Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 25

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 25
V í S I N D I Á VORDOGUM FYLGIRIT 60 finnast í 2/3 brjóstakrabbameinsæxla og eru aðrar en sjást í brjóstvef án krabbameins. Vísbending er um tengsl litninga- breytinga við lengra genginn sjúkdóm. V-46 Hindrandi viðhorf til verkja og verkjameðferðar meðal krabbameinssjúklinga á ópóíðmeðferð í sex Evrópulöndum Sigríður Gunnarsdóttir1'2' Valgerður Sigurðardóttir', og EPOS rannsóknarhópurinn 'Landspítala, 2HÍ sigridgu@landspitali.is Inngangur. Ómeðhöndlaðir krabbameinsverkir eru vandamál á heimsvísu. Hindrandi viðhorf sjúklinga (s.s. ótti við fíkn, áhyggjur af þolmyndun og aukaverkunum) hafa verið rann- sökuð í Bandaríkjunum, í Asíu og á íslandi og hafa neikvæð áhrif á verkjameðferð og tengjast verri verkjum og skertum lífsgæðum. Slík viðhorf eru oft menningarbundin og áríðandi er að leiðrétta þau í fræðslu til sjúklinga. Mikilvægt er að skoða slík viðhorf í fleiri löndum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hindrandi viðhorf hjá evrópskum krabbameinssjúklingum á ópíoíð meðferð. Aðferð: Rannsóknin var samevrópskt verkefni sem náði til 3000 sjúklinga í 11 löndum. Hún var lýsandi þversniðsrannsókn. Spurningalistar voru lagðir fyrir í eitt skipti: „Barriers Questionnaire-II", „Brief Pain Inventory" og „EORTC QLQ- C30" til að meta hindrandi viðhorf, verki og lífsgæði. Listarnir hafa verið þýddir, staðfærðir og forprófaðir í fjölda landa. Niðurstöður: í þessum hluta rannsóknarinnar tóku þátt 688 krabbameinssjúklingar, 18 ára og eldri, 54% karlar og 46% konur, í sex löndum í Evrópu. Allir voru á ópíoíðmeðferð. Meðalaldur var 61.30(13.11) ár og tími frá greiningu voru 30.56(41.38) mánuðir. Þátttakendur í öllum löndunum höfðu hindrandi viðhorf. Meðaltalsskor var 1,88(0,85) á skalanum 0-5 þar sem hærra skor táknar sterkari hindrandi viðhorf. Munur var á viðhorfum eftir löndum. Sterkari viðhorf var að finna hjá körlum en konum og hjá þeim sem eldri voru. Ekki reyndust tengsl á milli viðhorfanna og ópíoíð notkunar, en veik og marktæk fylgni var á milli verkja, áhrifa verkja á daglegt líf, lífsgæða og viðhorfanna. Ályktun: Hindrandi viðhorf fundust í öllum þátttökulöndum og munur var á milli landa. Viðhorfin tengdust verkjum og lífsgæðum en ekki notkun á ópíoíðum. Tækifæri gafst til að kanna viðhorfin í þessari stóru samevrópsku rannsókn en í framhaldinu er nauðsynlegt að skoða slík viðhorf og áhrif þeirra í fjölbreyttara úrtaki m.a. hjá sjúklingum sem ekki taka ópíoíða til verkjastillingar. V-47 Einkenni og lífsgæði krabbameinssjúklinga á ópíoíðum Sigríður Zoega1, Sigríður Gunnarsdóttir24, Valgerður Sigurðardóttir3, Nanna Friðriksdóttir4 'Þvagfæraskurðdeild 13-D, 2fræðasviði krabbameinshjúkrunar, ’líknardeild Kópavogi, 'lyflækningasviði II szocga@landspitali.is Inngangur: Lífsgæði krabbameinssjúklinga eru yfirleitt lakari en hjá almenningi og tengsl eru á milli einkenna og lífsgæða. Fjöldi einkenna er yfirleitt um 8-11 og oftast er styrkur þeirra lítill eða í meðallagi. Töluverður hluti sjúklinga upplifir þó mikil einkenni einkum hvað varðar þreytu og verki. Markmið: Tilgangur rannsóknarinnar var að meta einkenni og lífsgæði krabbameinssjúklinga á ópíoíðum og að skoða sambandið milli einkenna og lífsgæða. Rannsóknin var hluti af fjölþjóðlegri rannsókn, European Pharmacogenetic Opioid Study. Aðferðir: Rannsóknamið var lýsandi, þversniðs, fylgni- rannsóknarsnið og var um hentugleikaúrtak 150 krabbameins- sjúklinga á ópíoíðum að ræða. Karlar voru 62 (41%) en konur 88 (59%). Þátttakendur voru á aldrinum 20-92 ára en meðalaldur (SF) var 64,7 (12,7) ár. Niðurstöður: Meðalfjöldi (SF) einkenna var 9,0 (3,3) en meðal- styrkur (SF) var 0,9 (0,5) á skalanum 0-3. Þreyta, verkir og slapp- leiki voru þau einkenni sem bæði voru algengust og sterkust. Kyn og fjöldi annarra sjúkdóma en krabbameins höfðu ekki áhrif á fjölda einkenna, styrk þeirra eða heildar heilsu/lífsgæðaskor. Fjöldi og styrkur einkenna minnkaði hins vegar með hækkandi aldri. Verkir, þreyta, svefnleysi, og depurð skýrðu 33,6% af dreifingunni í heilsu/lífsgæðaskori, leiðrétt fyrir aldri og kyni. Annað módel, einnig leiðrétt fyrir aldri og kyni, sýndi að fjöldi einkenna skýrði 25,8% af dreifingunni í heilsu/lífsgæðaskori. Ályktun: Einkennamynd og lífsgæðaskor þátttakenda í þessari rannsókn var svipað og hjá sambærilegum hópum í erlendum rannsóknum. Niðurstöðurnar benda til þess að auka megi lífs- gæði krabbameinssjúklinga með því að draga úr fjölda krabba- meinstengdra einkenna og meðhöndla einkenni, einkum verki og þreytu. V-48 Beinmergsskipti í öðru landi. Reynsia aðstandenda af því að fylgja sjúklingum sem fá meðferð með blóðmyndandi stofnfrumum úr gjafa Þórunn Sævarsdóttir, Nanna Friðriksdóttir, Björk Unnarsdóttir, Sigrún Reykdal Landspítala, lyflækningasviði II torun nsa@landspi tali. is Inngangur: Árlega fara að meðaltali 5 íslenskir sjúklingar í fylgd aðstandenda til Svíþjóðar þar sem þeir fá meðferð með blóðmyndandi stofnfrumum úr gjafa. Meðferðin tekur þrjá til fjóra mánuði. Markmið: Að kanna upplifun og reynslu aðstandenda af því að fylgja sjúklingum sem fá meðferð með blóðmyndandi stofn- frumum úr gjafa. LÆKNAblaðið 2009/95 25

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.