Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Side 18
VISiNDI A VORDOGUM
FYLGIRIT 60
Aðferð: Tvö rýnihópaviðtöl fóru fram við átján ljósmæður á
fæðingargangi og í Hreiðri á Landspítala. Urtak var valið með
þægindaaðferð. Gögn voru greind í þemu og undirþemu með
menningarbundinni nálgun.
Niðurstöður: Fæðingarstaður og áhættuhugsun í umhverfi hafa
áhrif á sjálfræði ljósmæðra og kvenna til ákvarðanatöku um
umönnun í fæðingu og traust á innri þekkingu ljósmæðranna.
Þær töldu yfirsetu mikilvæga vegna möguleika til að mynda
gagnkvæmt samband, byggt á trausti, milli konu og ljósmóður.
Það skapaði öryggistilfinningu og tækifæri til að nota klíníska
færni og innri þekkingu til að ákveða bestu umönnun fyrir
hverja konu. Ef slíkt samband myndaðist ekki fannst þeim það
draga úr öryggistilfinningu. Verklagsreglur sem brjóta í bága við
þekkingu ljósmæðra og mismunandi hugmyndafræði skapaði
óöryggi og tilfinningu um að vera undir smásjá. Það hafði
einnig áhrif á sjálfræði þeirra og kvenna til ákvarðanatöku um
umönnun í fæðingu.
Ályktun: Ljósmæður lýstu ákveðnu ferli þar sem þær fara út
fyrir ramma reglna en þá er ákvörðun byggð á gagnreyndri
þekkingu, klínísku mati og samráði við konuna. Það eru í
raun gagnreynd vinnubrögð en ljósmæður virðast ekki alltaf
sjá leiðir til að vinna þannig. Efla þarf rannsóknir innan
ljósmóðurfræðinnar á því hvernig hægt er að stuðla að
eðlilegum fæðingum í fæðingarumhverfi um leið og velferð og
öryggi konunnar og fjölskyldu hennar er höfð að leiðarljósi.
V-27 Lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum á íslandi. Þriggja
ára aftursæ rannsókn
Helga Hansdóttir, Pétur G. Guðmannsson
Öldrunarsviði Landspítala
helgah@landspitali.is
Markmið: Að lýsa lyfjanotkun á hjúkmnarheimilum á íslandi
yfir þriggja ára tímabil.
Aðferðir: Lyfjafyrirmæli frá byrjun 2002 til lok 2004 voru
skoðuð. Upplýsingar um heildarlyfjanotkun voru skráðar
auk upplýsinga um stöðuga notkun á rannsóknartímanum,
tímabundna notkun og notkun á lyfjum eftir þörfum, nokkra
algengra lyfjaflokka.
Niðurstöður: Upplýsingum frá 10 hjúkrunarheimilum var safnað
um 1408 einstaklinga, 909 konur og 499 karla sem er u.þ.b. 60%
af skráðum hjúkrunarheimilisrýmum á Islandi. Meðal aldur var
83 ár. Heildar lyfjanotkun var 8,88 (±4,0) í byrjun en jókst til 9,91
(±4,3) að meðaltali, lyf notuð skv. þörfum voru ekki meðtalin.
Konur notuðu að meðaltali einu lyfi fleiri en karlar (8,24 vs 9,23
p<0,001). Notkun geðlyfja var mikil en einungis 12,2% karla
and 6,4% kvenna fékk aldrei nein lyf af flokki geðlyfja (p<0,01).
Sefandi lyf, þunglyndislyf og kvíðastillandi/svefnlyf voru oftar
gefin konum en körlum (39,1% vs 31,7% p<0,01; 70% vs 61,5%
p<0,01; 86,6% vs 80,2% p<0,05). Konur fengu oftar lyf sem
lækka sýrustig magans en karlar (46,9% vs 38,1% p>0,01), D-
vítamín (72,3% vs 59,1% p<0,00), kalk (47,8% vs 15,2% p<0,00),
þvagræsilyf (64% vs52,3% p<0,00), skjaldkirtiLandspítalaor
món (22,4 vs 8% p<0,02), ópíöt (32,1% vs 27,7% p<0,00), and
paracetamól (72,3% vs 61,3% p<0,00). Karlar fengu oftar lyf gegn
sykursýki (14%vs 5% p<0,00); warfarin (10,6% vs 5,1% p<0,00);
kólesteról lækkandi lyf (7,8% vs 4% p<0,01); parkinsonslyf
(13,8% vs 8,4% p<0,05). Það var ekki significant munur á körlum
og konum í notkun blóðflögu hemjandi lyfja (30,5%); lyfjum
við hjartsláttartruflunum (digoxin/amidarone) (15,8%), lyfjum
gegn háþrýstingi (35,4%), beta blokkerum (37,1%); gigtarlyfjum
(17,1%), sérhæfðir cox-2 hemjarar (13,7%), astmalyfjum (16,1%)
né glákulyfjum (15%).
Ályktun: Lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum á íslandi er mikil og
eykst með tímanum. Konur nota fleiri lyf en karlar, sérstaklega
geðlyf.
V-28 Spádómsþættir fyrir lifun skv. mælitækinu interRAI
Palliative Care (PC) á íslandi
Sigríður Helgadóttir1, Valgerður Sigurðardóttir2, Ingibjörg Hjaltadóttir1,
Guðrún Dóra Guðmannsdóttir1, Pálmi V. Jónsson1
^Öldrunarsviði Landspítala,2 líknardeild lyflækningasviðs II Landspítala
sigrihe@lsh.is
Inngangur: Mikið hefur verið rannsakað um spádómsþætti
fyrir lifun en þetta er fyrsta birta rannsóknin sem gerir það með
interRAI PC.
Markmið: Tilgangur rannsóknarinnar var að finna út hvaða
þættir í InterRAI PC spá fyrir um lifun á 1 ári og athuga hversu
vel spá lækna og hjúkrunarfræðinga um lifun samræmdist
raunlifun.
Aðferðir: Framsýn þýðisrannsókn á sjúklingum skráðum í
líknarþjónustu á tímabilinu 15.10.2003-15.04.2004. Notast var við
interRAI Palliative Care (PC) við upplýsingaöflun. Tölfræðileg
úrvinnsla var gerð með Kaplan-Meier greiningu í SPSS.
Niðurstöður: Af þeim 124 sjúklingum (64 konur og 60 karlar)
sem voru þátttakendur í rannsókninni voru 15 enn á lífi e. 1 ár.
Meðalaldur sjúklinga var 71 ára (SD 13). 116 sjúklingar voru
með krabbamein. Miðgildi lifunar var 41 dagar (95% CI 30-
52). Marktækilegan mun var að finna á lifun milli verkjahópa.
Verkjalausir lifðu lengur en þeir sem fundu fyrir verkjum. Ekki
var að finna mun á lifun eftir styrkleika verkja. Aðrir marktækir
þættir voru minnkuð hreyfifærni í rúmi og flöktandi meðvitund.
Lifunarspá lækna og hjúkrunarfræðinga passaði vel við
raunlifun þegar andlát var yfirvofandi, eða innan 6 vikna.
Ályktanir: Sjúklingar í þessari rannsókn voru misleitur hópur
og interRAI PC mælitækið hentar almennt frekar illa við að spá
fyrir um lifun.
V-29 Lífsgæði kæfisvefnssjúklinga samanborið við
slembiúrtak íslendinga á höfuðborgarsvæðinu
Björg Eysteinsdóttir1, Bryndís Halldórsdóttir', Bryndís Benediktsdóttir1,
Þórarinn Gíslason', Greg Mashlin2 Allan I. Pack2
'Svefnrannsóknir Landspítala, ^Centre for Sleep and Resiratory,
University of Pennsylvania School of Medicine, Philadelpia, USA
bjorgey@\andspitali.is
Inngangur: Kæfisvefn orsakast af síendurteknum öndunar-
truflunum í svefni, súrefnisfalli og dagsyfju. Þetta ástand getur
haft neikvæð áhrif á geðslag, dagsform, árvekni og lífsgæði
1 8 LÆKNAblaðið 2009/95