Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Page 32

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Page 32
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 60 en þeir eru próteinkljúfandi ensým sem helst er að finna í lýsósómum. Styrkur cystatin C í blóði gefur góða mynd af gaukulsíunarhraða (GFR) og er í vaxandi mæli notað sem vísir fyrir nýrnastarfsemi. Sykurvirkir sterar svo sem dexametasón geta örvað myndun cystatin C og séu þeir gefnir í háum skömmtum hækka þeir styrk þess í blóði. Stökkbreyting í geni cystatin C er þekkt fyrir að valda arfgengri heilablæðingu með cystatin C æðamýlildi á íslandi. Markmið rannsóknarinnar var að finna mikilvægar markraðir í stýrisvæði gensins og þá afritunarþætti sem auka afritun þess við dexametasón örvun. Efniviður og aðferðir: Afritunarvirkni búta af stýrilsvæði tengdum vísigeni var mæld í ræktuðum HeLa frumum. Fákirni og fjölliðunarhvörf voru notuð til að stökkbreyta niturbasaröðum í stýrilsvæði og áhrif stökkbreytinganna á afritunavirkni mæld. Þróaðar voru ELISA aðferðir til þess að mæla bindingu afritunarþátta í kjarnaúrdráttum (nuclear extracts) á mismunandi niturbasaraðir í stýrilsvæði. Notaðir voru kjarnaúrdrættir úr HeLa frumum sem höfðu verið örvaðar með því að bæta dexametasón í ræktunaræti svo og fákimi með eðlilegri og stökkbreyttri niturbasaröð stýrilsvæðisins. Niðurstöður: Ræktaðar HeLa frumur juku framleiðslu á cystatín C um 80% við dexametasón styrkinn 10'<’M og afritunavirkni cystatín C stýrils jókst um 48%. Sérstök ELISA mæling, þar sem biotin merkt tvíþátta fákimi samsvarandi kjarnsýruröð frá -262 til -202, mótefni gegn afritunarþættinum Spl og kjarnaúrdráttur úr HeLa frumum sem örvaðar voru með dexametason, sýndi allt að 63% aukningu á Spl bindingu við þessa kjamsýruröð, en hún inniheldur þrjár endurtekningar af markröð Spl/Sp3. Ályktun: Aukin cystatin C framleiðsla HeLa frumna við dexametasón örvun verður vegna aukinnar bindingar afritunar- þáttarins Spl á stýrilsvæði cystatin C gens. V-65 Markgen mögnunar á 8p12-p11 í brjóstaæxlum Berglind Ósk Einarsdóttir’, Bjarni A. Agnarsson2, Kristrún Ólafsdóttir2, Göran Jonsson3, Johan Vallon-Christersson3, Aðalgeir Arason* 1, Haukur Gunnarsson1, Óskar Þór Jóhannsson4, Áke Borg3, Inga Reynisdóttir1', Rósa Björk Barkardóttir’* 'Sameindameinafræði- og frumulíffræðieiningu rannsóknastofu í meinafræði, Landspítala, 2vefjameinafræði, rannsóknastofu í meinafræði, Landspítala, 3Department of Oncology, University Hospital, Lund, Svíþjóð, Jkrabbameinslækningadeild, Landspítala. # Jafnt framlag. boe@landspitali.is, ingar@landspitali.is Inngangur: Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein íslenskra kvenna og ein af hverjum níu konum greinist með meinið. Erfðabrenglanir eru algengar í krabbameinsfrumum og á 8pl2-pll er þekkt mögnunarsvæði sem tengist verri sjúkdómshorfum. Markmið verkefnisins er að finna markgen mögnunar á 8pl2-pll og eru gen sem sýna fylgni milli DNA eintakafjölda og mRNA- og prótíntjáningar skilgreind sem markgen og því möguleg æxlisgen. Aðferðir: Niðurstöður kortlagningar á mRNA-tjáningamynstri og DNA-eintakafjölda í 428 brjóstaæxlum með hjálp örflögutækninnar voru notaðar til nákvæmrar kortlagningar á 8pl2-pll mögnunarsvæðinu og hlutfallslegrar tjáningar þeirra gena sem liggja innan mögnunarsvæðisins. Prótíntjáning þeirra 32 LÆKNAblaðið 2009/95 gena sem sýndu fylgni á milli DNA-eintakafjölda og mRNA- magns var könnuð með Western blettun í 11 brjóstafrumulínum og 39 brjóstaæxlum með og án mögnunar á 8pl2-pll. Fylgni var athuguð með Pearson's fylgniprófi. Niðurstöður: Fjórðungur brjóstaæxlanna reyndist vera með mögnun á 8pl2-pll. Kortlagning á svæðinu leiddi í ljós a.m.k. þrjú aðgreind mögnunarsvæði og voru tvö þeirra valin til frekari rannsókna. Innan svæðanna tveggja liggja 16 gen og samkvæmt niðurstöðum örflögurannsókna okkar og birtum niðurstöðum annarra rannsóknahópa er jákvæð fylgni á milli DNA-eintakafjölda og mRNA-tjáningar hjá 12 af þeim 14 genum sem til eru upplýsingar um (r a 0,6). Mótefni fást gegn prótínum 11 þessara 12 gena og skoðun á prótíntjáningu fjögurra þeirra er lokið. Ekki er fylgni milli DNA eintakafjölda og prótínmagns hjá tveimur þeirra (WHSCILI og FGFRl) en hjá tveimur er marktæk fylgni, ERLIN2 (r a0.64, p sO.0001) og LSMl (r a0.84, p sO.0001). Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að ERLIN2 og LSMl séu markgen DNA mögnunar á 8pl2-pll, en frekari rannsókna er þörf til að ganga úr skugga um hvort markgenin séu fleiri. V-66 Hodgkins eitilfrumuæxli á íslandi: klínísk og meinafræðileg rannsókn Hallgerður Lind Kristjánsdóttir1J, Brynjar Viðarsson1, Friðbjörn Sigurðsson1' Bjami A. Agnarsson2'3 1 Lyflækningasviði Landspítala,2 meinafræði Landspítala,3 læknadeild HÍ hallglk@landspital i. is Inngangur: Hodgkins eitilfrumuæxli (Hodgkin's lymphoma (HL)) er sjaldgæft illkynja æxli sem leggst aðallega á ungt fólk. Sjúkdómurinn er læknanlegur í meirihluta tilfella í dag. Efniviður og aðferðir: Markmið rannsóknarinnar er að taka saman upplýsingar um alla sjúklinga sem greindust með HL á íslandi á árunum 1990-2005. Safnað er upplýsingum úr sjúkraskrám og vefjasneiðar skoðaðar. Gert verður tissue microarray (TMA) og mótefnalitanir á vefjasýnunum. Niðurstöður: Alls voru 105 einstaklingar greindir með HL og var aldursstaðlað nýgengi 2,05 á 100.000 íbúa og hefur ekkert breyst á þessu árabili. Karlar voru fleiri en konur (3:2) og meðalaldur við greiningu var 38 ár (spönn 5-88 ára). Eftir endurskoðun vefjasneiða voru 65% með hnútahersli (Nodular sclerosis), 17% með blandaða frumugerð, 6% voru óflokkanleg og aðrir undirflokkar voru innan við 5%. Á stigi II greindust 63%. Algengasta lyfjameðferðin var með ABVD (60/100) og 46 af 100 fengu geislameðferð. Heildar fimm ára lifun var 81% og var betri hjá körlum (88%) en konum (71%) (p=0,04). Mikill munur sást á lifun eftir aldri og var 94% hjá yngri en 60 ára en 29% hjá eldri en 60 ára. Hjá sjúklingum sem svöruðu illa fyrstu meðferð var fimm ára lifun 42% og 81% hjá sjúklingum með endurkomu. Sjö sjúklingar hlutu háskammtalyfjameðferð og stofnfrumuígræðslu og eru fimm þeirra á lífi í dag. Ályktanir: Almennt þá eru niðurstöður svipaðar og í öðrum vestrænum löndum. Athyglisvert er að sjá að fimm ára lifun er verri hjá konum og hve góð lifun er meðal sjúklinga sem j

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.