Þjóðlíf - 01.12.1990, Qupperneq 109

Þjóðlíf - 01.12.1990, Qupperneq 109
Umhollt plastefni Fram hefur komið nýtt, um- hollt (umhverfisvænt) plast- efni sem sundrast fullkom- lega í náttúrunni á nokkrum vikum. Engin mengandi efni myndast við sundrunina, ein- ungis koltvísýringur og vatn. Ur þessu nýja plastefni má búa til hvers kyns umbúðir, til dæmis undir hársápu og í stað þess að hlaðast upp í umhverf- inu, líkt og eldri gerðir plast- efna, eyðast þær á tiltölulega skömmum tíma, rétt eins og pappír og tau. Tilkoma þessar- ar nýjungar er afrakstur fimm- tán ára þrotlauss rannsóknar- starfs á vegum breska efnafyr- irtækisins ICI. Plastefnið hefur hlotið heit- ið bíópól og það er úr náttúru- legu efni sem algengur gerill myndar og margar örverur eru fullfærar um að sundra því. Efnafræðilegt heiti bíópóls er fjölhýdroxýbútýrat sem felur í sér að það er stórsameind (fjölliða) þar sem grunneining- in er bútýrat, afleiða af smjör- sýru. Fjölhýdroxýbútýrat myndast í gerlinum Alcalig- nes eutrophes, sem safnar því í forðabúr líkt og mannslíkam- inn safnar fitu í fitufrumur. Ymsir aðrir gerlar og sumir sveppir sundra fjölhýdroxýbú- týrati í koltvísýring og vatn. Sundrunin gengur misgreið- lega en plastflaska úr bíópóli ætti að hverfa fullkomlega á nokkrum vikum. Hér ber að geta þess að kolt- vísýringur er mikilvirkust þeirra lofttegunda sem valda gróðurhússáhrifum en magn hans sem losnar út í andrúms- loftið við sundrun einnar flösku samsvarar því magni af koltvísýringi sem var notaður við framleiðsluna. Hún fer þannig fram að gerlar sem mynda fjölhýdroxýbútýrat eru settir í súpu lífrænna næring- arefna sem plöntur hafa mynd- að úr koltvísýringi andrúms- loftsins og vatni. Það er því ljóst að sundrun bíópólsplast- efnis kemur ekki til með að auka heildarmagn koltvísýr- ings í andrúmslofti. Unnt er að framleiða bíópól með mismun- andi eiginleika og þarf ekki annað en að breyta samsetn- ingu lífrænu næringarsúpunn- ar sem gerlarnir þrífast í. Stefnt er að því að fram- leiðsla bíópóls verði orðin um 10000 tonn árlega að fimm ár- um liðnum. Vitaskuldir í Bandaríkjunum hefur dauðsföllum vegna leghál- skrabbameins fækkað um 70 af hundraði frá árinu 1947. Helsta orsök fyrir þessum framförum í lækn- ingu er skipulögð hópskoð- un kvenna, þannig að sjúk- dómurinn greinist mun fyrr en áður. ★ Árið 1988 voru á jarðkúl- unni 290 milljónir manna 65 ára eða eldri. Um næstu aldamót verða um 410 mill- jónir manna í sama aldurs- flokki. ★ Lengsta skordýr heims nefnist göngustafur (Pharnacia serratipes) og lifir í Indónesíu. Kvendýr- ið mælist allt að 33 cm á lengd. ★ Jarðborarnir sem hafa und- anfarið borað hvor á móti öðrum undir Ermasundi verða eyðilagðir og settir í brotajárn að lokinni borun. Það svarar ekki kostnaði að flytja þá í heilu lagi göngin á enda upp til yfirborðsins. ★ Nýjustu rannsóknir hafa sýnt fram á að skordýr skynja mynstur í kóngulóarvef sem blóm. ★ Ný gerð af rafdrifnu reiðhjóli getur náð 60 kílómetra hraða á klukkustund. Ófrlskur hængur Fiskur einn af sænálaætt gengur (syndir) lengra í jafnréttismálum en flestar aðrar lífverur. Fiskurinn ber latneska heitið Syngnathus typhie en á ástkæru og ylhýru máli heitir hann þangprjónn eða trjónusænál. Við Island lifir skyldfiski hans, stóra sænál (Entelurus aequaeus). Hann er býsna hugulsamur við hrygnu sína, þótt ekki gangi hann jafnlangt í þess- um efnum og þangprjónn- inn. í íslenskum fiskum Gunnars Jónssonar er sagt frá því að hængur stóru sæn- álar festi hrognin við kvið sér þar sem þau klekjast. Rannsóknir sænska dýra- fræðingsins Gunnillu Ros- enquist hafa leitt í ljós að þangprjónshængurinn hefur í enn ríkari mæli en stóra sænál tekið að sér það hlut- verk sem kvendýr flestra annarra lífvera hafa mátt sinna. Hann ber hitann og þungann jafnt af klaki sem uppeldi ungviðisins á þeim bæ og verður m.a.s. ófrísk- ur. Það gerist með þeim hætti að hrygnan kemur hrognunum yfir á hænginn og að svo búnu frjóvgar hann þau og annast klak þeirra og hefur umsjón með seiðunum er þau koma í heiminn. Hrognin klekjast inni í húð- fellingu á kviði hængsins og úr því skjóli koma fullþrosk- uð en smávaxin þangprjóns- seiði. Meðan hrognin eru að klekjast þiggur fóstrið nær- ingu og súrefni frá nokkurs konar fylgju hængsins. í biðlun hegðar hængur þangprjóns sér nokkuð á annan hátt en flestir aðrir hængar. Hér er það nefnilega hængurinn sem endanlega velur sér maka úr þeim her hrygna sem að honum kann að sækja í makaleit. Skyldi einhverjum þykja hængur á því háttalagi? ÞJÓÐLÍF 109
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.