Þjóðlíf - 01.12.1990, Qupperneq 111

Þjóðlíf - 01.12.1990, Qupperneq 111
við slíkar aðstæður og er hann þó góður fyrir. Það má benda á að hefndin hefur mjög óljósan tilgang. Skaðinn er skeður, afbrotamaðurinn hefur framið verknað- inn og í sjálfu sér erum við ekkert betur sett þó við völdum honum tjóni, sé litið raunsætt á málið. Lloyd George kvaðst aldrei vilja láta mann sem haldinn væri hefnigirni fara með mál sín. Sá sem vill ná árangri miðar gjörðir sínar við það hvaða áhrif þær hafa á gang mála í framtíðinni. Hinn hefnigjarni lítur hins vegar til baka. Aðgerðir hans miðast við það sem hefur gerst. I sögum okkar er Snorri goði dæmi um hinn yfirvegaða mann sem lætur ekki hefnigirni ná tökum á sér. Hann varð líka farsæll og sóttdauður. Hefndir í sumum öðrum sögum, eins og í Gísla sögu Súrs- sonar, eru dæmi um hið gagnstæða. Niðurstaðan er sú að ef við viljum á annað borð hafa einhverjar refsingar verð- um við að láta allsherjarvaldið sjá um þær. Enda er það ein af ástæðunum fyrir því að við búum við valdbundið skipulag. En veltum nú fyrir okkur annarri spurningu: Hvernig á að refsa? lestum er tamast að líta á fangavist sem eðlilega refsingu fyrir öll alvar- leg afbrot. En það er tiltölulega stutt síðan farið var að setja menn í tukthús. Hegn- ingarhúsið í Reykjavík var tekið í notkun 1771 og var það fljótlega tekið til annarra nota. Nú hýsir það forsætisráðuneytið og skrifstofur Forseta íslands. Áður höfðu fangar verið fluttir til Kaupmannahafnar á Brimarhólm og aðrar stofnanir þar sem vinnukraftur þeirra nýttist. Komu sumir efnaðir heim eins og Hafliði Kolbeins- son, einn kambsránsmanna. Fangarnir í Reykjavík unnu líka margs konar störf fyrst framan af. En öldum saman var hýð- ing aðal refsingin, þegar fangar voru ekki beinlínis teknir af lífi. Brotamenn voru að vísu teknir og settir í geymslu meðan mál þeirra voru rannsökuð og dæmd en það var ekki eiginleg refsivist. Það yrði of langt mál að telja upp alls konar hremmingar sem afbrotamenn hafa þurft að þola í aldanna rás en það er raun- hæft að velta fyrir sér spurningunni hvort fangelsi séu það eina rétta og hvort bygg- ing fleiri tukthúsa sé brýnasta verkefni okkar í dag. Fangavist hefur ein áhrif sem eru óum- deilanleg - meðan maður situr í tukthúsi gerir hann ekkert af sér. Sem geymslu- staður hafa þau yfirleitt verið óumdeild, en þau áhrif sem þau hafa á fangana eru mjög umdeilanleg og sennilega misjöfn frá einum einstaklingi til annars. í sumum tilfellum hætta menn að brjóta af sér eftir að hafa verið í tukthúsi, þó frekar vegna þess að þeir nenni þessu ekki en að þeir hafi bætt ráð sitt. í öðrum tilfellum verður fangavistin til þess að menn losa sig ekki úr vítahring afbrotanna. Fanginn hefur fengið á sig stimpil. Hann á verra með að fá vinnu og húsnæði. Hafi fjárhagurinn verið slæmur batnar hann ekki við tukt- húsvistina. Þá má ekki gleyma hinum slæmu áhrifum sem margir, einkum ungir fangar, verða fyrir í fangelsunum. Sumir vilja ganga svo langt að segja að samfélagið tryggi það með refsilöggjöf sinni að sá sem brýtur einu sinni af sér hætti því aldrei. En svo slæmt er það ekki. Á síðustu árum og áratugum hefur nokkuð verið gert af viti í þágu þeirra sem dæmdir hafa verið. En athyglisvert er að allt frumkvæði í þá átt hefur komið frá einstaklingum en ekki þeim sem ábyrgðina bera, yfirvöldunum. Af því sem að framan er sagt ætti að vera ljóst að sá sem heldur hér á penna er ekki viss um að það eina rétta sé að byggja fleiri fangelsi. Sorglega fátækleg umræða hefur verið um refsingar og refsisjónarmið hér á landi. Yfirleitt hefur þjóðin aðeins hrist höfuðið yfir vægum dómum. Tvö öfl í þjóðfélaginu, kvennahreyfingin og Þjóð- viljinn, hafa skýlaust krafist þyngri refs- inga á afmörkuðum sviðum. Kvenna- hreyfingin fyrir brot á siðferðislöggjöfinni og Þjóðviljinn fyrir brot á reglum um efna- hagslífið (hvítflibbabrot). Þetta virðist með ólíkindum, því konur og vinstrimenn telja sig setja manninn ofar öðru. Senni- lega hafa þau ekki hugsað málið til enda. í nágrannalöndum okkar er farið að beita fleiri tegundum refsinga en fangelsun og fésektum, menn geta sloppið við refsingu með því að vinna störf í þágu samfélags- ins. Ef tilgangur refsinga og áhrif eru svo óviss sem hér hefur verið haldið fram, eigum við þá ekki að reyna að fitja upp á einhverju nýju í stað þess að byggja dý- flissur? 0 ÞJÓÐLÍF 111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.