Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Page 67

Frjáls verslun - 01.03.2015, Page 67
FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 67 Hjá Odda starfa um 250 manns í dag og fyrirtækið framleiðir árlega um 36 þúsund verkefni fyrir 3.500 viðskiptavini. Umsvifin hafa aukist undanfarin ár eftir samruna Odda við Kassagerðina og Plastprent og velta fyrirtækisins er nú um 5,5 milljarðar króna. Prentun fyrir Facebook og umbúðir í frystitogara TexTi: Hrund HaukSdóTTir / Myndir: Úr einkaSafni Prentverk er um þriðjung­ur starfsemi Odda en önnur verkefni felast í framleiðslu fjölbreyttra umbúða úr pappír, kartoni og plasti. Verkefni fyrir sjávarútveg­ inn eru um þriðjungur umsvifa fyrirtækisins, en aðrir stórir viðskiptavinir eru t.d. framleið­ endur matvæla og fyrirtæki í út­ gáfu, iðnaði, verslun og þjón ustu. Alþjóðlegt gæðastarf er mikilvægt í starfsemi Odda en fyrirtækið hefur norræna umhverfismerkið Svaninn, ISO 9001­öryggisvottun og BRC­matvælavottun. Viðbragðsflýtir í þjónustu „Nálægð okkar við íslenska viðskiptavini er augljóslega mikil og við getum brugðist hratt við óskum þeirra. Sá viðbragðsflýtir og sérþekking á íslensku atvinnu lífi gefur okkur afgerandi forskot í samkeppni,“ segir Baldur Þorgeirsson, fram­ kvæmda stjóri hjá Odda. Baldur kveður Odda vera stærsta innlenda framleiðandann á umbúðamarkaði og fáir aðrir um hituna hér á landi. Oddi sé því fyrst og fremst að keppa við innfluttar vörur. „Við bjóðum þar mikil gæði og hátt þjónustustig og teljum hvort tveggja á hag­ stæðu verði,“ segir Baldur. Ný tækni í plast- umbúðum Í kjölfar sameiningarinnar við Plastprent hefur Oddi fjár fest í nýjum tækjabúnaði, m.a. í svokölluðum co­extrusion ­bún ­ aði. Hann gerir fyrirtækinu kleift að framleiða plastumbúðir úr þremur mismunandi lögum hráefna. „Framleiðsla á þriggja laga umbúðum er nýjung á Íslandi. Með þeim er mögulegt að nýta sérhæfða eiginleika ólíkra hrá ­ efna með eitt hráefni í miðju og önnur í innsta og ysta lagi. Það verður spennandi að kynna þessa byltingu fyrir viðskiptavinum.“ Frá Facebook til Nike Að sögn Baldurs koma um 15 prósent af veltu Odda í dag frá erlendum viðskiptavinum, annars vegar sjávarútvegsfyrir ­ tækjum við Atlantshaf sem kaupa umbúðir og hins vegar frá út gefendum bóka og tímarita í Bandaríkjunum. „Oddi hefur starfrækt söluskrif­ stofu í New York í aldarfjórðung og við erum nokkuð vel þekkt vörumerki þar um slóðir þegar kemur að vandaðri prentgrip ­ um. Meðal viðskiptavina Odda í Bandaríkjunum eru Adidas, Facebook, Nike, Smithsonian og Guggenheim. Þessi hópur viðskiptavina veitir starfsem­ inni alþjóðlegan blæ og skapar skemmtilegar andstæður gagn ­ vart íslenskum matvælafram leið ­ endum og sjávarútvegi,“ segir Baldur Þorgeirsson að lokum. „Meðal viðskiptavina Odda eru Adidas, Face­ book, Nike, Smithsonian og Guggenheim. Þessi hópur skapar skemmti­ legar andstæður gagnvart íslenskum matvælafram­ leiðendum og sjávarút­ vegi.“ oddi Baldur Þorgeirsson er framkvæmdastjóri Odda.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.