Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 40

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 40
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 60 D og 1 á stigi A. Lungnameinvörpin greindust 30 mán. (bil 1,5- 74) frá greiningu frumæxlis, 26% fyrir tilviljun. Fimm sjúklingar höfðu áður gengist undir brottnám á lifrarmeinvörpum. í 18 tilfellum var um stakan hnút að ræða, 6 höfðu 2 hnúta en hinir fleiri. Blaðnám (48%) og fleygskurður (33%) voru algengustu aðgerðirnar. Þrír fóru í aðgerð vegna meinvarpa í báðum lungum. I 3 tilfellum var gert endurtekið brottnám vegna lungnameinvarpa. Allir lifðu af aðgerðina og var legutími 8 dagar (bil 5-58). Algengustu fylgikvillar voru loftleki (19%) og loftbrjóst (26%). Frá lungnaaðgerð var 1 og 5 ára lifun 92,3% og 30,4%. Alyktun: Árangur þessara aðgerða er góður og fylgikvillar oftast minniháttar. Tæpur helmingur sjúklinga er á lífi 5 árum frá aðgerð, sem er umtalsvert betri lifun en fyrir sjúkl. sem ekki fara í aðgerð. Þar sem viðmiðunarhóp vantar er ekki hægt að útiloka að skekkja í vali á sjúkl. geti haft áhrif á niðurstöður. V-87 Slímvefjaræxli í hjarta á íslandi Hannes Sigurjónsson1, Karl Andersen2-7, Maríartna Garðarsdóttir3, Vigdís Pétursdóttir1, Guðmundur Klemenzson5, Gunnar Þór Gunnarsson6, Ragnar Danielsen2, Tómas Guðbjartsson1-2 ’Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2hjartadeild ,3myndgreiningardeild, 4meinafræðideild, 5svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 6Sjúkrahúsið á Akureyri, Tæknadeild HÍ tonmgud@landspitali.is Inngangur: Slímvefjaræxli (myxoma) eru algengustu æxlin sem upprunnin eru í hjarta. Þetta eru góðkynja æxli sem vaxa staðbundið og valda oft fjölbreytilegum einkennum, m.a. stíflu/ leka á míturloku og blóðreka. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta nýgengi slímvefjaræxla hér á landi og kanna árangur skurðaðgerða við þeim. Ef ni og aðferðir: Rannsóknin er afturvirk og nær til allra sjúklinga sem greindust með slímvefjaræxli á íslandi frá því hjartaaðgerðir hófust í júní 1986 og fram til dagsins í dag. Sjúklingar voru fundnir eftir þremur leiðum, meinafræði- og hjartaómrmarskrá- og vélindaómskrá frá skurðstofu Landspítala. Niðurstöður: Alls greindust 9 tilfelli, 3 karlar og 6 konur, með meðalaldur 60,7 ár (bil 37-85). Aldursstaðlað nýgengi var 0,12 á hverja 100.000 íbúa/ári (95% CI: 0.05-0.22). Átta æxli voru staðsett í vinstri gátt og eitt í þeirri hægri. Meðalstærð æxlanna var 3,6cm (bil l,5-7cm). Mæði (n=5) og heilablóðfall vegna reks (n=2) voru algengustu einkennin. Átta tilfelli greindust við hjartaómun og 1 fyrir tilviljun á tölvusneiðmynd af kransæðum. Allir sjúklingarnir fóru í aðgerð þar sem æxlið var fjarlægt. Meðalaðgerðartími var 236 mín. og allir sjúklingarnir lifðu aðgerðina og útskrifuðust heim. Fylgikvillar voru minniháttar, oftast gáttatif (n=4). Legutími var 30 dagar (miðgildi), þar af 1 dagur á gjörgæslu. 1 dag (1. mars 2009) eru 7 sjúklingar af 9 á lífi, allir við góða heilsu og án teikna um endurtekið slímvefjaræxli. Umræða: Einkenni og greining slímvefjaræxla á Islandi eru svipuð og í erlendum rannsóknum, einnig nýgengi. Eftir því sem best er vitað er þetta fyrsta rannsóknin á slímvefjaræxlum að ræða sem nær til heillar þjóðar og þar sem reiknað er út lýðgrundað nýgengi. V-88 Árangur lungnabrottnámsaðgerða við lungnakrabbameini á íslandi Húnbogi Þorsteinsson', Hörður Alfreðsson2, Helgi J. ísaksson3, Steinn Jónsson1'4, Tómas Guðbjartsson1-2 ’Læknadeild Hl, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, 3rannsóknarstofu í meinafræði, 4lungnadeild, Landspítala tomasgud@landspi tal i. is Inngangur: Lungnabrottnám er aðgerð til að fjarlægja stór og miðlæg skurðtæk lungnakrabbamein sem ekki er unnt að lækna með blaðnámi. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna árangur þessara aðgerða, ábendingar og fylgikvilla þeirra hér á landi. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á sjúklingum sem gengust undir lungnabrottnám vegna lungnakrabbameins á Islandi 1988-2007. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og voru m.a. kannaðar ábendingar aðgerðar, TNM-stig, fylgikvillar, lífshorfur og forspárþættir lífshorfa (Cox fjölbreytugreining). Niðurstöður: Samtals gengust 77 sjúkl. (meðalaldur 62,3 ár, 64% karlar) undir lungnabrottnám, hæ. megin í 44% tilfella. Miðmætisspeglun var gerð í 31% tilfella fyrir lungnabrottnámið. Alls reyndust 41 sjúkl. (54%) á stigi I+II, 27 (38%) á stigi IIIA/ B og 6 á stigi IV. í 17% tilfella sást krabbamein í skurðbrún. Aðgerðartími var að meðaltali 161 mín. og blæðing í aðgerð llOOml. Helstu fylgikvillar eftir aðgerð voru gáttatif/flökt (21%), lungnabólga (6,5%), fleiðruholssýking (5,2%) og öndunarbilun (5,2%). Miðgildi legutíma var 11 dagar. Þrír sjúklingar (3,9%) létust <30 daga frá aðgerð og voru lífshorfur eftir 1 og 5 ár 62,9% og 19,3%. Aldur, TNM-stig og vefjagerð reyndust sjálfstæðir forspárþættir lífshorfa. Ályktun: Skammtímaárangur lungnabrottnámsaðgerða er góður hér á landi og tíðni alvarlegra fylgikvilla lág. Langtímalífshorfur eru hins vegar lakari en erlendis og aðeins 1 af 5 sjúkl. á lífi 5 árum frá aðgerð. Skýring á þessu er ekki þekkt en ófullnægjandi stigun fyrir skurðaðgerð gæti haft þýðingu, t.d. var hluti sjúklinga með útbreiddan sjúkdóm þar sem skurðaðgerð er ekki talin koma að gagni. Ljóst er að bæta má stigun þessara sjúklinga hér á landi, t.d. með því að fjölga miðmætisspeglunum. V-89 Æðaþelsfrumur gegna lykilhlutverki í myndun greinóttrar formgerðar í lungum Ivar Axelsson', Ari J. Arason1, Ólafur Baldursson4, Jóhannes Bjömsson2, Tómas Guðbjartsson3, Þórarinn Guðjónsson13, Magnús Karl Magnússon5 Líffræðideild1, meinafræði-2 skurðlækninga-,3 læknadeild HÍ4, blóðmeinafræðideild Landspítala5 lomasgud@landspitali.is Inngangur: Greinótt formgerð lungna myndast frá forgimi meltingarvegar í fósturþroska. Aukin þekking á þroskun og sérhæfingu lungnafruma er mikilvæg til þess að mögulegt sé að kortleggja upphaf og framþróun krabbameinsmyndunar í lungum. Mikill skortur er á góðum frumuræktunarkerfum til rannsókna á þekjuvefsmyndun lungna. Við höfum nýlega lýst nýrri lungnaþekjufrumulínu, VA-10, sem getur m.a. myndað sýndarlagskipta (pseudostratified) þekju í loft-vökvarækt (air-liquid culture) líkt og gerist í efri öndunarvegi. Vitað er að bandvefsfrumur gegna mikilvægu hlutverki í endanlegri 40 LÆKNAblaðið 2009/95 M

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.