkum heila- stöðvum, stöðvum sem eru næmari en þær sem eru í vinstra heilahveli. Barnið, sem hvílir á vinstri armi, horfir ennfremur á vinstri hluta and- lits móðurinnar og sá helming- ur er sagður mun tjáningarík- ari og jafnvel viðfelldnari en hægri hlutinn. Hér á eftir verður kynnt ráð við kattaofnæmi sem hætt er við að ýmsir muni telja verri kost en ofnæmisvandann sjálfan. Sérfræðingar við Washing- tonháskólann í St. Louis leggja til við kattaeigendur sem eru haldnir ofnæmi gagn- vart gæludýrum sínum að reyna að baða kykvendi sín mánaðarlega. Með reglulegri böðun má þvo burtu prótín- efni úr feldi kattarins sem stafa frá munnvatni hans og setjast í feldinn er hann sleikir sig og snyrtir. Það er þetta prótín sem vekur ofnæmisviðbrögð hjá mörgum manninum. Böðun er mun ódýrari kost- ur en bæði sprautur og lyf segja sérfræðingar. Undir það geta margir tekið, en skyldi það vera auðveldara? Ein- hverra hluta vegna ráðleggja þeir fólki að deyfa eða svæfa kattarskammirnar fyrst og mæla með því að tveir full- frískir menn annist böðunina og undirbúning hennar ef ekki er um því aumingjalegri ketti að ræða. í þessu samhengi má benda á málsháttinn að „það er erfitt verk að streða köttinn". Ef allt þetta gengur hins vegar að óskum má segja að köttur- inn hafi öðlast sitt tíunda líf því að oftar en ekki hefur þurft að farga heimilisköttum vegna ofnæmis einhvers fjölskyldu- meðlims. Vitaskuldir Þrátt fyrir það að heilinn sé einungis tveir af hundraði líkamsþungans nýtir hann í sína þágu fjórðung af því súrefni sem líkaminn í heild þarf til starfsemi sinnar. ★ Heilinn notar sífellt orku sem nægir til þess að tendra ljós á 20 vatta peru. ★ Höfuðverkur á sér upp- tök í æðum sem eru utan heilans. I heilanum sjálfum eru engar skynfrumur og unnt er að skera í hann og rannsaka án þess að það valdi nokkrum óþægind- um fyrir viðkomandi. ★ Hröðustu taugaboð ber- ast um heilann með um 400 km hraða á klukkustund. ★ Fólk sem reykir sígarett- ur alla ævi sína deyr að jafn- aði 18 árum yngra en það fólk sem aldrei reykir. ★ ÞJÓÐLÍF 107
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.