Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Page 49

Frjáls verslun - 01.03.2015, Page 49
FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 49 fasteigna er nú orðið svipað því sem það var fyrir tíu árum og enn hærra en það var í upphafi aldar. Þessi þróun hefur að einhverju leyti átt sér stað vegna þess að lítið sem ekkert var byggt í kjölfar hrunsins. Það hefur leitt til þess að eðlileg eftirspurn þjóðfélags með vaxandi fjölda íbúa hefur aukist en framboð þangað til nýlega stóð í stað. Auk þess hefur eftirspurn eftir húsnæði á Reykjavíkursvæðinu, aðallega miðbænum, verið mikil vegna þess að fjölgun ferðamanna til landsins og leit þeirra að leigu­ húsnæði hefur aukið þrýstinginn enn meira. Auk þess hefur efnahagur landsins verið töluvert betri undanfarin ár en bjartsýn­ ustu menn þorðu að vona árin 2008­2010. fastEignafélög Mörg fasteignafélög voru stofnuð í kjölfar hrunsins þar sem bankar fengu í kjöltu sína ýmis fasteignafélög sem voru illa stödd. Núna, þegar fasteigna­ verð er að ná sér á strik á nýjan leik, hafa þrjú félög verið skráð í kauphöllina Nasdaq Iceland. Fasteignafélagið Reginn var skráð sumarið 2012, Reitir voru skráðir 9. apríl og Eik 29. apríl. Þar sem þrjú fasteignafélög eru skráð í kauphöllina gefur það fjölda einstaklinga tækifæri til að fjárfesta í flokki fasteignafélaga. Ávöxtun þeirra sem fjárfestu í Regin í upphafi hefur verið framúrskarandi, enda hefur virði þess (auk arðgreiðslna) um það bil tvöfaldast fram að fyrri hluta ársins 2015. Markaðsvirði félagsins er um það bil 22 milljarðar króna, sem er meira en markaðsvirði tryggingarfélagsins Tífaldast Virði Icelandair Group hefur tífaldast í Kauphöllinni síðustu fimm árin.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.