Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Síða 71

Frjáls verslun - 01.03.2015, Síða 71
FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 71 össur eru hrein sóun. Aukin gæði nást með straumlínustjórnun þar sem ferlar eru staðlaðir. Stöðugt flæði er viðkvæmara fyrir mistökum og gallar uppgötvast fyrr í ferlinu. Einnig er mikilvægt að gera hlutina rétt alveg frá byrjun svo ekki þurfi að endurtaka vinnuna. Með því er verið að tryggja gæði og halda utan um framleiðslu­ kostnað. Gæði skipta Össur gríðarlega miklu máli sem og að vörurnar okkar fari fram úr væntingum viðskiptavina og uppfylli þarfir þeirra til að auka lífsgæði þeirra. Það er oft sagt að inngangurinn að þessu öllu sé kortlagning virðisstrauma, sem er gott sjón­ rænt verkfæri. Virðiskortið hjálpar til við að finna sóun, á því tungu­ máli sem allir skilja, og sýnir á einfaldan hátt hvernig upplýsing­ ar og efni flæða í framleiðslunni og fæst þá betri skilningur á framleiðsluferlinu með sýnilegum hætti. Virðisgreiningarkort (VSM) er eitt af umbótatólum sem við notum þar sem við teiknum upp allt ferlið og skilgreinum hvað er virðisskapandi fyrir viðskipta­ vininn og hvað er hrein sóun. Þetta er gott tól og þar sést svart á hvítu hvar virðið liggur í ferlinu. Með þessu náum við að eyða út sóun í ferlinu og koma vörunni fyrr á markað.“ Vel þjálfað starfsfólk og jafningjafræðsla Hvernig virkið þið starfsmenn og í hverju er þjálfun þeirra helst fólgin? „Til þess að fyrirtækið okkar geti vaxið, þroskast og haldið sam­ keppnisstöðu sinni í krefjandi alþjóðlegu umhverfi er mikilvægt að starfsfólkið fái tækifæri til að auka við þekkingu sína og færni. Við bjóðum upp á fræðsludag­ skrá allt árið um kring og þar er bæði starfstengd þjálfun og þjálfun til að auka persónu­ lega færni. Inn í þetta fléttast að sjálf sögðu fræðsla tengd Lean, öryggis­ og gæðamálum. Við viljum að starfsfólk sé vel þjálfað og meðvitað um nýjungar í sinni starfsgrein. Þessu fylgir að við gefum því tíma og kost á að sækja fræðslu sem hjálpar til við að ná þessum markmiðum. Einn­ ig teljum við mikilvægt að nýta þá hæfileika sem búa í fólkinu okkar á þann hátt að það fræði samstarfsfólk sitt á þeim sviðum þar sem það skarar fram úr. Þannig er jafningjafræðsla mjög stór og mikilvægur liður í okkar þjálfunarframboði.“ Virkjun umbótavinnu Hvað er Lean­skólinn? „Til að virkja sem flesta starfs­ menn í umbótavinnu var Lean­ bronsskóli settur upp haustið 2012 sem gengur vel og færri sem komast að en vilja í hvert skipti. Hóparnir eru ekki stórir og deildum blandað saman, sem virkar mjög vel. Þá er meiri fjöl­ breytni í hópnum og starfsmenn læra og deila reynslu. Lean­bronsskólinn stendur yfir í þrjá mánuði og förum við yfir aðferðafræðina Lean og þau tól sem Össur notar úr verkfæra­ kistunni. Bókin Andy And Me eftir Pascal Dennis er lesin og horft á nokkur kennslumyndbönd. Með Lean­bronsskólanum fáum við starfsmenn til að hugsa um umbætur og til að spyrja sig af hverju við gerum hlutina svona. Þótt við höfum alltaf unnið vinn­ una með þessum hætti er það ekki endilega rétta leiðin í dag. Við getum alltaf gert betur, hugsað út í hvað er virðisskap­ andi fyrir viðskiptavininn. Hver okkar innri og ytri viðskiptavinur er og þekkja kröfur þeirra, því oft á tíðum eru þær ekki eins og við héldum.“ Umbótahugmyndir Hvernig virkar tillögukerfið ykkar sem sett var upp árið 2012? „Þegar starfsmaður fær umbóta­ hugmynd skráir viðkomandi hugmyndina á tillögublað sem er aðgengilegt í öllum framleiðslu­ deildum. Því næst þarf verkstjóri að fara yfir hugmynd ina og meta hvort við ætlum að innleiða hana. Þegar verkstjóri hefur sam þykkt hugmyndina er hún sett inn í tillögukerfið og þar er valinn réttur ábyrgðaraðili eftir hugmyndinni. Það er mjög mikil vægt að starfsmenn skilji að allar hugmyndir eru hugmynd ir og séu óhræddir við að koma sínum á framfæri. Í dag höf um við innleitt alls um 2.600 hug­ myndir frá starfsmönnum frá sept ember 2012. Í dag erum við með um 300 óinnleiddar tillögur í kerfinu okkar. Því má segja að starfsmennirnir séu aldeilis ekki hugmyndalausir hvað varðar um­ bætur, sem er lykill í vel gengni í Lean; að fá alla starfsmenn til að hugsa um stöðugar umbætur. Öryggisatriði fyrir starfsmenn skipta miklu máli og er tillögu­ kerfi ð einnig notað í að leggja til umbætur á öryggisþáttum í um hverfi okkar. Össur er með það að markmiði að hver starfsmaður komi með og innleiði sex hugmyndir fyrir 2015. Við erum á góðri siglingu þar og höfum innleitt um 400 hugmyndir fyrstu þrjá mánuði ársins. Hver einasta hugmynd er umbót og skilar árangri og ekki má gleyma því að það er mikil­ vægt fyrir starfsmenn að geta haft skoðanir og aðgang að því að koma með tillögur að breytingum. Það er fólkið á gólfinu sem þekkir framleiðsluferl ana best og eru því sérfræð ingarnir.“ „Lean­aðferðafræðin byggist á að skilgreina hvað er virðisskapandi fyrir vöruna og hvað ekki. Hvaða aðgerðir í ferlinu viðskiptavinurinn er tilbúinn að borga fyrir og hvaða aðgerðir eru hrein sóun.“ Hlutverk Össurar er að gera fólki kleift að njóta sín til fulls með bestu stoð­ og stuðningstækjum sem völ er á.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.