Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Síða 38

Frjáls verslun - 01.03.2015, Síða 38
38 FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 sjóðsins í fyrirtækinu var lokið, en við töldum rétt að áfangaskipta sölunni til að ekki myndaðist offramboð á bréfum í félaginu. Í öllum tilvikum réð Fram taks ­ sjóðurinn miðlara og kom ekki að út hlutun seldra hluta. Hluthafar jafnt sem aðrir fjárfestar tóku sjálfstæða ákvörðun um fjárfestingu. Við höfðum og höfum mikla trú á því sem stjórn og stjórnendur Ice­ land air Group eru að gera og þar með á framtíð félagsins. Við erum ánægð með þá ávöxtun sem við fengum og teljum að við höfum fengið sanngjarnt verð fyrir hlut okkar. Það er svo ánægjulegt hversu vel hefur gengið í rekstri félagsins og við erum mjög sátt við það að þeir sem keyptu okkar bréf í félaginu hafi haldið áfram að hagnast á þeirri fjárfestingu. Við náðum þeim markmiðum sem við stefndum að með fjárfestingunni og því annarra að taka við keflinu. 9. Árið 2010 var rætt um að skrá eina helstu eign félagsins, Icelandic Group, á markað fljótlega. Ekkert hefur orðið úr því. Hver er ástæðan? Icelandic Group er öflugt og spennandi félag en um leið er rekstur þess afar krefjandi. Velta félagsins er mikil, en fram legð er lág. Það hefur tekið lengri tíma en við gerðum ráð fyrir í upphafi að koma félaginu á þann stað að það sé hæft til skráningar á markað. Stöðugleiki í rekstri er ein forsenda slíkrar skráningar. Markmið okkar með félagið eru skýr. Við viljum koma rekstrinum á þann stað að félagið sé áhugaverður fjárfestingakostur og skili eigendum okkar sem mestri arðsemi. 10 . Miklar umræður urðu um söluna á starfsemi Icelandic í Norður­Ameríku til kanadíska félagsins High Liner Foods fyrir fjórum arum. Tekið var fram að eitt helsta vörumerki Íslendinga, Icelandic Seafood, yrði áfram í eigu Icelandic en að kaupandinn, High Liner Foods, hefði yfirráð yfir vörumerkinu í sjö ár og gæti selt fisk annarra landa undir þessu vörumerki. Var tímabundið framsal á vörumerkinu mistök? Þegar Framtakssjóðurinn kom að Icelandic Group var fjárhagsstaða félagsins afar þröng og lítið mátti út af bregða hjá því. Salan í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Frakklandi styrkti fjárhagsstöðu félags ins og eyddi þar með óvissu um langtíma ­ rekstrarhæfi þess og er félagið í dag mjög fjárhagslega burðugt. Hluti afraksturs sölunnar er í höndum Framtakssjóðsins í sjóði, IEI, sem á erlendar eignir sem voru metnar á um 12 milljarða króna um síðustu áramót. Við söluna á verksmiðju fé lagsins í Bandaríkjunum var afnotaréttur vörumerkisins, Icelandic Seafood, leigður með ströngum skilyrðum til ársins 2018 til High Liner Foods. Samstarf Icelandic Group við High Liner Foods hefur verið afar gott frá upphafi og hefur salan á íslenskum sjávarafurðum í Bandaríkjunum undir merkjum Icelandic Seafood síður en forsíðuViðtal Herdís dröfn fjeldsted Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, er alin upp suður með sjó, í Sandgerði. Hún er viðskiptafræð­ ingur að mennt og með framhaldsnám í fjármálum fyrirtækja, auk þess sem hún lauk námi í verð bréfaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík. Hún varð framkvæmdastjóri Framtaks sjóðs­ ins í apríl 2014 en hóf störf hjá sjóðnum sem fjár festingarstjóri í september 2010. Áður starfaði hún hjá Thule Investments. Hún situr í stjórn Icelandic Group sem stjórnar­ formaður og í IEI II (Promens). Um góð ráð í stjórnun segir hún að góðir stjórnendur séu þeir sem hafa lag á því að raða í kringum sig hæfu fólki og laða fram bestu eiginleika þess. Þá skipti skýr og opin samskipti á vinnustöðum miklu máli þar sem ríki andrúm hvatningar, metnaðar og gleði. Þegar Framtakssjóðurinn kom að Icelandic Group var fjárhagsstaða félagsins afar þröng og lítið mátti út af bregða hjá því. Salan í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Frakklandi styrkti fjárhagsstöðu félags ins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.