Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Side 18

Frjáls verslun - 01.03.2015, Side 18
18 FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 þegar halla tók undan fæti árið 2008. Í ágúst 2008 fór ég í fæð­ ingarorlof og átti mitt fyrsta barn, son, stuttu síðar.“ Akton AS í Noregi Steinunn og eiginmaður hennar, Antonios Koumouridis læknir, fluttu ásamt syni sínum til Bergen árið 2009 þar sem Antonios fékk góða stöðu sem skurðlæknir á háskólasjúkrahúsinu þar í borg. „Ég stofnaði eftir nokkurn undirbúning Akton AS, sem er fyrirtæki sem sinnir almennri stjórn unar­ og fjármálaráðgjöf til fyrirtækja. Á sama tíma og ég byggði upp ráðgjafarfyrirtækið Akton stækkaði fjölskyldan ört, en við eignuðumst þrjú börn á rúmum fimm árum. Viðskiptavinir Akton AS hafa verið úr ýmsum geirum en stærstu verkefnin hafa verið í skipaiðnaði, fjármálageir­ anum og smávörusölu. Ráðgjaf­ arfyrirtækinu Akton AS verður nú breytt í eignarhaldsfyrirtæki í minni eigu.“ Góð yfirsýn og langtíma- hugsun Steinunn hefur í um tvo áratugi starfað með fyrirtækjum í ýmsum geirum svo sem í sjávarútvegi, skipa­ og orkuiðnaði, lyfja iðn aði og smávörusölu auk þess að vinna með mörgum fjármála fyrir ­ tækjum í Evrópu og Bandaríkj un­ um. Hún segist vona að reynslan geti nýst á margþættan hátt í störf­ um sínum hjá Beringer Finance. „Það hefur ávallt verið mikil­ vægt fyrir mig að hafa góða yfir­ sýn og ég hef reynt að einbeita mér að stóru myndinni og hugsa til lengri tíma þegar kemur að viðskiptum. Með reynslunni verður þetta auðveldara og fram tíðarmyndin skýrist, maður verður fljótari að átta sig á stöðu mála og taka ákvarðanir. Einnig slípast maður með tímanum í leiðtogahlutverkinu og áttar sig á því hversu mikilvægt er að laga áherslurnar að mismunandi aðstæðum, hvort sem um er að ræða ólíka fyrirtækjamenningu eða menningarheima milli landa. Þetta mun vonandi koma að góðum notum með þeim fjöl­ mörgu og ólíku fyrirtækjum sem við veitum ráðgjöf.“ Women Empower Women Steinunn segir að þegar hún líti til baka þá hafi hún alla tíð verið mjög áhugasöm um alþjóðleg viðskipti og eflingu þeirra og sé mikil áhugamanneskja um heims­ málin almennt, hvort sem um er að ræða viðskipti, stjórn mál eða velferð samfélaga og þjóða. „Það er mér mikilvægt að leg­ gja mitt á vogarskálarnar til að efla og bæta samfélagið. Vegna þessa hef ég tekið þátt í ýmsum samtökum og ráðum en ég leiddi einmitt Bresk­íslenska viðskipta­ ráðið og Norsk­ís l enska viðskipta­ ráðið um tíma. Í lok síðasta árs hófst ég handa við að setja upp ný samtök í Evrópu sem heita Women Em power Women sem hafa það markmið að stuðla að virkri atvinnuþátttöku kvenna í Evrópu. Samtökin verða byggð á öflugu tengslaneti sem mun aðstoða menntaðar konur við að komast aftur á vinnumarkað. Það getur verið gríðarlega erfitt fyrir konur í t.d. Suður­Evrópu að kom­ ast aftur inn á vinnumarkaðinn og öðlast fjárhagslegt sjálfstæði þar sem samfélagsgerðin og stuðningsnetið sem við búum við á Norðurlöndunum er þar ekki fyrir hendi.“ Ísland og Grikkland Framkvæmdastjóri, eigandi fyrir ­ tækis, eiginkona og þriggja barna móðir. „Heimilislífið hefur ávallt haft mjög alþjóðlegan blæ vegna mikilla flutninga og þar sem mað urinn minn er grískur og fædd ur og uppalinn í Þýska­ landi. Við kynntumst í Heidelberg og giftum okkur 2007 þegar ég vann í London. Sonur okkar, sem er sex ára, fæddist í London en dætur okkar tvær fæddust í Bergen en þær eru tveggja og þriggja ára. Það eru töluð fimm tungumál á heimilinu á degi hverjum – íslenska, gríska, nor­ ska, þýska og enska. Við hjónin höfum bæði vítt áhuga svið og má segja að við höfum samein­ ast í fluguveiði, tónlist og síðan í köfun en við tókum t.a.m. Padi Pro­köfunarréttindin saman á Maldíveyjum þar sem við syntum með litríkum fiskum og hákörlum. Við höfum lagt mikla áherslu á að ferðast bæði til Íslands og Grikklands á hverju sumri og okkur finnst mikilvægt að börnin hitti stórfjölskylduna sem oftast. Við erum ekki búin að ákveða nákvæmlega hvað verður gert í sumar á Íslandi, en nokkuð ljóst er að að minnsta kosti ein veiðiferð verður skipulögð og mikil samvera með fjölskyldu og vinum. Hefð er fyrir að börnin fari á fótbolta­ og tennisnámskeið og í óendanlega margar sundferðir. Í Grikklandi verðum við örugg­ lega þónokkuð á ströndinni og í heimsókn hjá vinum og vanda­ mönnum. Þegar ég hugsa til baka þá er mjög dýrmætt að hafa þessa miklu innsýn í mismunandi menn ingarheima og að hafa fengið tækifæri til þess að búa í mis munandi löndum og starfa í mjög ólíkum fyrirtækjum með afar skemmtilegu og skörpu fólki frá öllum heimshornum.“ Ég stofnaði eftir nokkurn undirbúning Akton AS, sem er fyrirtæki sem sinnir almennri stjórn­ unar­ og fjármálaráðgjöf til fyrirtækja. Á sama tíma og ég byggði upp ráðgjafarfyrirtækið Akton stækkaði fjölskyldan ört, en við eignuðumst þrjú börn á rúmum fimm árum. „Það hefur ávallt verið mikilvægt fyrir mig að hafa góða yfir sýn og ég hef reynt að einbeita mér að stóru myndinni og hugsa til lengri tíma þegar kemur að viðskipt um.“ Steinunn Kristín Þórðardóttir. „Noregur er spennandi markaður enda virkur í samruna fyrirtækja og yfirtökum og mikið fjármagn í umferð.“ Viðskipti Lykill er hluti af Lýsingu hf. I Ármúla 1 I 108 Reykjavík I S. 540 1700 I lykill.is I lykill@lykill.is 1 2 3Flotaleiga Við finnum saman bíla sem henta þínum rekstri. Lykill sér um kaup og rekstur bílanna. Þú leigir bílana og nýtur stærðar- hagkvæmni Lykils. Flotaleiga Hagkvæmari kostur Lágmarkaðu kostnað við rekstur bílaflota fyrirtækisins Kynntu þér kosti Flotaleigunnar og fáðu allar nánari upplýsingar á lykill.is Viðskiptavinir þurfa ekki að hafa áhyggjur af endursölu bílsins. Viðskiptavinir fá margskonar viðbótarþjónustu. Lykill fylgist með ástandi bílanna og minnir leigutaka á þegar þjónustu er þörf. Viðskiptavinir njóta öryggis í rekstri bílaflota. Viðskiptavinir njóta lægri kostnaðar sem stærðarhag- kvæmni Lykils býður upp á. Erum sveigjanleg ef breytinga er þörf á samningstíma. Með Flotaleigu má lækka fjármagnskostnað og lágmarka aöll. Lykill tekur við flotanum að leigutíma loknum. Föst mánaðargreiðsla í allt að þrjú ár.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.