Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Síða 36

Frjáls verslun - 01.03.2015, Síða 36
36 FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 á kostnaðargrunni og er kostnaðurinn við hann mun lægri en í sambærilegum sjóðum. Styrkurinn liggur síðan ekki síst í ein staklingunum en hjá sjóðnum eru fáir starfs menn með mikla þekkingu, reynslu og ábyrgðarkennd sem vinna mjög þétt saman og innan hópsins ríkir mikið traust. Við vinnum eftir skýru og faglegu ferli án þess að það komi niður á sveigjan leika. Sveigjanleikinn byggist m.a. á því að við sækjum okkur þekkingu utan sjóðs ins þegar við á og eftir verkefnum hjá sér fræð ­ ingum á hverju sviði fyrir sig. Hvað varðar veikleika þá er að mínu mati ákveðin áhætta fólgin í því að starfs ­ menn eru ekki eigendur og þar sem við er um svo fá og setjum okkur mjög vel inn í hvert verkefni fyrir sig er hætta á því að sú mikla reynsla og þekking sem hér hefur byggst upp hjá hverjum og ein ­ um starfsmanni fyrir sig hverfi með við ­ komandi. 6. Framtakssjóðurinn var stofnaður sem fjárfestingarsjóður til 10 ára – en að hægt væri að framlengja starfsemi sjóðs ­ ins í um tvö ár. Eru hins vegar ekki allar líkur á að þessari stefnu verði breytt og að hin gífurlega ávöxtun sjóðsins verði til þess að hann sé kominn til að vera í íslensku atvinnulífi vegna mikils hagnaðar? Nýfjárfestingatímabili Framtakssjóðsins lauk núna í lok febrúar sl. og því förum við ekki inn í ný verkefni en við höfum áfram tækifæri á því að auka hlutafé í þeim eignum sem eru í eignasafninu. Ég lít svo á að höfuðverkefni okkar sé að ávaxta með bestum hætti þá fjármuni sem okkur er trúað fyrir. Það er hins vegar ekki mitt að svara til um það hvort eða hvernig eigendur okkar vilja nýta sér þá umgjörð og þekkingu sem hefur orðið til á undanförnum árum. Meðal eigenda hefur verið umræða um stofnun nýs sjóðs og lögðum við af stað í að kynna þær hugmyndir sem við sáum fyrir okkur í þeim efnum. Þar var um að ræða sjóð sem væri stór og gæti komið öflugur að verkefnum. Sá sjóður myndi vera settur upp með svipuðum hætti og núverandi sjóður en með aðrar áherslur í fjárfestingum. Hug ­ myndin er að sá sjóður myndi koma til móts við þær miklu þarfir sem liggja í kerf ­ inu núna þ.e. fjárfestingar í innviðum og orku aðallega. Mitt mat er að þarna liggi mikil tækifæri bæði fyrir hið opinbera og fyrir lífeyrissjóðina. En eins og staðan er núna hefur ekki náðst að safna í þá stærð sem við teljum heppilega til þess að stofna sjóð sem þennan. 7. Framtakssjóðurinn hefur blandast inn í umræðuna um að lífeyrissjóðir séu of valdamiklir í atvinnulífinu og er þá horft til eignarhluta þeirra í nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins. Er Framtakssjóðurinn orðinn valdablokk í íslensku atvinnulífi? Fyrir lífeyrissjóðina, sem eru öflugustu fjár ­ festar á íslenskum markaði eins og staðan er í dag, er mikilvægt að koma að faglegum sjóði sem þessum. Með því koma þeir ekki að ákvörðun um einstakar fjárfestingar, sem er í höndum stjórnar viðkomandi sjóðs. Það minnkar verulega hættuna á hags munaárekstrum. Þessi gagnrýni var nokkuð áberandi í upphafi sjóðsins og stafaði sumpart af stærð hans og eðlilegum ótta vegna þeirr ­ ar stöðu sem upp var komin í íslensku atvinnu lífi. Slíkri gagnrýni er erfitt að svara nema með verkum. Sjóðurinn hef ­ ur fjárfest í níu félögum og nú þegar selt sex þeirra. Framtakssjóðurinn hefur því staðið við þau fyrirheit að selja eignir þegar við höfum talið að hlutverki sjóðs ­ ins við endurskipulagningu sé lokið. Árangur sjóðsins byggist á því að gera þær breytingar sem skapa verðmæti fyrir hlut hafa og skila þeim góðri ávöxtun. Ef hugsunin hefði verið sú að koma sér upp viðskiptalegu valdatæki væri sjóðurinn vænt anlega með flest fyrirtækjanna enn í eignasafni sínu. Slíkt er ekki og hefur aldrei verið stefna okkar. 8. Framtakssjóðurinn hagnaðist verulega á sölu hlutabréfa í Icelandair Group en í upphafi keypti hann þar um 33%. Var rangt að selja bréfin svo snemma í ferlinu miðað við velgengni í ferðaþjónustu á Íslandi og hina stórkostlegu ávöxtun hlutabréfa í Icelandair Group á árunum 2012 til 2014? Var ekki verið að fórna verulegum hagnaði Framtakssjóðs með því að selja svo snemma – og jafnvel þótt kaupendur væru að mestu lífeyrissjóðir með eignarhlut í sjóðnum? Sjóðurinn seldi hlut sinn í Icelandair Group í nokkrum áföngum og fékk á hverj um tíma markaðsverð fyrir hlut sinn. Hlutverki forsíðuViðtal Valdablokk? „Sjóðurinn hefur fjárfest í níu félögum og nú þegar selt sex þeirra. Framtakssjóðurinn hefur því staðið við þau fyrirheit að selja eignir þegar við höfum talið að hlutverki sjóðsins við endurskipulagningu sé lokið.“ MBA www.mba.is PIPA R \TB W A • SÍA • 15 13 3 5 TAKTU FRUMKVÆÐI AÐ EIGIN FRAMA MBA-námið við Háskóla Íslands er tveggja ára meistaranám með vinnu, hugsað fyrir þá sem hafa reynslu af stjórnunarstörfum og vilja auka þekkingu sína og færni í stjórnun og rekstri til að eiga betri möguleika á að takast á við forystuhlutverk í atvinnulífinu. Mikið er lagt upp úr að styrkja nemendur og leggja grunn að starfsframa þeirra. ALÞJÓÐLEG VOTTUN. MBA-námið við Háskóla Íslands hefur öðlast alþjóðlega vottun frá Association of MBA's (AMBA) en aðeins um 200 háskólar hafa náð þeim áfanga að undangengnu umfangsmiklu mati á gæðum námsins. Umsóknarfrestur til að sækja um MBA-námið er til 25. maí. MARGRÉT HAUKSDÓTTIR FORSTJÓRI ÞJÓÐSKRÁR ÍSLANDS MBA 2010 KATRÍN M. GUÐJÓNSDÓTTIR MARKAÐSSTJÓRI INNNES MBA 2015 JÓN ÓLAFUR HALLDÓRSSON FORSTJÓRI OLÍS MBA 2012 Fjarskipti (Vodafone) er eitt þeirra fyrirtækja sem Framtakssjóðurinn eignaðist, setti á markað og seldi síðan með 3 milljarða króna hagnaði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.