Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Page 48

Frjáls verslun - 01.03.2015, Page 48
48 FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 kaupHöllin TexTi: Már WolfGanG Mixa Myndir: Geir ólafSSon Nýir tímar og tækifæri endurspeglast í Kauphöllinni Icelandair Group hefur tífaldast í verði í Kauphöllinni síðustu fimm árin. Félagið er það sem hefur veitt hluthöfum sínum besta ávöxtun í Kauphöllinni en stóraukinn ferðamannastraumur eftir gosið í Eyjafjalla jökli hefur leikið þar stórt hlutverk í að kynna landið – og veiking krónunnar hefur gert Ísland að ódýrum áfangastað. Marel hækkaði verulega í verði á dögunum. S íðan efnahagshrunið dundi yfir er Icelandair Group það félag sem hefur veitt hluthöfum sínum besta ávöxtun í Kauphöll­ inni. Hefur virði félagsins um það bil tífaldast síðustu fimm ár. Aukinn ferðamannastraum­ ur leik ur þar augljóslega stórt hlutverk þar sem veiking íslensku krón unnar hefur gert Ísland að ódýrum áfangastað. Í apríl á þessu ári var markaðsvirði Öss­ urar hæst af þeim félögum sem skráð eru í Kauphöllinni, en það var tæplega 200 milljarða króna virði. Í kjölfarið kom Marel, sem er metið á um það bil 115 millj­ arða króna, og Icelandair, metið á 105 milljarða króna. Marel hækkaði verulega í verði á dög­ unum eftir að nýjar afkomutölur voru birtar. Önnur þróun sem hefur átt sér stað síðustu ár er hækkandi fasteignaverð. Fasteignaverð lækkaði um um það bil 20% af nafnvirði í framhaldi af hruninu árið 2008 og töluvert meira sé miðað við hækkun neysluvísi­ tölunnar, sem kom til vegna veik­ ingar krónunnar sem þýddi að innfluttar vörur hækkuðu mikið í verði (raunvirðislækkunin var með öðrum orðum enn meiri). Töluverðar hækkanir á fasteig­ naverði undanfarin misseri hafa gert það að verkum að raunvirði Már WolfGanG Mixa ICELANDAIR GROUP Það er það félag sem hef­ ur veitt hluthöfum sínum besta ávöxtun í kauphöll­ inni Nasdaq Iceland eftir hrun. Virði félagsins hefur um það bil tífaldast síðustu fimm árin.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.