Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.03.2015, Blaðsíða 54
54 FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 mismunandi. Ég get orðað það svo að hjá Félagi atvinnurek­ enda voru menn í um 90% tilfella sammála um helstu atriði. Hér reynir meira á þetta. Svo dæmi sé tekið vilja nánast allir innan samtakanna afnema fjármagns­ höftin en þegar það er krufið betur til mergjar er mismunandi hversu aðkallandi mönnum finnst það vera. Alþjóðlegu fyrirtækin og þau sem eru í útflutningi kalla mjög sterkt eftir afnámi þeirra meðan þeir sem eru einungis í innlendri starfsemi eru rólegri í tíðinni og telja sig finna minna fyrir skað ­ legum áhrifum. Í starfi okkar er því mikilvægt að einblína á þarfir ákveðinna hópa um leið og unnið er að stóru sameiginlegu málunum, sem eru býsna mörg.“ Almar leggur áherslu á að menntamál séu einn af stóru málaflokkunum innan iðnaðarins. „Það er skýr þörf á því að fjölga fólki með iðn­, verk­ og tækni­ menntun og einnig að fjölga einstaklingum með raungreina­ og tæknimenntun á háskólastigi. Um þessar áherslur geta allir sameinast. Sama á við um þörf­ ina fyrir aukna framleiðni.“ Almar segir samtökin eiga í miklum beinum samskiptum við félagsmenn. „Nærtækt dæmi þar um eru breytingar á byggingar­ reglugerð sem við höfum verið að vinna í. Hluti af henni snýr að því að byggingaraðilar taki upp gæðakerfi og vinni skipulegar en verið hefur. Við höfum tekið því viðfangsefni fagnandi og aðstoðað menn við að taka fyrstu skrefin á því sviði. Við getum þá veitt ákveðna ráðgjöf og vísað þeim áfram. Hinn hluti málsins er síðan unninn í samvinnu við stjórnvöld og opinbera aðila, þ.e.a.s. að vinna áfram að ein ­ földun byggingarreglugerðar þannig að kröfur séu ekki að hleypa byggingarkostnaði of hátt upp. Á því sviði er raunar ennþá mikið verk að vinna.“ Almar segir að þrjú meginsvið séu innan Samtaka iðnaðarins. „Fyrst er að telja byggingar­ og mannvirkjageirann. Þá framleiðslu­ og matvælafyrirtæki en þar má nefna fyrirtæki í matvæla iðnaði, orkutengdum iðnaði, prentiðnaði, endurvinnslu, mál miðnaði og húsgagnaiðnaði. Í þriðja lagi er það sem við köllum hugverk og þjónusta, þ.e. upplýsingatækni, heilbrigðis tækni, líftækni og fleira þess háttar. Innan þessa sviðs eru að auki ýmsar þjónustu­ greinar. Þessi fyrirtæki leggja al mennt meiri áherslu á vöxt og sam keppnishæfni Íslands – og viðmiðin í þeim efnum eru oft meira sótt til annarra landa. Viðskipti á milli ólíkra fyrirtækja á þessum þremur meginsviðum eru svo auðvitað talsverð. Innan okkar raða eru líka fyrir ­ tæki sem flokkast með skap andi greinum, eins og kvik mynda ­ fram leiðendur. Þegar rætt er um skapandi greinar finnst mörgum sem vísað sé í menn ingarflötinn fremur en rekstrarþátt inn. En það eru viðskipti í listinni og þarna eru að verða til mörg athyglisverð fyrirtæki.“ Heilbrigður skoðana- munur í víðfeðmum samtökum Almar segir almennt mikla grósku vera innan iðnaðarins. „Við sjáum til dæmis mikinn kraft í nýsköpun, þ.e. í fram­ leiðslu á vörum sem hafa verið á rann sóknar­ og þróunarstigi um langt skeið. Mætti nefna Orf Líftækni sem dæmi en fyrirtækið framleiðir núna snyrtivörur í nokkru magni. Þá mætti nefna byggingargeirann. Þar er margt í gangi. Sérstaklega í kringum framkvæmdir tengdar ferðaþjón­ ustunni eins og hótelbyggingar. Gagnaverin eru kannski ekki stóriðja en spila mjög vel með þeim styrkleikum sem Ísland hef­ ur – grænni orku á samkeppnis­ hæfu verði. Þá er mikill kraftur í ýmiss konar hugverka­ og iðnaður Nýja iðnbyltingin var mál málanna á nýaf­ stöðnu Iðnþingi. Hún gengur út á að bæta framleiðni, menntun og nýsköpun í íslenskum iðnaði sem og íslensku atvinnulífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.