Frjáls verslun - 01.03.2015, Page 26
26 FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015
S
igurður B. Stefánsson
segir að sagt sé á
Wall Street að örugg
leið til að auðgast sé
að eignast hlutabréf í fyrirtæki
á hlutfallslega lágu verði sem
þó fer hækkandi og hefur farið
hækk andi umfram önnur hluta
bréf. Það þarf þó jafnan að gæta
að aðstæðum.
„Senn taka við sex mánuðirnir
maí til október sem að meðaltali
skiluðu næstum engri hækkun
mælt aftur til 1950 svo dæmi sé
nefnt. Annað dæmi um sér að
stæður má rekja aftur til fyrstu
vikna 2012. Frá þeim tíma hefur
verð á hlutabréfum í fyrirtækjum
á sviði tækni og vísinda hækkað
og hækkað en hlutabréf og
vísitölur sem tengjast því sem af
jörðu kemur – olíu, gulli, kopar
og öðrim hrávörum – hafa lækk
að og lækkað.
Nasdaqvísitala hlutabréfa
um 3.100 tæknifyrirtækja hefur
hækkað um 52% til miðs apríl
2015 frá ársbyrjun 2012. Þau eitt
hundrað stærstu þeirra hækkuðu
um 85% á sama tíma (20,5%
árshraði). Líftæknifyrirtæki á
Nasdaq hækkuðu mest eða um
230% (3,3földun í verði) sem
svarar til 44% ársávöxtunar þessi
þrjú ár og fimmtán vikur. Þetta
er það sem vísindin og þekking
manna hafa leitt af sér.
Hrávörur sem eru úr jörðu
komn ar hafa lækkað um 43% til
miðs apríl 2015 frá hágildi 2011.
Frá janúar 2012 lækkaði verð á
kopar um 37% og gullverð um
35%. Olíuverð er 60% lægra
en í upphafi árs 2012 en öll sú
lækkun er frá miðju ári 2013. Við
túlkun þessara talna ber að hafa
í huga að meðalgengi dollara
í apríl 2015 er 20% hærra en í
upphafi árs 2012 og sú hækkun
er að mestu frá miðju ári 2014.
Líftæknifyrirtæki á
Nasdaq hækkuðu mest
nasdaq síðustu tólf mánuðina
T
homas Möller segir að
sú breyting sé hafin hjá
stjórnendum um heim
allan að þeir eru hættir
að gorta af löngum vinnu degi.
Hann segir að Google í Dublin
hafi sagt starfsfólki sínu að skilja
tölvurnar eftir þegar það fer
heim úr vinnunni. „Daiml er lætur
eyða tölvupósti sem kemur til
starfsfólks sem er í fríi. Mörg
fyrirtæki hafa áttað sig á mikil
vægi þess að fríið sé notað til
að vera í fríi, til að hlaða batterí
in og koma fersk til baka.
Þeir sem fara heim úr vinnunni
á réttum tíma eru ekki lengur
álitnir latir eða verkfælnir heldur
vel skipulagðir og afkastamiklir.
Í bestu fyrirtækjunum verður
lokatími settur í auknum mæli á
verkefnin en samkvæmt Parkin
sonlögmálinu taka verkefni
yfirleitt þann tíma sem þeim er
gefinn.“
Thomas segir að aukin fram
leiðni náist með því að einfalda
vinnuferla, auka sjálfvirkni og
sjálfsafgreiðslu gegnum netið,
fækka og stytta fundi til dæmis
með því að halda eingöngu
standandi fundi og fækka
minnis blöð um og stytta þau.
Einn ig má fækka glærum í
kynningum, stytta starfsmanna
samtölin og forðast alla óþarfa
skriffinnsku og skrifstofupólitík.
„Þetta hefst líka með því að
minnka áreiti í vinn unni, fækka
ruslpóstum, auka sjálfvirkni
og deila verkefnum innan
fyrirtækisins til þeirra sem eru
hæfastir til þess og í sumum
tilfellum til viðskiptavinanna
sjálfra eins og bankarnir, ben
sín stöðvarnar og flugfélög in eru
að gera. Með þessu eykst fram
leiðni starfsfólks og stjórnenda.“
Thomas hvetur stjórnendur til
þess að hætta að monta sig af
löngum vinnudegi. Þess í stað
eiga þeir að vera hreyknir af því
að vera alltaf komnir heim úr
vinnunni á réttum tíma, segja frá
því hvað þeir áttu afslappað og
ótruflað frí og gorta sig af þeim
námskeiðum sem þeir hafa sótt
til að skerpa á þekkingunni.“
tHomaS mÖLLer
framkvæmdastjóri Rýmis
STJÓRNUN
Hættu að vinna
svona lengi!
Sigurður b. StefánSSon
hagfræðingur
ERLEND HLUTABRÉF
álitsgjafar
Mörg fyrirtæki hafa áttað
sig á mikilvægi þess að
fríið sé notað til að vera
í fríi, til að hlaða batterí in
og koma fersk til baka.
Með öflugu dreifikerfi Póstsins kemur þú þínum vörum
hratt og örugglega, hvert á land sem er. Hvort sem um
ræðir stakar vörur eða bílfarma, þá hefur Pósturinn
lausnina. Eitt símtal og við erum að dansa.
STÓRAR SENDINGAR
– VIÐ FÖRUM LÉTT MEÐ ÞAÐ
www.postur.is