Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Page 47

Frjáls verslun - 01.03.2015, Page 47
FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 47 hækkunarleggs hinn 9. mars 2009 (gula punktalínan á mynd 1). Þessi hækkunarleggur er þegar orðinn annar mesti í sögunni og næstur á eftir þeim langlengsta sem náði allt frá des ember 1987 til mars árið 2000 er dot­com­bólan svo­ nefnda sprakk. Rauða punk­ talínan á mynd 1 sýnir þennan lengsta hækk unarlegg sögunnar sem fól í sér sexföldun á verði hlutabréfa í S&P 500­vísitölunni. Í núverandi hækkunarlegg hefur verð á hlutabréfum nærri því þrefaldast á liðlega sex ár­ um. Mynd 2 sýnir fjóra lengstu hækkunarleggi sögunnar og þar sést sá næstlengsti í tíma (græna línan) sem stóð frá 1948 til 1956. Sá þriðji lengsti í tíma er leggurinn frá 1974 til 1980 (fjólu­ bláa línan) en eins og myndin sýnir náðu þeir hvorugir jafnmik­ illi hækkun og núverandi leggur (gula línan) þótt ekki muni miklu á þeim gula og græna. STYRKING DOLLARANS FRÁ 2014 Frá síðari hluta ársins 2014 bregður svo við að saman fer hækkun hlutabréfaverðs á Wall Street og hækkun á meðal­ gengi dollarans á alþjóðlegum gjaldeyris markaði. Í síðari hluta apríl 2015 er hækkun dollarans þegar orðin um 25% (frá miðju ári 2014, sjá mynd 3) og heita má að þessi mikla hækkun skeki allan alþjóðlegan fjármála­ markað. Munar þar mest um mikla lækkun á hrávöruverði, olíu og málmum en verð á þeim markaði er skráð í dollara. Gengi evru hefur lækkað á móti og er um 1,06 í síðari hluta apríl 2015 en var nærri 1,38 vorið 2014. Mikil lækkun evru hjálpar vissu lega útflutningsgreinum Evrópusam­ bandsins og ætti að örva þjóðar­ búskap helstu evruríkja. GENGI DOLLARANS FRÁ ÁRINU 1981 Á mynd 4 sést að gengi Banda­ ríkjadollara var afar lágt skráð í sögulegu samhengi á fyrri hluta ársins 2014. Mikil hækkun á gengi þessa mikilvægasta gjaldmiðils á heimsvísu átti því ekki að koma mönnum í opna skjöldu þótt 25% á níu mánuðum sé vissu lega mikið. Mynd 4 sýnir einnig að gengisvísitala dollarans hækkaði mikið árin 1995 til 2000 einmitt á sama tíma og hlutabréf á Wall Street hækkuðu meira en dæmi eru um í sögunni. Hækkandi verð á hlutabréfum umfram aðrar helstu kauphallir á sama tíma og gengi gjaldmiðilsins er hækkandi er styrkleikamerki sem óvíða er að finna á alþjóðlegum fjármála­ markaði. Þennan mikla styrk í þjóðarbú skap Bandaríkjamanna er hug sanlega að rekja til styrkrar og farsællar stjórnar Bens Bernan­ kes á peningamálum þjóðarinnar eftir hrun á fjármálamarkaði árið 2008. Auðvitað kemur fleira til svo sem tæknibreyting og fram leiðniaukning að ónefnd um olíu­ og gaslindum sem kunna að leiða til nettóútflutnings Banda ­ ríkjamanna á orku innan fárra ára. WALL STREET HEFUR VINNINGINN Mynd 5 sýnir yfirburði Wall Street á heimsmarkaði hlutabréfa svo ekki verður um villst. Græna línan á myndinni er Morgan Stanley­vísitala hlutabréfa í helstu kauphöllum utan Banda ­ ríkjanna en sú bláa sýnir S&P 500­vísitöluna. Sú síðarnefnda hefur þrefaldast að verðgildi frá lággildi eftir fjármálahrunið hinn 9. mars 2009 en sú fyrrnefnda hefur tvöfaldast á sama tíma. S&P 500 vísitalan frá árinu 1981-2015 1981 2015 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 00 01 02 03 04 05 06 07 08 09 10 11 12 13 14 2000 20031987 2009 2014 15 núverandi hækkunarleggur sá annar mesti í sögunni Mynd 1. Núverandi hækkunarleggur er þegar orðinn annar mesti í sögunni. Mynd 3. Hækkun Bandaríkjadollars skekur alþjóðlegan fjármálamarkað. Mynd 5. Yfirburðir Wall Street á heimsmarkaði hlutabréfa.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.