Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Side 24

Frjáls verslun - 01.03.2015, Side 24
24 FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 GRæJUR PáLL StefánSSon ljósmyndari T IPA­verðlaunin (The Technical Image Press Association) 2015, þar sem það nýjasta og besta í ljósmyndabransanum er verðlaunað, voru kynnt nú um daginn. Það verður þó ekki fyrr en á kvennadaginn, 19. júní, sem verðlaunin verða afhent, í Tókýó, höfuðborg Japans. Helstu verðlaunin voru þessi: Canon fékk verðlaun fyrir bestu aðdráttar linsuna fyrir atvinnu­ menn, Canon EF 11­24 mm f/4L, og Zeiss fyrir Loxia­seríuna af föst um linsum. Leica T­mynda­ vélin fékk hönnunarverðlaunin sem best hannaði gripurinn meðan Manfrotto fékk verðlaun fyrir besta þrífótinn; BeFree­kol­ efnis þrífótinn. Nikon fékk stóru verðlaunin; fyrir D810, atvinnu­ mannavél ársins, og Pentax fékk verðlaun fyrir bestu MF­vélina, Pentax 645Z. Hið sænska Profoto fékk verðlaun fyrir bestu ljósin, en það var B2­serían sem vann þann flokk. Að lokum vann Sony með A7S, sem var valin heimsins besta myndbanda­ og ljósmyndavél. En þetta ár verður mjög sér ­ stakt. Canon kynnti nú um dag ­ inn nýja fimmu með 50 milljón megapixla FF­myndflögu. Gallinn er bara sá að það eru bara nýjustu og bestu linsurnar frá Canon sem geta nýtt sér þessa ofur­ flögu. En Canon, sem er langstærsti myndavélafram­ leiðandinn, verður ekki lengi einn í paradís. Mjög fljót­ lega er búist við að Sony og jafnvel Nikon muni kynna myndavélar sem keppa við nýju fimmuna, með plús 50 milljón pixla FF­flögum. Gallinn er að ljósmyndarar verða þá að fjárfesta í enn stærri og öflugri tölvum; mynd fællinn er orðinn svo stór að allar venju­ legar tölvur leggj ast á hliðina þegar svona stórar myndir eru teknar til vinnslu. álitsgjafar S taðan á fasteignamark­ aðinum er sérkennileg þessa dagana vegna þess að lögfræðing­ ar sýslumannsembættisins á höfuðborgarsvæðinu hafa verið í verkfalli frá því strax eftir páska. Þar af leiðandi hefur engum skjöl um verið þinglýst eftir 1. apríl. Eftir því sem verkfallið dregst á langinn hefur þetta meiri áhrif á markaðinn.“ Ingibjörg Þórðardóttir segir að fasteignaviðskipti á þessu ári hafi farið mjög vel af stað og staðan sé ennþá slík en nú sé farið að gæta óvissu hjá fólki um hvað verði og kunni það að hafa áhrif á fasteignamarkaðinn ef verkfallið dregst á langinn. Fasteignaviðskipti hafa verið eðlileg enn sem komið er og fjöl ­ margir kaupsamningar gerðir. „Það hefur verið stígandi í fasteignaverði og markaðurinn á jafnri og góðri siglingu. Spáð er verulegri hækkun fasteignaverðs á komandi misserum og gera má ráð fyrir töluverðri veltuaukningu á árinu. Fasteignasalar gera þó ekki ráð fyrir að hækkanir verði meiri en verið hefur síðustu misseri. Bygg ingamarkaðurinn hefur verið að eflast mikið og gera má ráð fyrir að nýjar eignir víðs vegar um landið fari að koma í sölu og mun það væntan­ lega hleypa enn frekara lífi í fasteignamarkaðinn.“ Sérkennileg staða ingibjÖrg ÞÓrðardÓttir formaður Félags fasteignasala FASTEIGNAMARKAÐURINN Leggjast á hliðina Fundir - Móttökur - Veisluþjónusta Jómfrúin | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | Afgreiðslutími 11-18 | Sími: 55 10 100 | Fax: 55 100 35 | jomfruin@jomfruin.is | www.jomfruin.is Fundir - Móttökur - Veisluþjónusta Jómfrúin | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | Afgreiðslutími 11-18 | Sími: 55 10 100 | Fax: 55 100 35 | jomfruin@jomfruin.is | www.jomfruin.is Nikon fékk stóru verðlaun­ in; fyrir D810, atvinnu­ mannavél ársins. „Það hefur verið stígandi í fast eignaverði og mark­ aðurinn á jafnri og góðri siglingu.“

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.