Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Qupperneq 65

Frjáls verslun - 01.03.2015, Qupperneq 65
FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 65 Við erum óhrædd við að afla okkur þekk ing ar – stefnum að því með markvissum hætti – og velja okkur verkefni sem við ætl­ um að vera góð í og kappkosta að gera þá hluti góða, bæði fyrir okkar fyrirtæki en um leið fyrir íslenskt samfélag. Við leitum ekki að veikleikun um í smæðinni hér heima, held ur leggjum við áherslu á að finna styrkleikann í smæðinni, byggja hann upp af kunnáttu, efla og þróa, þannig að við og okkar við skiptavinir verði ánægðir,“ sagði Árni Stefánsson, fyrr verandi forstjóri Vífilfells, sem sagði starfi sínu lausu í byrjun árs og tók sæti í stjórn fyrir tæki sins. Sem stjórnar­ maður er hans hlutverk að vinna í mál um tengdum framtíðarþróun fyrir tæki sins ásamt því að sinna öðr um verkefnum fyrir spænska eigendur fyrirtækisins sem ekki tengjast Vífilfelli. Árni hefur starfað fyrir Vífilfell frá árinu 1998 er hann kom heim úr meistaranámi í alþjóðlegum markaðsfræðum í Glasgow í Skot landi og var hann forstjóri fyrirtækisins frá 2005 til árs byrj­ un ar 2015. Árni er eini Íslend ing ­ urinn í stjórninni, aðrir stjórnar­ menn eru Spánverjar. Árni er tengiliður stjórnarinnar á Íslandi og gefur henni upplýsingar um dagleg störf og stöðuna á Íslandi, en hér á landi eru haldnir þrír stjórnar fundir á ári og þá mæta allir stjórnarmenn. Forstjóri Vífil­ fells er Portúgalinn Carlos Cruz. Það voru Björn Ólafsson stór ­ kaupmaður og Vilhjálmur Þór sem gerðu samning við The Coca­Cola Company um stofnun verksmiðju á Íslandi. Hinn 1. júní 1942 tók verksmiðjan Vífilfell til starfa í Haga við Hofsvallagötu í Reykjavík og voru starfsmenn fjórtán. Nú eru 210 heilsársverk unnin hjá fyrirtækinu í Reykjavík og á Akureyri. Vífilfell er í dag í eigu gos ­ drykkja framleiðandans Cobega á Spáni, sem keypti fyrirtækið í ársbyrjun 2011. Cobega er fjöl ­ skyldufyrirtæki sem stofnað var árið 1951 um framleiðslu á vörum frá Coca­Cola­fyrirtækinu. „Við erum mjög ánægð með fyrirtækið okkar og umhverfið sem við höfum hreiðrað um okk­ ur í. Við erum að stíga stór skref fram á við, þróa okkur mjög hratt í þá átt að byggja upp þekk­ ingu innan fyrirtækisins, sem jafn vel þekkist ekki í fyrirtækjum af svipaðri stærð á Íslandi. Á ég þá sérstaklega við uppbygg­ ingu í sambandi við rekstrar­ og gæðastjórnun. Við vonumst til að sú framþróun sem á sér stað í stjórnunarhátt­ um fyrirtækisins muni skila okkur góðu forskoti á næstu tólf til átján mánuðum. Sú hraða þróun er að mestu leyti út af tengslunum við erlendu aðilana sem eiga fyrirtækið. Sú þróun hefði gengið hægar ef við hefðum staðið einir í þessu – við hefðum þó komist á leiðarenda að lokum. Þetta hefur gerst miklu hraðar með aðkomu erlendra sérfræðinga,“ sagði Árni, sem hefur sagt að Vífilfell sé orðið hátæknifyrirtæki. „Já, ég var þá að vísa í gæðamálin og ýmsa innri uppbyggingu. Við erum komin með geysilega mikla þekkingu. Það má telja okkur hátæknifyrirtæki þar sem við erum að byggja upp þekkingu sem hefur ekki verið til á Íslandi,“ sagði Árni stoltur. Erfitt að manna stöður Árni sagði að það væri sárt til þess að hugsa að það hefði gengið brösuglega að manna stöður hjá Vífilfelli. „Við höfum misst margt menntað fólk í tækni­ og iðngreinum úr landi og átt í miklu basli með að fylla í þau skörð. Það er einfaldlega lítið framboð af menntuðu eða reyndu fólki í ákveðnum greinum. Þegar maður lítur yfir atvinnu­ flóruna þá eru um 175 þúsund manns að jafnaði sem starfa á Íslandi sem virkir starfsmenn í atvinnugreinum. Þar af eru um 20% opinberir starfsmenn, sem vinna fyrir ríki, sveitir og bæi. Þá eru 130 þúsund starfsmenn eftir til að fylla störf yfir mjög breitt svið – frá forstjóranum til verka­ mannsins og allt þar á milli. Það er ekki nema þrjú prósent atvinnuleysi, þannig að við höf­ um ekki úr miklu að velja. Það hefur reynst mjög erfitt að fá fólk í ýmis störf og þá sérstaklega í tæknigreinar og iðngreinar. Já, mjög erfitt, það eru ekki margir á lausu og úrvalið ekki mikið,“ sagði Árni. Fáir fara í verknám Árni sagðist hafa áttað sig bet ur á ýmsum hlutum þegar dóttir hans var að ljúka námi í grunnskóla á síðasta ári og á leið í menntaskóla. „Ég spurði hana þá hvernig framhaldsnám væri kynnt fyrir nemendum – þegar þeir væru á vegamótum og fengju tækifæri til að spá í framtíðina. Það kom mér geysi­ lega á óvart þegar hún sagði að enginn sem hún þekkti og eng­ inn í 24 manna bekk, sem hún var í, ætlaði í iðnnám. Þetta var sláandi og mér fannst vægast sagt undarlegt hvernig stígand­ inn væri orðin – það voru allir að fara í menntaskóla. Krakkarnir höfðu öll valið bóknámsgeirann, enginn verknám. Dóttir mín mun­ di ekki eftir að kennarar hefðu leiðbeint krökkun um í hinar ýmsu áttir til að finna nám við þeirra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.