Þjóðlíf - 01.12.1990, Page 112

Þjóðlíf - 01.12.1990, Page 112
HERSTOÐIN — Félagslegt umhverfi og íslenskt þjóðlíf—, ný bók eftir Friðrik Hauk Hallsson um herstöðvamálið byggð á tíu ára rannsóknum Út er komin bók sem telja verður mikinn hvalreka fyrir alla áhugamenn um ís- lenska félagsfræði, sögu og stjórnmál. Það er „Herstöðin. Félagslegt umhverfi og íslenskt þjóðlíf1, eftir Friðrik Hauk Hallsson félagsfræðing, sem hefur um tíu ára skeið lagt stund á rannsóknir á þessu sviði við háskólann í Bielefeld í Þýskalandi. Bókin er hálft sjötta hundr- að blaðsíður í stóru broti. að er óhætt að fullyrða að hér er um að ræða viðamestu og ítarlegustu úttekt á herstöðvamálinu í öllum þess marg- breytilegu myndum sem nokkurn tíma hefur verð gerð. í formála segir höfundur m.a.: „Þessi bók fjallar um eitt vandmeð- farnasta og víðtækasta mál lýðveldisins, „herstöðvamálið"; það snertir alla þætti daglegs lífs á Suðurnesjum og þróun ís- lensks samfélags og ríkisvalds frá stríðs- byrjun. Það er einnig alþjóðlegra en önnur deilumál, þar sem það er beinlínis tengt „ástandi heimsmála“. En eðli sínu sam- kvæmt snertir herstöðvamálið einkum römmustu taug þjóðarinnar: spurninguna um tilveru og tilgang hennar, sjálfsskiln- ing og afkomu, og er í þeim skilningi djúp- tækasta mál lýðveldisins. Það er loks lyk- illinn að sérstökum viðbrögðum íslend- inga við öðrum menningarheimi (og „nýjum tímum“) og þar með sérkennum íslensks þjóðlífs.“ í bókinni er „gengið í berhögg við póli- tíska einföldun á herstöðvamálinu“, eins og höfundur kemst sjálfur að orði. En bókin kemur út um þær mundir sem alls- herjar hrun sovéska stórveldisins er fyrir- sjáanlegt og þar af leiðandi meginforsend- an fyrir herstöðinni á Miðnesheiði. Á sama tíma hyllir undir endalok „amerísku aldarinnar" í sögu íslendinga, þannig að ítarleg rannsókn á samskiptum þjóðarinn- ar við Bandaríkjamenn er forvitnileg við þessar kringumstæður. upphafi bókarinnar gerir höfundur ná- kvæma grein fyrir vísindalegum og að- ferðafræðilegum forsendum rannsókn- anna. En í frumrannsóknum hefur hann stuðst við rannsóknartækni og túlkunar- fræðileg líkön sem þróuð hafa verið við háskólann í Bielefeld undanfarna tvo ára- tugi og ýmist kennd við hann eða „túlk- andi rannsóknarstefnu“. Þannig er hluti rannsóknarinnar greining á umfangsmikl- um viðtölum sem höfundur átti við fólk á Suðurnesjum um samskipti þess við Bandaríkjamenn. í öðrum hluta bókarinnar er ítarlegur kafli um „félagsfræði bandaríska hersins“ almennt og herþorpsins sérstaklega. Það er óhætt að fullyrða að þar eru saman- komnar meiri upplýsingar um þessi fyrir- bæri en hægt er að finna annars staðar í íslensku riti. Þriðji hluti bókarinnar heitir „Félags- legt umhverfí herstöðvarinnar“. Þar er fjallað um viðhorf fólks til hersins. í öðr- um undirkafla er úttekt á „tungutaki“ manna þar sem herstöðin á í hlut. Sú um- fjöllun öll verður að teljast mjög nýstárleg og merkilegt framlag til „íslenskra fræða“. En um þetta segir höfundurinn á einum stað: „Hver og einn sem hefur reynt að fjalla um herstöðvarmálið á hlutlægan hátt, hefur án efa fundið átakanlega fyrir vandræðunum sem hefjast strax og nefna á fyrirbærið. Ópólitísk og nákvæm sérheiti, sem njóta almennrar viðurkenningar eru af skornum skammti; ítarlegar og vísinda- legar skilgreiningar eru ekki til. Þó er orð- gnóttin um „herstöðvarmálið“ (í víðasta skilningi) meiri en í nokkru öðru eilífðar- máli íslensk þjóðlífs. Þörf er því á eins konar „þjóðfélagslegu þýðingarstarfi í þeim einfalda tilgangi að menn viti hvað við er átt“. Það kemur í ljós að menn kjósa að tala um þessi mál með mismunandi hætti. Sérstaklega er athyglivert að athuga það sem höfundur kallar „nýmál“ eða „nýtal“ hernaðarsérfræðinga sem er orðið mjög áberandi í opinberri umræðu síðustu árin. Iþriðja hluta bókarinnar er loks langur kafli um „konur og hermenn“. En eitt meginstefið í andófinu gegn hernáminu og herstöðinni var frá upphafi að „andlegum og líkamlegum hórdómi hernámsins yrði létt af landinu", eins og Sverrir Kristjáns- son sagnfræðingur komst að orði. í bók- inni er rakið hvernig þessi samskipti ís- lenskra kvenna við bandaríska hermenn „magna upp róttækustu viðbrögð samfé- lagsins, útskúfunina". Þess er enginn kostur að gera neina við- hlítandi grein fyrir þessu mikla og marg- brotna verki í stuttu máli. Það skal aðeins fullyrt að þessi bók er víða mjög skemmti- leg aflestrar fyrir áhugafólk, — markar tímamót — bæði í íslenskum félagsvísind- um og ekki síður í umfjöllun um herstöðv- armálið. Bókin fæst í flestum bókaverslunum, en hún er gefin út af „Forlagi höfund- anna“ á Akureyri. Friðrik Haukur Halls- son er að ljúka doktorsprófi við háskólann í Bielefeld í Þýskalandi. -þá/óg 112 ÞJÓÐLÍF
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.