Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Side 63

Frjáls verslun - 01.03.2015, Side 63
FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 63 arlaginu fyrir vinnu og gerðu það með miklum sóma. Nú þegar við bættist álverið á Reyðarfirði, sem sækist eftir öflugu fólki í vinnu, gátu þessi fyrirtæki ráðist í mikla tæknivæðingu og siglt inn í tuttug ustu og fyrstu öldina án þess að hafa áhyggjur af því að það ylli atvinnuleysi á svæðinu.“ Eitt útilokar ekki annað Þannig styðja ólíkar greinar hver aðra og þjóðfélagið nýtur góðs af, að sögn Péturs. „Þetta vill gleymast í umræðunni. Fólki hættir til að draga þá ályktun að eitt útiloki annað, en það er öðru nær eins og þetta dæmi frá Reyðarfirði sýnir vel og það mætti eins telja til dæmi frá öðrum lands hlutum. Ef við horfum á tvo síðustu áratugi á Íslandi, þá hefur orðið gríðarleg uppbygg­ ing í ferðaþjónustunni á sama tíma og byggst hefur upp öflugur orkuiðnaður og sjávarútvegurinn hefur styrkst verulega. Það varðar miklu að innviðirnir séu traustir allt árið um kring. Það er grunnur að frekari uppbyggingu, nýsköpun og fjölbreyttum tæki ­ færum fyrir ungt fólk hér á landi.“ Hann segir stöðugleika hafa aukist hér á landi með öflugum orkuiðnaði, vaxandi ferðaþjón ­ ustu og fjölþættari sjávarútvegi. „Afkoma þjóðarinnar er ekki lengur bundin þorskverði heldur spilar fleira inn í. Ég nefni sem dæmi mikilvægi áliðnaðar árin eftir bankahrunið. Almennt var lítið um fjárfestingar í íslensku at­ vinnulífi og erlendar fjárfest ingar hverfandi. Á þeim viðkvæma tíma fjárfesti áliðnaðurinn hins vegar fyrir hátt í 90 milljarða. Stærsta fjárfestingarverkefnið var í Straumsvík, nam um 60 milljörð­ um og var að mestu fjármagn að með 10 ára uppsöfn uðum hagn­ aði fyrirtækisins. Nýverið kynnti svo Norðurál fimm ára fjárfest­ ingarverkefni upp á á annan tug milljarða sem felst í aukinni framleiðni, bættu rekstraröryggi og aukningu framleiðslu um allt að 50 þúsund tonn á ári. Og það segir sig sjálft að eftir því sem áliðnaður skýtur sterkari rótum hér á landi, þeim mun meiri verður þekking og sérhæfing íslensks iðnaðar í kringum þá starfsemi.“ léttir fólki sPorið Ál er notað í stórum hluta stoðtækjanna sem framleidd eru hjá stoðtækjafyrirtækinu Össuri. „Málmurinn, sem er sterkur og léttur, nýtist vel – og léttir fólki sporið,“ segir Pétur. „Afurðirnar eru fjöl­ breyttar og það er mikil upplifun að koma í höfuðstöðvarnar á Grjóthálsi og skoða framleiðslulínuna þar. Mér fannst til dæmis gaman að sjá þessar stóru vélar, sem smíðaðar hafa verið utan um framleiðslu á pínulitlum skrúfum og boltum úr áli.“ ÍslEnskt ál á suðurPólinn Íslenskt ál kemur víða við. Fyrirtækið Arctic Trucks hefur útbúið sérsmíðaða jeppa til ferða á suðurpólinn og í þeim eru upp ­ hækk un arsett úr áli og styrktar álfelgur frá Málmsteypunni Hellu. „Verðmætasköpunin í kringum álið er sífellt að aukast og tækifærin eru víða fyrir hendi,“ segir Pétur. „Ef horft er til bílaflotans þá eykst álnotkun ár frá ári og það varð bylting í fyrra með Ford F­150, sem er vinsælasti bíllinn í Bandaríkjunum. Ástæðan fyrir aukinni álnotkun eru kröfur stjórnvalda um að draga úr eldsneytisbrennslu og losun gróðurhúsalofttegunda, en ál svarar því kalli þar sem það léttir bílana verulega. 95% af öllu áli sem fer til bílaframleiðslu eru endurunnin.“ ál-Punktar • Flestir nota ál oft á dag, jafnvel án þess að taka eftir því, enda er það m.a. notað í geisladiska, tölvur, spegla, reiðhjól, potta og pönnur, steinull, tannkrem (súrál), skósvertu, húsgögn, heimilistæki og umbúðir. Ál er einnig notað í bíla og flugvélar, lestarvagna og í yfirbyggingar skipa, og í margvíslegar umbúðir svo sem um gosdrykki, lyf og fleira. Ál er mikið notað í bygg­ ingariðnaði s.s. í þök, klæðningar, stiga, handrið, gluggakarma, hurðir og klæðningar innanhúss. Þá er ál notað í ýmsan búnað í fjarskiptum og raftækni. • Allt ál er endurvinnanlegt. • Stór hluti álvinnslu í heiminum er endurvinnsla á eldra áli. Það er afar auðvelt að endurvinna ál vegna lágs bræðslumarks. Aðeins þarf 5% af orkunni sem notuð er við frumvinnslu áls til endurvinnslu þess. Um 20 milljón tonn af áli eru endurunnin á ári hverju. Áætlað er að um ²/₃ hlutar alls áls sem framleitt hefur verið í heiminum frá 1880 séu enn í notkun. • Ísland er með tæp 2% af heimsframleiðslu á áli ár hvert, en hún fór í fyrsta skipti yfir 50 milljónir tonna í fyrra. Aðeins Noregur framleiðir meira ál í Evrópu. Ísland er því í lykilstöðu út frá nálægð við markaði. • Álverin þrjú kaupa um 75% af þeirri raforku sem framleidd er á Íslandi. Stærsta fjárfestingarverkefnið var í Straums­ vík, nam um 60 milljörðum og var að mestu fjármagnað með 10 ára uppsöfn uðum hagn­ aði fyrirtækisins. Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls og formaður Samáls, Samtaka álframleiðenda, setur ársfund samtakanna. Fjölmenni var á ársfundi Samáls í Hörpu og næstan á myndinni má sjá Bjarna Benediktsson, fjármála ­ og efnahagsráðherra.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.