Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Side 16

Frjáls verslun - 01.03.2015, Side 16
16 FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 áherslu á að við byggjum upp lang tímasambönd við viðskipta­ vini okkar og að þeir séu það ánægðir með þjónustu okkar að þeim finnist ástæða til að eiga aftur við okkur viðskipti í fram ­ tíð inni. Einnig verð ég í framkvæmda­ stjórn móðurfélagsins, Beringer Finance í Svíþjóð, og mun þar ásamt öðrum stjórnendum sinna stefnumótun og þróun félagsins. Við leggjum áherslu á að Bering­ er Finance­teymin vinni vel sam­ an milli landa og að við getum nýtt okkur viðeigandi sérþekk­ ingu á hverjum stað. Við erum nú rúmlega tuttugu sérfræðingar sem starfa hjá fyrirtækinu.“ Beringer Finance á Íslandi Aðalsteinn Jóhannsson er stofn ­ andi Beringer Finance og starfa tíu sérfræðingar í höfuðstöðvun ­ um í Stokkhólmi. Fyrirtækið er jafn framt með skrifstofur í Reykja­ vík þar sem Jónmundur Guð­ marsson er framkvæmdastjóri og leiðir þar hóp tíu sérfræð inga. Það er svo Steinunn Kristín sem stendur í brúnni í Noregi. „Starfsemin okkar á Íslandi hefur farið vel af stað og sinn um við ráðgjöf og vinnslu verk efna fyrir meðalstór og stór fyrir tæki. Þar höfum við komið að ráð gjöf fyrir erlenda fjárfesta sem sjá tækifæri í íslenskum tækni fyrir ­ tækjum, í iðnaði og fjár mála ­ starf semi en einnig höfum við leitt sókn íslenskra fyrirtækja inn á nýja markaði í Skandinavíu og Norður­Evrópu. Beringer Finance er mjög vel til þess fallið að vinna að verkefnum sem ná út fyrir landsteinana og telur sig hafa samkeppnisforskot hvað það varðar.“ Lufthansa, Enron og Glitnir Steinunn útskrifaðist sem stúdent frá Verslunarskóla Íslands árið 1992 og hélt í kjölfarið vestur um haf þar sem hún stundaði næstu árin BA­nám í alþjóðaviðskipta­ fræði og stjórnmálum við háskóla í Suður­Karólínu. Hún útskrifaðist árið 1995 og í janúar 1997 hóf hún MBA­nám við Thunderbird í Arizona sem er einn af fremstu háskólum í alþjóðaviðskiptum og stjórnun. „Einhverjir telja mig vera mikla ævintýramanneskju þar sem ég hef búið víða. Námstíminn var mjög skemmtilegur og á þeim árum æfði ég meðal annars sund og kenndi sund í Karabíska hafi nu um tíma. Ég vann næstu árin hjá Luft­ hansa í Frankfurt og Enron í Hou­ ston og í Frankfurt. Hjá Enron voru verkefnin út um allan heim og var aðaláherslan í starfi nu á verkefnisfjármögnun fyrir ýmis orkuverkefni eins og til dæmis vatnsorkuverkefni í Marokkó og Berlín. Verkefnin kröfð ust þess að ég ynni mikið í London með stóru alþjóðlegu teymi. Ég hætti síðan hjá Enron í ágúst 2001 og hélt heim til Íslands þar sem ég hóf störf hjá Íslands banka sem síðar varð Glitnir. Lærdómsrík ár í London Ég starfaði í fjögur ár við alþjóð­ legar lánveitingar hjá Glitni á Íslandi og leiddi þar öflugan hóp sérfræðinga þar til mér bauðst að taka við framkvæmda­ stjórastarfi í London árið 2005. Þar var hlutverk mitt að leiða stækkun útibús bankans og efla viðskiptin í Bretlandi og víðar í Evrópu. Þetta var mikil uppbygg­ ingar­ og stefnumótunarvinna og gekk starfsemin mjög vel fyrstu árin og voru rúmlega 60 sérfræðingar frá alla vega sjö ólíkum löndum. Þetta var mjög lærdómsríkur tími bæði hvað snerti uppbygginguna og einnig „Starfsemin okkar á Íslandi hefur farið vel af stað og sinn um við ráðgjöf og vinnslu verk ­ efna fyrir meðalstór og stór fyrir tæki.“ Viðskipti Aðalsteinn Jóhannsson er stofnandi Beringer Finance sem er með höfuðstöðvar í Stokkhólmi. Hjá fyrirtækinu starfa 30 sérfræðingar í Osló, Stokk hólmi og Reykjavík. Jónmundur Guðmarsson er framkvæmdastjóri skrifstofunnar í Reykjavík. Hér er Steinunn á fundi í Reykjavík með starfs­ mönnum Beringer Finance. Frá vinstri: Júlíus Fjeldsted, Jónmundur Guðmarsson, Steinunn Þórðardóttir, Skúli Valberg og Arndís Thorarensen. Ertu með ofnæmi? Lóritín® – Kröftugt ofnæmislyf án lyfseðils Þekkir þú helstu einkenni ofnæmiskvefs? · Kláði í augum og nefi · Síendurteknir hnerrar · Nefrennsli/stíflað nef · Rauð, fljótandi augu Einkennin geta líkst venjulegu kvefi og margir þjást af „kvefi” á hverju sumri áður en þeir átta sig á að um ofnæmiskvef er að ræða. Lóritín er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og langvarandi ofsakláða af óþekktum toga. Notkun: Lóritín inniheldur virka efnið lóratadín 10 mg og er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og langvarandi ofsakláða af óþekktum toga. Skömmtun: Fullorðnir og börn eldri en 12 ára: 1 taa á dag. Börn 2-12 ára: Með líkamsþyngd meiri en 30 kg: 1 taa (10 mg) á dag. Börn með líkamsþyngd undir 30 kg: 1/2 taa (5 mg) á dag. Lyð er ekki ætlað börnum yngri en 2 ára. Töuna má taka hvenær sem er, án tillits til matmálstíma. Hea ætti meðferð hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi með minni skammti. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða hjálparefnum. Varúðarreglur: Gæta skal varúðar ef Lóritín er geð sjúklingum með mikið skerta lifrarstarfsemi. Lyð inniheldur mjólkursykur (laktósa). Sjúklingar með galaktósaóþol, laktasaskort eða vanfrásog glúkósa-galaktósa, sem eru mjög sjaldgær arfgengir kvillar, skulu ekki nota lyð. Hjá sumum sjúklingum getur komið fram munnþurrkur. Við langtímameðferð er því góð tannhirða nauðsynleg þar sem munnþurrkur getur aukið líkur á tannskemmdum. Hætta á gjöf á Lóritín a.m.k. 48 klst. fyrir framkvæmd húðprófa þar sem andhistamín geta komið í veg fyrir eða dregið úr annars jákvæðri svörun við prónu. Notkun Lóritíns á meðgöngu og við brjóstagjöf er ekki ráðlögð. Í einstaka tilfellum nnur fólk fyrir syu sem getur haft áhrif á hæfni þeirra til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: Lóritín þolist almennt vel en algengustu aukaverkanirnar hjá börnum á aldrinum 2-12 ára eru höfuðverkur, taugaveiklun og þreyta. Algengustu aukaverkanirnar hjá 12 ára og eldri eru svefnhöfgi, höfuðverkur, aukin matarlyst og svefnleysi. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lynu. Markaðsleysha: Actavis hf. Texti síðast endurskoðaður í apríl 2015. H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA - A ct av is 5 10 24 0

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.